Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Síða 44

Læknablaðið - 15.05.1995, Síða 44
416 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Umræða Af þessum niðurstöðum er ljóst að GABAa og GABAb agonistar hafa mjög sérhæfð áhrif á sveifluspennur og b-bylgju sjónhimnuritsins. Þannig sést að sveifluspennurnar eru tengdar frumum sem hafa GABAA-viðtaka (AVA dregur sérhæft úr þeim), en ekki GABAb (baclofen hefur engin áhrif). Það gagnstæða á hins vegar við um b-bylgju sjónhimnuritsins, þar sem baclofen dregur sérhæft úr b-bylgjunni en AVA hefur engin áhrif. Áhrif baclofens á b-bylgjuna og sveiflu- spennurnar eru merkileg í ljósi þekktra áhrifa lyfsins á frumur í innri sjónhimnu, þar sem það eykur svörun skammærra griplufrumna en dregur úr svörun viðvarandi griplufrumna. Það virðist því sem svörun viðvarandi griplufrumna hafi mikil áhrif á myndun b-bylgju sjónhimnu- ritsins, sem alla jafna hefur verið talin koma frá Á-tvískautafrumum í ytri sjónhimnu. Tenging sveifluspenna við GABAA-viðtaka veldur því að ekki er eins auðvelt að staðsetja uppsprettu þeirra í frumum sjónhimnunnar. Hins vegar er ekki ótrúlegt út frá útliti sveiflu- spenna að þær komi frá skammærum griplu- frumum í innri sjónhimnu. Okkar niðurstöður styðja þá tilgátu þótt þær geti ekki veitt tæm- andi svör. Augljóst er hins vegar að sveiflu- spennur eru áfram fyrir hendi þótt lokað sé fyrir viðvarandi rafsvörun í sjónhimnu og aðeins skammærar frumur starfi, eins og gerist með notkun baclofen (8). Það er því hugsan- legt að sérhæfð lækkun sveifluspenna hjá syk- ursjúkum og öðrum þeim sem hafa skemmdir í sjónhimnu vegna súrefnisþurrðar stafi af trufl- un í starfsemi skammærra frumna. Mögulegt ætti að vera að framkvæma klínískar raflífeðlis- fræðilegar mælingar af því tæi (9). Síðasta en ekki léttvægasta ályktunin sem hægt er að draga af þessum niðurstöðum er sú, að sveifluspennur séu algerlega óháðar b- bylgju sjónhimnuritsins, eins og aðrir höfundar hafa leitt getum að (6). Þakkir Þetta verkefni var styrkt af Rannsóknar- námssjóði Menntamálaráðuneytisins (Á.A.) og Vísindasjóði (Þ.E.). HEIMILDIR 1. Brown KT. The electroretinogram: its components and their origins. Vision Res 1968; 8: 633-77. 2. Miller RF. Dowling JE. Intracellular responses of the Muller (glial) cells of the mudpuppy retina: their relation to b-wave of the electroretinogram. J Neurophysiol 1970; 33: 323—41. 3. Bresnick GH, Korth K. Groo A, Palta M. Electroreti- nographic oscillatory potentials predict progression of diabetic retinopathy. Arch Ophthalmol 1984; 102: 1307- 11. 4. Brunette JR, Lafond G. Electroretinographic evaluation of diabetic retinopathy: sensitivity of amplitude and time of response. Can J Ophthalmol 1983; 18: 285-9. 5. Wachtmeister L, Azazi M. Oscillatory potentials of the electroretinogram in patients with unilateral optic atro- phy. Ophthalmologica 1985; 191: 39-50. 6. Dowling JE. Thc Retina; An Approachable Part of the Brain. Cambridge Massachusetts: Belknap Press, 1987. 7. Bormann J. Electrophysiology of GABAa and GABAb receptor subtypes. TINS 1988; 11: 112-6. 8. Slaughter MM, Bai SH. Differential effects of baclofen on sustained and transient cells in the mudpuppy retina. J Neurophysiol 1989; 6: 374—81. 9. Tolhurst DJ. Sustained and transient channels in human vision. Vis Res 1975; 15: 1151-5.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.