Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1996, Side 7

Læknablaðið - 15.02.1996, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82:119-21 119 Ritstjórnargrein Astmalyfjameðferð Kostnaður og ávinningur Umræður um heilbrigðismál einkennast æ meira af efnahagslegum sjónarmiðum. Nýir, áhrifaríkir, en dýrir meðferðarmöguleikar eru jafnvel taldir ógna afkomu ríkissjóðs. Læknar verða í vaxandi mæli að taka þátt í umræðum um hinar fjárhagslegu hliðar heilbrigðisþjón- ustunnar, ef þeir ætla sér að hafa áhrif á þróun hennar. Ársútgjöld vegna lyfjameðferðar hvers einstaks sjúklings nema oft tugum eða hundruðum þúsunda og sífellt koma fram ný og dýr lyf sem bæta líðan og horfur. Astmalyf eru gott dæmi um þessa þróun, en samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráðuneytisins hefur kostnaður vegna astmalyfja undanfarin fimm ár nær tvöfaldast og nam heildarkostnaðurinn 305 milljónum árið 1994. Einkum er notkun innöndunarstera kostnaðarsöm (156 milljónir). Notkun astmalyfja hefur aukist svipað á ís- landi og öðrum Norðurlöndum (mynd) miðað við fjölda skilgreindra dagskammta fyrir hverja 1000 íbúa. Notkunin er þó minnst á íslandi og aðeins 67% þess sem hún er í Svíþjóð þar sem hún er mest. I nýlegri rannsókn (1) var borin saman tíðni astmaeinkenna og astmalyfjanotk- unar í Reykjavík og nokkrum öðrum norræn- um borgum. Meðal þeirra sem höfðu fengið astmakast eða voru með astmaeinkenni voru hlutfallslega mun færri með astmalyf í Reykja- vík. Því virðist ólíklegt að astmaeinkenni séu ofmeðhöndluð hér á landi. Má leiða að því líkum að astmi hafi frekar verið vangreindur, til dæmis sem öndunarfærasýking, og með- höndlaður með sýklalyfjum. Þannig er ekki vitað hvort raunveruleg tíðni astma hefur auk- ist á íslandi eins og víða erlendis. Hins vegar hefur orðið veruleg fjölgun sjúklinga með langvinna teppusjúkdóma; langvinna berkju- bólgu og lungnaþembu (2). Sjúklingum með þessa sjúkdóma nrun vafalaust fjölga enn frek- ar þegar þeir aldursflokkar sem mest hafa reykt, komast á efri ár. Meðferðarvenjur lang- vinnra teppusjúkdóma á íslandi virðast svipað- ar því sem gerist í Evrópu (3,4), enda ekki kostur annarrar meðferðar en reykbindindis og ofangreindra lyfja. Óljóst er hversu gagn- legir innöndunarsterar eru við langvinnum teppusjúkdómum og hefur reynst erfitt að spá fyrir um árangur hjá einstökum sjúklingum, sumir svara meðferð aðrir ekki. Ljóst er þó, að ekki er að vænta árangurs hjá sjúklingum með hreina lungnaþembu, en við teljum sjálfsagt að reyna innöndunarstera hjá fólki með langvinna berkjubólgu og teppu. Jafn sjálfsagt er að láta ekki slíka sjúklinga vera endalaust með ofan- greinda meðferð, sérstaklega ef hún ber ekki augljósan árangur, heldur sjá einnig hvernig þeim vegnar lyfjalausum. Kostnaður (samfélagsins) vegna astma og langvinnra teppusjúkdóma er margþættur og þessir sjúkdómar skerða lífsgæði mikils fjölda fólks. Auk lyfjakostnaðar fellur til kostnaður vegna læknisheimsókna, bráðavitjana, sjúkra- húsvistar og missis vinnu- og skóladaga. Þá er ótalinn kostnaður samfélagsins vegna ótíma- bærra dauðsfalla, sem þó eru fátíð hér á landi vegna astma miðað við það sem gerist víða annars staðar (2). Erfitt er að meta heildar- áhrif, kostnað og ávinning lyfjameðferðar og annarra meðferðarúrræða. Vissulega er unnt að meta áhrif breyttrar lyfjameðferðar á kostn- að í heilbrigðiskerfinu, dánartölur og fjarvistir frá vinnu og skóla. Slíka þætti má mæla í krón- um og aurum en þeir einir mega þó ekki ráða alfarið þegar rætt er hvort ákveðin meðferð sé réttlætanleg, heldur verður að sjálfsögðu að hugsa um áhrif á líðan og lífsgæði sjúklinga. Aukinn kostnaður vegna bættrar lyfjameð- ferðar getur skilað sér sem sparnaður í ofan-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.