Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1996, Page 37

Læknablaðið - 15.02.1996, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 143 Breast cancer survival, % Disease-free survival, % n = 150-------- 133 --------- 98 n = 147-------- 119 ----------88 n = 128-------- 87 ---------- 58 n = 114--------69-------------41 Fig. 2. Breast cancer survival and disease-free survival in relation to lymph node categories, node negative (NO) vs. node-positive (N+). The number ofpatients at risk at the time ofdiagnosis and 4 and 7.5 years subsequently is shown for each category. Niðurstöður Miðtölutímalengd eftirlits var 7,5 ár (0-12 ár). Miðtölualdur við greiningu var 62 ár (27- 94 ár). Miðtöluæxlisstærð við greiningu var 25 mm (5-180 mm) og fjöldi skoðaðra eitla var átta að meðaltali (0-50). Hægt var að mæla DNA innihald í 334 (98%) og S-fasa mælingar í 329 (97%) af þeim 340 sýnum sem voru fyrir hendi. Þar af voru 114 tvílitna (33%) og 220 mislitna (67%). Miðtölu- gildi S-fasa frumna var 7,0%, í tvílitna æxlum 2,9% (0,6-19,5) og 9,3% í mislitna æxlum (1- 40,8), sem er marktækur munur (p<0,0001). Samband DNA innihalds og S-fasa viö aðra þœtti: Öfugt samband var á milli aldurs og DNA innihalds (tafla I). Hjá sjúklingum yngri en 50 ára voru 25% æxla tvílitna, en 36% hjá sjúklingum 50 ára og eldri (p=0,05). Annars var ekki marktækt samband á milli DNA inni- halds og annarra þátta, að S-fasanum undan- skildum (tafla I). Öfugt samband var einnig á milli S-fasa og aldurs (tafla I). Hjá sjúklingum yngri en 50 ára voru 53% æxla með lágan S- fasa (<7,0%) en 39% hjá þeim sem voru 50 ára og eldri (p=0,01). Marktækt samband var á milli S-fasa og æxlisstærðar, eitlameinvarpa og TNM stigunar (tafla I). Hjá sjúklingum með eitlaneikvæðan sjúkdóm höfðu 55% æxla lágan S-fasa (<7,0%), en 41% hjá þeim sem voru með eitlajákvæðan sjúkdóm (p=0,01). Öfug tengsl voru á milli S-fasa og hormónaviðtaka (tafla I). Þannig höfðu 62% estrógen viðtaka jákvæðra æxla og 24% estrógen viðtaka nei- kvæðra æxla lágan S-fasa (<7,0%) (p=0,01). Matáhorfum: Líftími 344 sjúklinga var rann- sakaður. Við uppgjör var 141 sjúklingur á lífi án sjúkdóms (41%), 69 sjúklingar (20%) höfðu látist án þess að hafa merki um virkt krabba- mein, 107 sjúklingar (31%) höfðu látist með fjarmeinvörp, 11 sjúklingar (3%) voru á lífi með fjarmeinvörp og 16 sjúklingar (5%) voru á lífi eftir að hafa fengið staðbundið endurmein án merkis um fjarmeinvörp. Upplýsingar varð- andi líftíma sjúklinga og dreifingu hinna ýmsu þátta eru birtar í töflu II. Konur sem voru á aldrinum 40-50 ára við greiningu sjúkdómsins, hafa betri horfur en bæði yngri (p=0,02) og eldri konur (p=0,005), en væri konunum skipt á hefðbundinn hátt í hópa yngri eða eldri en 50 ára var líftími beggja hópa sambærilegur (tafla II). Flestir þættir sem rannsakaðir voru höfðu tölfræðilega marktæk áhrif á horfur, en eitlastaða í holhandareitlum og S-fasinn höfðu þó greinilega bestu upp- lausnina (tafla II). Mynd 2 sýnir mismun á

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.