Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1996, Side 58

Læknablaðið - 15.02.1996, Side 58
164 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Umræða og fréttir Hugleiðingar varðandi starfskjör heimilislækna Opið bréf til stjórnar FÍH Verið getur að fari að draga til tíðinda í samningamálum lækna. Menn hafa hugleitt að segja stöðum sínum lausum. Mikilvægt er þó að öll heima- vinna sé vel unnin, þannig að samstaða náist um hvert stefna skuli, áður en gripið er til að- gerða. Samanburðartafla í síð- asta fréttabréfi FÍH á blaðsíðu 11 sýnir, að föstu launin hafa dregist 50% aftur úr saman- burðarhópum. Mér finnst þó umfjöllunin ekki nógu alhliða, þar sem einnig hefði þurft að fjalla um þróun annarra launa- liða. Til þess að taka afstöðu til málsins þurfa félagsmenn full- nægjandi upplýsingar. Umfjöllun um tilvísanamálið finnst mér einnig hafa verið á svipuðum nótum. Engin tilraun gerð til að kafa niður í málið eða reynt að skoða sjónarmið gagnaðila. Andlát tilvísanakerf- isins er grátið mjög í fyrrnefndu fréttablaði og einnig meint and- lát heilsugæslukerfisins, vegna breytinga á lögum um heilbrigð- isþjónustu sem samþykktar voru á Alþingi þann 6. nóvem- ber. Eg er hins vegar ekki viss um, að mikil eftirsjá sé að heilsu- gæslukerfinu. Væru ekki tals- verð líkindi til að svipað ástand skapaðist í heilsugæslunni, og var í fyrrum Austur-Þýskalandi og Sovétríkjunum, þar sem læknar voru verr launaðir en ófaglærðir starfsmenn? Stað- festir fyrrnefnd launatafla ekki að sú þróun er í fullum gangi? í áðurnefndum lögum er staða yfirlækna á heilsugæslum einnig mjög veik og staða hjúkrunar- forstjóra og formanns heilsu- gæslunefndar að sama skapi sterk. Þetta vandamál kæmi síð- ur upp ef læknar bæru ábyrgð á eigin starfsemi. Leysir það vanda heilsugæslulækna að koma sérfræðingum í spor sov- éskra lækna? Án stofutekna sinna, eru þeir lágt launaðir spítalaþrælar. Samfélag öfund- ar hér á landi leyfði aldrei, að þau laun yrðu bætt nógu mikið til þess að menn gætu séð af stofutekjum sínum. Þar að auki eru ekki aðeins stundaðar heim- ilislækningar á þessum stofum, heldur starfsemi, sem sparar innlagnir á sjúkrahúsin. Önnur og betri leið úr vanda lækna væri að þeir rækju almennt sjálf- stæða starfsemi, gjarnan þannig að einn eða fleiri læknar stund- uðu rekstur í formi einkahluta- félags. Heimilislæknar eru í minnihluta í Læknafélagi Is- lands og það er ekki þeim til framdráttar að búa við annað vinnuumhverfi en hinir sérfræð- ingarnir, heldur mun það fyrr eða síðar leiða til klofnings í fé- laginu, sem mun verða stéttinni allri til tjóns. Nýkjörinn formaður FÍH seg- ir á blaðsíðu þrjú í fréttabréfi FIH: „Mikil ofmönnun hefur átt sér stað í ýmsum sérgreinum á meðan yfirvöld hafa hindrað fjölgun heimilislækna einkum í þéttbýli, bœði innan og utan heilsugæslustöðva. Petta er ein aforsökum þess að sérfræðingar á stofum eru að vinna störf sem heimilislœknar sinna í okkar nágrannalöndum. “ Ég get tekið undir þetta, þó með þeim fyrir- vara, að byrjað er að takmarka heildarumsvif sérfræðinga og ef þeir auka umsvif sín, þá er hætt við að þeir fái minna fyrir hvert unnið verk. Auk þess er ekki aðeins ein verkaskipting hugs- anleg, heldur mætti aðlaga verkaskiptinguna að nokkru leyti að þeim mannafla sem fyrir hendi er. Samkeppni milli heimilis- lækna og lækna annarra sér- greina verður því líklega ekki umflúin, þótt þetta verði von- andi blanda af samkeppni og samstarfi. Mikilvægt er að sú samkeppni sé á sanngjörnum nótum og spilli ekki samstarf- inu. Sumar heilsugæslustöðvar eru mjög vel reknar í dag, en aðrir komast upp með mikið bruðl, sem oft er fortíðarvandi. Heilsugæslan, þar sem ég starfa er ekki sú versta að þessu leyti, samt telst mér til að heildarlaun mín séu aðeins um 20% af raun- verulegum rekstri stöðvarinnar. Reiknaður fjármagnskostnaður húsnæðisins er til dæmis hærri en heildarlaun mín. Til þessa hafa verið starfandi þrír ritarar í tæpum tveimur stöðugildum. Þrír sjúkrabílar eru í héraðinu (koma ekki inn á rekstur heilsu- gæslunnar í dag, en eru óbeint tengdir rekstrinum). Laun heilsugæslulækna og kjör er ekki hægt að taka úr samhengi við rekstur heilsugæslunnar. Illa rekin heilsugæsla er líkleg til

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.