Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1996, Page 68

Læknablaðið - 15.02.1996, Page 68
172 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Formaður til fyrirmyndar? Eins og kunnugt er hafa heimilislæknar kvartað yfir því að skil sérgreinalækna á lækna- bréfum sjúklinga, sem leita til þeirra án tilvísunar heimilis- læknis, séu mjög léleg. Nýleg könnun á tveimur heilsugæslu- stöðvum sýnir að skilin eru 7- 10%. Þessi staðreynd var eitt af aðalatriðum í svonefndri tilvís- anadeilu á síðasta ári. Sérfræði- læknar gerðu þá lítið úr þessu vandamáli og formaður LI, Sverrir Bergmann, sagði meðal annars um þetta mál að sam- skipti heimilislækna og sér- greinalækna væru bæði „mikil og góð“ og vísaði þar með á bug þessu umkvörtunarefni heimil- islækna. Bréf Sverris Bergmann Tilefni þess að ég skrifa nú grein í Læknablaðið er bréf, sem mér barst fyrir nokkrum dögum frá sérgreinalækninum Sverri Bergmann, formanni LI, sem reyndar var svo kuldalegt að það lá við ég þyrfti að brjóta af því grýlukertin til að geta les- ið það. Bréf þetta var svar hans til undirritaðs varðandi þá beiðni mína að fá upplýsingar um sjúkling, sem hann hefur haft með að gera í nokkur ár, en ég er heimilislæknir sjúklingsins og hef verið það lengi. Bréfið sem ég sendi Sverri Bergmann var á stöðluðu eyðublaði, en mynd af eyðublaðinu birtist með þessari grein til kynningar (sjá mynd). Þetta staðlaða eyðublað tókum við upp á Heilsugæslustöðinni í Fossvogi fyrir nokkrum árum til að freista þess að auka skil sér- greinalækna á læknabréfum, þegar sjúklingar sögðu okkur að þeir hefðu farið án tilvísunar heimilislæknis til sérfræðings. Svar sérgreinalæknisins Sverris Bergmann, formanns LÍ, er af- ar merkilegt og kemst undirrit- aður ekki hjá því að deila upp- hafi bréfsins með öðrum kolleg- um. Upphaf bréfsins hljóðar svo: „Vísað er til bréfs dagsett 22. des. 1995 þar sem beðið er um iæknabréf vegna (nafn sjúk- lings) á þeirri forsendu að lækn- irinn sé heimiiislæknir viðkom- andi. Ekki væri óeðlilegt þótt fram kæmi á fjölrituðu blaði, að sá sem beðið er um upplýsingar um, hafi veitt leyfi fyrir slíku“. Síðar í bréfinu staðfestir Sverrir Bergmann að hann hafi þekkt sjúklinginn til margra ára og lýsir síðan þeim samskiptum nánar og verður það ekki tíund- að hér. Sérgreinalæknirinn Sverrir Bergmann, formaður LÍ - stéttarfélags allra lækna -, er í bréfi þessu, sem hann skrifar undirrituðum og vitnað er í hér að ofan, greinilega með nýja túlkun á reglum um samskipti heimilislækna og sérgreina- lækna og verður ekki komist hjá því að skoða þessi mál nánar. Varðandi það atriði hér að of- an sem vitnað er í innan gæsa- lappa um að sérstakt leyfi sjúk- lings þurfi varðandi læknabréf sérfræðinga til heimilislæknis þá kannast undirritaður ekki við slík ákvæði. Auk þess virðist vera svo að nú þurfi heimilis- læknar að sanna að þeir séu ör- ugglega heimilislæknar sjúk- lings til þess að geta fengið upp- lýsingar frá sérgreinalæknum. Formanni LÍ skal hins vegar bent á nokkur atriði í þessu sambandi. Reglur um samskipti milli heimilislækna og sérgreinalækna Formanni LI á að vera full- kunnugt um að um samskipti heimilislækna og sérgreina- lækna gilda ákveðnar reglur, sem LÍ er aðili að. 1. Siðareglur lækna, gr. III2 um samskipti lækna, þar sem skýrt er kveðið á um læknabréf. Þar segir: „Sérmenntaður læknir skal að lokinni rannsókn eða meðferð Iáta heimilislækni og tilvísandi lækni í té skýrslu um rannsóknir sínar og/eða meðferð.“ 2.1 gildandi samningi sérgreina- lækna við TR stendur í 2. gr.: „Þegar sérfræðingur hefur lok- ið rannsókn sinni eða aðgerð á sjúklingi skal hann senda heim- ilislækni hans eða heilsugæslu- stöð skýrslu um niðurstöður rannsókna, aðgerðir eða annað, sem skiptir máli, þ.á.m. leið- beiningar um framhaldsstund- un eða eftirlit.“ 3. Þá stendur einnig í reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjón- ustu, 1. gr.: „Komi sjúklingur til sérfræðings án milligöngu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.