Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 479 Table I. The staging system ofBoden and Gibb for testicular cancer. Stage I: Tumor limited to testis Stage II: Retroperitoneal node metastasis A: Less than 5 cm B: More than 5 cm Stage III: Supra-diaphragmatic nodal metastasis Stage IV: Extra nodal metastasis Table II. Age standardised incidence per 100.000 men for non-seminoma in Iceland in five 5-year periods, from 1971- 1995 * Period Incidence per 100,000 males 1971-1975 1.0 1976-1980 2.1 1981-1985 1.5 1986-1990 2.2 1991-1995 1.9 1971-1995 1.8 * No significant change in incidence by »time-of-trend« test (p<0.1) Table III. Presenting symptoms ofmen diagnosed with non- seminoma in Iceland 1971-1995 (n=57).* Type n (%) Testicular mass/swelling* 53 (93) Testicular mass without pain 22 (39) Testicular pain* 32 (56) Testicular pain without mass 1 ( 2) Symptoms due to metastasis 13 (23) *Patients can have more than one symptom. ar með illkynja æxli í eistum (carcinoma testis ICD-178).Fimmtíu og níu þeirra voru skráðir með þessa tegund æxla en þegar farið var yfir vefjasýnin kom í ljós að tveir sjúklingar höfðu hreint sáðkrabbamein. Það eru því 57 einstak- lingar sem greinst hafa með sjúkdóminn á þessu 25 ára tímabili og eru þeir allir með í rannsókninni. Sjúklingunum var skipt í tvo hópa: hóp A (n=ll) greinda 1971-1977 og hóp B (n=46) greinda 1978-1995. Ástæðan fyrir þessari skipt- ingu var sú að meðferð sjúklinga með sjúk- dóminn breyttist upp úr 1978 með tilkomu krabbameinslyfsins cisplatín. Öll vefjasýnin voru endurmetin af meinafræðingi og vafatil- felli metin með sérlitunum og ónæmisvefjalit- unum (immunohistochemistry). Áætluð voru hlutföll hverrar meingerðar fyrir sig í blönduð- um æxlum. Flokkunarkerfi WHO, eftir Most- ofi og samstarfsmenn frá 1977 fyrir illkynja æxli í eistum, var haft til hliðsjónar (8). Úr sjúkraskrám fengust upplýsingar um ald- ur og greiningarár. Út frá þeim upplýsingum var reiknað aldursstaðlað nýgengi á rannsókn- artímabilinu. Einnig var kannað með hvaða hætti sjúklingarnir greindust, einkenni við greiningu og hversu langur tími leið frá því fyrstu einkenni gerðu vart við sig uns greining var fengin. Farið var yfir myndgreiningarað- ferðir sem leiddu til greiningar frumæxlis og meinvarpa, dreifingu meinvarpa til líffæra og mesta þvermál frumæxlis. Mælingar á æxlisvís- um (Alfa Fetoproten (AFP) og Beta-Human Chorionic Gonadotropin (B-HCG)) voru sér- staklega athugaðar en í ljós kom að þær hafa ekki verið framkvæmdar nógu markvisst nema síðustu ár. Af þessum sökum voru þær ekki notaðar í rannsókninni. Við stigun sjúkdóms- ins var notað endurbætt stigunarkerfi kennt við Boden og Gibb sem byggir á klínískum rann- sóknum við fyrstu greiningu sjúkdóms (tafla I) (9). Áhrif æxlisvaxtar gegnum hýði (tunica al- buginea), stærðar æxlis og vaxtar í æðar voru athuguð með tilliti til stigs og horfa. Lífshorfur sjúklinganna voru reiknaðar með Kaplan- Meier aðferð (10) en um er að ræða hráar tölur (crude/absolute probability of survival) og miðast útreikningar við 31. desember 1995. Loks var kannað hvaða meðferð sjúklingarnir fengu. Við tölfræðilega útreikninga var beitt kí- kvaðratsprófi og t-prófi. Breytingar á nýgengi voru reiknaðar með svokölluðu »time-trend« prófi (11). Tölfræðileg marktækni miðast við p-gildi <0,05. Gefin eru upp meðaltöl og staðalfrávik. Niðurstöður Aldursstaðlað nýgengi fyrir frjófrumuæxli önnur en sáðkrabbamein á öllu rannsóknar- tímabilinu var 1,8 fyrir 100.000 karla á ári og ekki varð marktæk aukning á því (tafla II). Aldursdreifing er sýnd á mynd 1. Þar sést að þetta er fyrst og fremst sjúkdómur yngri karla, en 84% greinast á aldrinum 17-35 ára. Meðal- aldur fyrir hópinn í heild var 29,1 ár (staðalfrá- vik 8,1 ár) með aldursbili 17-52 ár, 28,1 ár fyrir hóp A (staðalfrávik 7,8 ár) og 29,3 ár fyrir hóp B (staðalfrávik 8,3 ár) (p> 0,1). Alls greindust 57 karlmenn á tímabilinu. Einkenni koma fram í töflu III. Fyrirferð og verkir í eista eru langalgengustu einkennin. Þrjátíu og einn (54%) höfðu fyrirferð með verkjum en 22 (39%) fyrirferð án verkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.