Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 46
512
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Ómskoðanir við skurðaðgerðir
Notkun ómunar sem grein-
ingartækis við skurðaðgerðir
hefur aukist síðustu ár. Hér er
um að ræða ómskoðanir í opn-
um aðgerðum en einnig óm-
skoðanir við kögunaraðgerðir.
Kögunarómun er nýjung sem er
að ryðja sér til rúms en er enn
ekki komin í almenna notkun.
Kostir ómskoðunar í aðgerð
umfram myndgreiningarrann-
sóknir fyrir aðgerð eru meðal
annars að myndgæði hennar eru
að jafnaði betri. Við hefð-
bundna ómun utan kviðveggjar
takmarkast sýn vegna þarma-
lofts ogbeina. Fita og aðrirvefir
í kviðveggnum spilla oft fyrir. I
aðgerðarómun er ómhausinn
lagður beint á líffærið sem á að
skoða og því hafa þessir þættir
ekki áhrif á myndgæðin. Fjar-
lægðin til líffærisins sem skoða á
er minni en við hefðbundna
ómun sem gerir kleift að nota
hljóðbylgjur með hærri tíðni en
ella, en hærri tíðni gefur meiri
upplausn og betri myndgæði.
Nálægðin veldur því að tak-
markað gegnumdrægi, sem er
fylgifiskur hárrar tíðni, kemur
ekki að sök.
Með ómrannsókn í aðgerð er
hægt að greina breytingar sem
ekki hafa sést við rannsóknir
fyrir aðgerð. Breytingar sem
ekki sjást eða þreifast í sjálfri
aðgerðinni verða oft sýnilegar
við ómun. Oft má meta eðli
breytinga svo sem hvort um
blöðru eða gegnheila fyrirferð
er að ræða og hvort hún sé æða-
rík eða -snauð. Hægt er að meta
nálægð æxlis við æðar, ganga og
aðliggjandi líffæri og hvort um
ífarandi vöxt sé að ræða. Allt
þetta getur haft afgerandi áhrif
á ákvarðanatöku í aðgerð.
Ómrannsóknir við opnar
skurðaðgerðir hafa verið fram-
kvæmdar um allnokkurt skeið
eða frá byrjun áttunda áratugar-
ins og notkun þessarar tækni
eykst. Ómhausar til notkunar í
aðgerðum eru frábrugðnir hefð-
bundnum ómhausum að því
leyti að þeir eru minni og þannig
lagaðir að hægt er að smeygja
þeim inn í þröng holrúm til
dæmis milli lifrar og þindar.
Ómun í opnum aðgerðum er
aðallega notuð við stigun ill-
kynja æxla og til að ákvarða
staðsetningu þeirra fyrir brott-
nám. Hér má nefna mat á lifrar-
krabbameinum og meinvörpum
í lifur, staðsetningu og dreifingu
heilaæxla, staðsetningu inn-
kirtlaæxla í brisi og mat á nýrna-
krabbameinum fyrir hluta
nýrnaúrnáms. Af öðrum ábend-
ingum má nefna ómun í hjarta-
aðgerðum bæði fyrir mat á ósæð
og ástandi hjarta.
Alls kyns aðgerðir með hjálp
kögunar verða sífellt algengari.
Við kögun blasir yfirborð líffær-
anna við sjónum og greina má
yfirborðslægar breytingar eða
stærri fyrirferðir, en skurðlækn-
irinn getur ekki gert sér grein
fyrir ástandi þeirra með þreif-
ingu á sama hátt og við opnar
aðgerðir. Ómun í kögunarað-
gerðum er nýjung sem upphefur
að nokkru leyti þessa takmörk-
un kögunaraðgerða og á því án
efa mikla framtíð fyrir sér.
Við kögunarómun eru notað-
ir sérstakir ómkannar sem færð-
ir eru inn í kviðarholið gegnum
10-12 mm port. Um er að ræða
langa granna ómhausa með
stýranlegum enda. Auk þess að
greina sjúklegar breytingar er
hægt að nota ómunina til að
stýra sýnatöku úr kviðarholslíf-
færum. Einnig er mögulegt að
nota þessa tækni til að stýra
staðbundinni meðferð við æxlis-
vexti þar sem notuð er alkóhól
innspýting, kuldameðferð
(cryotherapy) eða leysi hita-
meðferð (interstitial laser hyp-
erthermy). Ómun í kögunarað-
gerðum verður að öllum líkind-
um fyrst og fremst notuð við
stigun illkynja æxla og við mat á
gallgöngum við gallblöðrutök-
ur. Abending getur verið fyrir
kögun með ómun í flestum ill-
kynja æxlum sem tengjast efri
meltingarvegi þar með talin lifr-
arfrumuæxli, lifrarmeinvörp,
gallgangar og briskirtilskrabba-
mein þar sem ekki hefur verið
sýnt fram á dreifingu æxlis með
öðrum aðferðum. Kögunaróm-
unin getur metið stækkaðar
eitlastöðvar, meinvörp í lifur og
staðbundna dreifingu æxla af
meiri nákvæmni en hefðbundn-
ar rannsóknir fyrir aðgerð geta
gert.
Það krefst töluverðrar æfing-
ar að ná tökum á ómun og hlýt-
ur þetta einnig að eiga við óm-
anir á aðgerðarstofum þótt þar
séu viðfangsefnin oft afmark-
aðri en við hefðbundnar óm-
skoðanir. Skurðlæknar hljóta
að koma að þessum rannsókn-
um og verða þeir því að afla sér
grunnþjálfunar í ómtækni og
hafa nána samvinnu um þær við
myndgreinjngarlækna.
Aukin samvinna milli sér-
greina er vaxandi nauðsyn. í
mörgum tilfellum skarast nú
starfssvið sérgreina meir en
áður svo sem í kviðarholsað-
gerðum og -rannsóknum, inn-
anæðaaðgerðum og rannsókn-
arinngripum. Líffæra- og sjúk-