Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 22
488
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
12 3 4 5
Fig. 1. DNA Mnll restriction analysis of amplified exon 10 of the factor V
gene for detection of the FVQ506 mutation. The marker in lane 1 is a HaeIII
digest of <ÞX174 DNA. In lanes 2 and 5 are samples from homozygous
normal individuals, wheras heterozygous carriers of FVQ506 are shown in
lane 3 and 4.
til 88 ára (meðalaldur 44,6 ár) og 33
karlmönnum á aldrinum 19 til 78 ára
(meðalaldur 52,4 ár). Ekki var gerð
sérstök sundurliðun á orsökum
bláæðasega þessara sjúklinga og ætt-
arsaga þeirra var ekki athuguð kerfis-
bundið.
Arfgerðargreining: Erfðaefnið var
einangrað úr hvítum blóðkornum í
bláæðablóði sjúklinga og heilbrigðra
eins og áður hefur verið lýst (14). Við
arfgerðargreiningu á FVQ506 var 267
basapara (bp) kjarnsýrubútur fjöl-
faldaður með fjölliðunarhvarfi, en
hann inniheldur útröð 10 í geni FV.
Fákirnin 5'-GGAACAACACCAT-
GATCAGAGCA-3' og 5'-TAGCC-
AGGAGACCTAACATGTTC-'
1 2 3 4 5 6
Fig. 2. DNA Hindlll restriction analysis of exon 14 and the
3’-untranslated region of the prothrombin gene for detection
of the PT 20210 A mutation. The marker in lane 1 is a HaelU
digest of d>X174 DNA. In lanes 2,3,4 and 6 are samples from
homozygous normal individuais, wheras heterozygous carr-
ier of PT 20210 A is shown in Iane 5.
(MJ Research, Inc, San Fransisco). Önnur
hvarfefni, svo sem agarósa, litarefni og sölt,
voru fengin frá Medprobe AS (Osló) og Merck
(Darmstadt).
Úrtak: Bláæðablóði var safnað úr heilbrigð-
um blóðgjöfum í Blóðbanka íslands og úr
starfsfólki Sjúkrahúss Reykjavíkur. Nafn og
kennitala blóðgjafa voru tekin af blóðsýnum.
Sýnum var einnig safnað úr sjúklingum með
sögu um bláæðasega, 66 konum á aldrinum 11
voru notuð við hvarfið og 40 hringir endur-
teknir við hitastigin 93°C, 55°C og 72°C eins og
áður hefur verið lýst (15). 267 bp búturinn var
klipptur með skerðiensíminu M/i/I og skerði-
bútabreytileiki greindur með rafdrætti í 4%
agarósu geli. Eðlilegir einstaklingar hafa
skerðibúta sem eru 157, 93 og 37 bp að lengd,
einstaklingar,sem eru arfblendnir með tilliti til
FVqj06, 157, 130, 93 og 37 bp og arfhreinir
FVQ506 einstaklingar 157 og 130 bp.
Við arfgerðargreiningu á PT 20210 A var 345
bp kjarnsýrubútur fjölfaldaður sem inniheldur
hluta útraðar 14 prótrombín gens. Fákirnin
'5-TCTAGAAACAGTTGCCTGGC-3' og
5' - ATAGC ACTGGG AGCATTG A A GC-3'
voru notuð við fjölliðunarhvarfið (A , sem er
ekki í eðlilegu prótrombín geni, er þvingað inn
í kjarnsýrubútinn til að skapa skerðistað fyrir
Hindlll ef stökkbreyting er til staðar) og 40
hringir endurteknir við hitastigin 93°C, 56°C og
72°C eins og áður hefur verið lýst (12). 345 bp
búturinn var klipptur með skerðiensíminu
Hindlll og skerðibútabreytileiki greindur með
rafdrætti í 4% agarósu geli. Eðlilegir einstak-
lingar hafa engan HindlU skerðistað í basaröð-
inni og því er lengd hennar við rafdrátt óbreytt
eða 345 bp, einstaklingar sem eru arfblendnir
með tilliti til PT 20210 A hafa 345 bp bútinn og
tvo til viðbótar sem eru 322 og 23 bp, og arf-
hreinir PT 20210 A einstaklingar hafa tvo
skerðibúta sem eru 322 og 23 bp.
Tölfræði: Hardy-Weinberg lögmál og kí-
kvaðratspróf var notað til að meta marktækni á
dreifingu arfgerða milli heilbrigðra og sjúk-
linga með bláæðasega.