Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 12
480
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Fimm (9%) sjúklingar höfðu einkenni mein-
varpa og þá oftast kviðverki vegna eitlamein-
varpa í aftanskinurými (retroperitoneum) en
einn hafði einkenni frá meinvörpum í lungum
og brjósthimnu (pleura). Einn sjúklingur á stigi
I hafði eymsli í brjóstum vegna brjóstakirtils-
stækkunar (gynecomastia).
Mynd 2 sýnir tímalengd frá upphafi ein-
kenna til greiningar. Flestir (46%) höfðu ein-
kenni á bilinu frá tveimur vikum til tveggja
rnánaða fyrir greiningu en rúmlega 5% greind-
ust innan tveggja vikna og 19% eftir lengri tíma
en sex mánuði. Ekki var marktækur munur á
tímalengd einkenna milli hópa A og B, en allir
greindir innan tveggja vikna voru úr hópi B.
Meðalþvermál æxlanna var 4,3 cm (staðal-
frávik 2,1 cm, bil 1-12 cm ) en upplýsingar um
stærð vantaði hjá fimm sjúklingum. I hópi A
voru æxlin 3,5 cm að þvermáli (staðalfrávik 1,4
cm) en 4,3 cm í hópi B (staðalfrávik 2,2 cm)
(p>0,l). Sömuleiðis reyndist ekki vera mark-
tækur nrunur á fjölda æxla í hægra eista (n=35)
og vinstra (n=22) (p>0,l). Ekki fannst laun-
eista (cryptorchismus) í þessari rannsókn.
Vefjagerð æxlanna er sýnd í töflu IV. I flest-
um tilvikum var um að ræða fósturvísiskrabba-
mein (44%) og fjölkímskrabbamein (39%).
Aðrar æxlisgerðir voru sjaldgæfari.
Æxlisvöxtur í gegnum hýði, stærð æxlis eða
vöxtur í æðar höfðu ekki marktæk tengsl við
verri horfur eða hærra stig.
Tafla V sýnir þær rannsóknir, sem beitt var á
fyrra 10 ára tímabili borið saman við síðara 15
ára tímabil, til stigunar á sjúkdómi fyrir með-
Fig. 1. Age distribution for men diagnosed \vith non-semin-
oma in Iceland from 1971-1995 (n=57).
Fig. 2. Duration of symptoms for patients diagnosed with
non-seminoma in Iceland 1971-1995 (n=57).
Table IV. Histopathologic types for non-seminomas diagnosed in Iceland in two periods, 1971-1977 (n=H) and 1978-1995
(n=46).
Type 1971-1977 n (%) 1978 n -1995 (%> 1971 n -1995 <%)
Embryonal carcinoma 5 (45) 20 (43) 25 (44)
Teratocarcinoma 6 (55) 16 (35) 22 (39)
Teratoma 0 ( 0) 3 ( 7) 3 ( 5)
Choriocarcinoma 0 ( 0) 5 (11) 5 ( 9)
Yolk sac 0 ( 0) 2 ( 4) 2 ( 3)
Table V. Investigations used for staging non-seminomas in lceland in two, 10 and 15 years, periods from 1971-1995 (n=57).
1971 n -1980 <%) 1981 n -1995 <%) 1971 n -1995 (%>
Chest X-ray 18 (100) 39 (100) 57 (100)
Lymphangiography 5 (28) 9 (23) 14 (25)
Abdominal CT 1 (6) 37 (95) 38 (67)
Abdominal US 3 (17) 25 (66) 28 (50)