Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 42
508 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 færri á íslandi en í nágrannalöndunum (23). Það hefur verið talið vera vegna lítils þunga- iðnaðar og einnig vegna þess að gas og olía eru ekki notuð til húshitunar. Einungis þrír sjúk- lingar létust á Landspítalanum vegna bruna- sára á því tímabili sem við skoðuðum sem þýðir að dánartíðni innlagðra er rúmlega 1%. Er það lægra miðað við fyrra uppgjör og í samræmi við það að dánartíðni vegna brunaslysa hefur farið lækkandi á íslandi á síðastliðnum árum (14,23). Ekki kom á óvart að ekki skyldu fleiri hafa verið lagðir inn vegna brunasára á önnur sjúkrahús Stór-Reykjavíkursvæðisins. Öllum sjúklingum sem ekki höfðu önnur vandamál var vísað á brunamiðstöðina á Landspítalnum. Almennt voru sömu venjur viðhafðar á FSA og nær öllum með alvarlega brunaáverka vísað á Landspítalann. Á FSA voru sjúklingar, sem oft voru börn með lítilsháttar áverka, oft skráðir inn á sjúkrahúsið en útskrifaðir innan sólar- hrings. Reikna má með að þessir sjúklingar hefðu einungis fengið fyrstu meðferð á bráða- móttökum sjúkrahúsa Reykjavíkur en að henni lokinni verið vísað heim. Meðalfjöldi legudaga var svipaður í okkar niðurstöðum og í fyrra uppgjöri frá Landspítal- anum (14). Helsta orsök þess að legutími lengdist voru sýkingar í sárunum sjálfum og blóðsýkingar. Legutími hefur verið að styttast alnrennt í heiminum vegna brunasára. Okkar niðurstöður benda til að almennt séð liggja brunasjúklingar ekki lengur inni á Landspítal- anum en á erlendum brunamiðstöðvum (19). Fyrirbyggjandi aðgerðir: Mögulegt ætti að vera að fyrirbyggja mikinn hluta þeirra bruna- slysa sem verða inni á heimilum af völdum heitra vökva. Líklega er erfiðara að minnka tíðni vinnuslysa sem leiða til brunasára. For- varnir ættu að beinast sérstaklega að yngri kyn- slóðinni þar sem brunaáverkar vegna hita- veituvatns og annarra heitra vökva valda mest- urn skaða hjá þeim aldurshópi (25). Mælt hefur verið með aukinni fræðslu til foreldra og hefur slíkt sums staðar borið ágætan árangur í ná- grannalöndum okkar (17,26). Þrátt fyrir að brunaslys af völdum hitaveituvatns séu ekki séríslenskt vandamál virðast þau vera talsvert algengari en erlendis. Rannsóknir hafa sýnt að alvarleiki slíkra brunasára fer eftir hitastigi vatnsins og einnig hve lengi vatnið er í snert- ingu við húð. Vatn sem er 70°C heitt veldur brunasári eftir 1 sekúndu, 54°C heitt vatn eftir 30 sekúndur og 53°C heitt vatn eftir eina mín- útu (27). Ekki hefur verið gerð athugun á hitastigi hitaveituvatns úr krönum á íslenskum heimil- um en það er talið liggja á bilinu 70-75°C. Erlendis hefur komið í ljós að venjulega veit heimilisfólk ekki hve vatn þarf að vera heitt til að valda skaða og ekki heldur hve heitt vatnið er sem kemur úr krananum (25). Auk fræðslu hefur erlendis einnig verið mælt með lögleið- ingu hámarkshitastigs fyrir vatn til nota á heimilum en engar reglugerðir eru til um slíkt hér á landi. Slík lögleiðing hefur verið tekin upp sums staðar í Bandaríkjunum (16,25,26,28). Mælt hefur verið með að ekki komi heitara vatn úr krönum en 52-54°C (16,25). Árið 1983 gengu í gildi lög í Washing- tonfylki í Bandaríkunum sem áttu að koma í veg fyrir að heitt vatn úr krönum gæti orðið heitara en 49°C. Þetta auk fræðsluátaks leiddi til þess að innlögnum sjúklinga með brunasár eftir kranavatn fækkaði um meira en helming frá því sem var áður en lögin voru sett. Auk heldur kom í ljós að þessi takmörkun hindraði ekki heimilisstörf og olli ekki óþægindum fyrir heimilisfólk (28). Hér á landi væri mögulegt að lögleiða blöndunartæki með heitavatnslás þannig að vatn úr krönum væri ekki heitara en 52°C. Slík lögleiðing auk fræðslu almennings um umgengni við þessa náttúruafurð okkar ætti að leiða til fækkunar brunaslysa af völdum hitaveituvatns og lækka þar með kostnað við umönnun þessara sjúklinga sem engum dylst að er mikill (21,22). Mögulegt ætti að vera að draga úr tíðni brunaslysa hér á landi með auknum forvörn- um. Auka mætti fræðslu og útbreiðslu heita- vatnslása. Banna mætti með lagasetningu sölu blöndunartækja sem ekki hafa heitavatnslása sem hindra að kranavatn verði heitara en 52- 54°C. Slíkar lagasetningar hafa gefið góða raun erlendis. Þar sem erlendir ferðamenn brennast fyrst og fremst á hverasvæðum þarf að auka leiðbeiningar til þeirra þar sem hætta þessi get- ur skapast. HEIMILDIR 1. Curreri PW. Burn injury. CUTIS (editorial) 1978; 22: 394-5. 2. Katcher ML. Scald burns from hot tap water. JAMA 1981; 246: 1219-22. 3. Chatterjee BF, Barancik JI. Fratianne RB, Waltz RC, Fife D. Northeastern Ohio Trauma Study: V. Burn In- jury. J Trauma 1986; 26: 844—7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.