Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 14
482 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Tveir sjúklingar í hópi B hafa látist. Annar greindist 1984 með fjölkímskrabbamein á stigi I. Æxlisvísar voru nokkuð hækkaðir fyrir að- gerð (AFP = 4800) og einnig eftir (AFP = 990), fékk hann því til viðbótar fjöllyfjameð- ferð með cisplatíni og urðu æxlisvísar eðlilegir. Fimmtán mánuðum eftir greiningu byrjuðu verkir í baki og fundust meinvörp í hrygg. Hann fékk lyfja- og geislameðferð til viðbótar og taldist hann læknaður. Brátt hvítkyrninga- hvítblæði greindist síðan 1988, rúmlega tveim- ur árum eftir að hann lauk meðferðinni, og lést hann árið 1990. Krufning var ekki framkvæmd, en myndgreiningarrannsóknir og æxlisvísar fyrir andlát sýndu engin merki um upphaflegan sjúkdóm. Hinn sjúklingurinn greindist með fjölkíms- krabbamein árið 1994. Hann hafði við grein- ingu sjúkdóm á stigi III, með 12 cm æxli í eista og með eitlameinvörp í miðmæti. Hann reynd- ist með sjúkdóm sem lét ekki undan fjöllyfja- meðferð með cisplatíni, opinni aðgerð til að minnka æxlismassa og geislun á æxlið. Hann greindist skömmu eftir lok meðferðar með meinvörp í lifur og lést 12 mánuðum eftir grein- ingu. Untræða Hlutfall sáðkrabbameins og annarra frjó- frumuæxla í eistum virðist svipað hér á landi (47%) og í flestum Evrópulöndum og Banda- ríkjunum (12,13). Líkt og fyrir sáðkrabbantein sem hafa heldur hærra nýgengi eða í kringum 2,0 á móti 1,8 á 100.000 íbúa (7) er nýgengi annarra frjófrumuæxla mun lægra á Islandi en í Danmörku og Noregi (12-14), hærra en í Finn- landi (2) en svipað og í Bandaríkjunum (13). Nýgengi virðist breytilegt eftir löndum og tímabilum, eins og rannsókn á sáðkrabbameini á íslandi virðist styðja. Þó virðist vera tilhneig- ing til aukningar á nýgengi eistakrabbameins og þá ekki síður á þessum flokki, til dæmis í Danmörku og Bretlandi (15). Ekki virðist hafa orðið aukning í nýgengi sjúkdómsins á rann- sóknartímabilinu líkt og flest virðist benda til með sáðkrabbamein hér á landi (7). Sjúklingar í þessari rannsókn eru rúmlega sjö árum yngri að meðaltali (29,1 ár) en þeir sem greindust með sáðkrabbamein (36,6 ár) hér á landi á árunum 1971-1990. Flestir greinast á aldrinunt 25-29 ára sem er sambærileg ald- ursdreifing og í öðrum rannsóknum (2,13,16). Ekkert barn greindist með þessa gerð æxla en yngsti sjúklingurinn var 17 ára sem er svipað og sést erlendis (17). í sáðkrabbameinsrannsókn- inni (7) sást ákveðin tilhneiging til lækkandi meðalaldurs en ekki verður séð að sama eigi við um önnur frjófrumuæxli hér á landi. Varðandi orsakir þessa sjúkdóms er mjög lítið vitað líkt og um sáðkrabbamein (7). Laun- eista hefur verið tengt við aukna áhættu á krabbameini í eista. Algengi launeista er um það bil 8% í erlendum rannsóknum (18), eng- inn hafði launeista í okkar rannsókn en einn í sáðkrabbameinsrannsókninni (7). Algengasta einkennið í þessum sjúklinga- hópi er fyrirferð með verkjum og/eða þyngsla- tilfinningu (54%). í öðrum rannsóknum er verkjalaus fyrirferð algengust (12,13,19) og verkir og/eða þyngslatilfinning er því algengari í þessari rannsókn (56% miðað við 30-46%) (12,13,19). Þetta skýrist líklega fyrst og fremst af mismunandi skráningu, því oft er einungis talað um þyngslatilfinningu í eistanu en ekki verk. Enginn fannst fyrir tilviljun við læknis- skoðun en fimm höfðu einkenni vegna mein- varpa (9%) sem er sambærilegt við aðrar rann- sóknir (13). Stærð æxlanna í rannsókninni var að meðal- tali um 4 cm sem er sambærilegt við aðrar rannsóknir (19). Stærsta æxlið reyndist 12 cm en sá sjúklingur hafði haft einkenni í meira en sex mánuði og lést síðar úr sjúkdómnum. Flest- ir, eða tæplega helmingur sjúklinganna (46%), fundu fyrir einkennum í hálfan til tvo mánuði áður en þeir greindust og aðeins 5% greindust innan tveggja vikna. Þessi töf á greiningu er sambærileg við erlendar rannsóknir (1,4,20). Vefjagerð í okkar rannsókn er svipuð þeirri sem kom fram í eldri íslenskri rannsókn á eista- æxlum (16). Miðað við erlendar rannsóknir virðast fósturvísiskrabbamein heldur algengari hér á landi (13). í þessu sambandi er þó rétt að nefna að í eldri greinum er stuðst við ólík kerfi við flokkun þessara æxla. í þessari rannsókn voru öll æxlin flokkuð að nýju samkvæmt nýj- ustu skilmerkjum og eldri vafatilfelli metin með nýjum litunaraðferðum. Algengara er að þessi æxli greinist í hægra eista og er nánast sama hlutfall hjá okkur og í eldri íslensku rannsókninni (16,13). Hins vegar fannst ekkert æxli í báðum eistum en slíkt sést yfirleitt í 2-3% tilfella (13). Við greiningu voru 51% sjúklinganna á stigi 1 og því með staðbundinn sjúkdóm. í norskri og finnskri rannsókn var þetta hlutfall 49% og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.