Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 6
474 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83: 474-5 Ritstjórnargrein Er stríðinu lokið? Samkomulag tóbaksframleiðenda og 39 sak- sóknara og ríkja í Bandaríkjunum markar söguleg tímamót í baráttunni gegn tóbaki. Tekist er hins vegar á um það hvort tóbaksfyr- irtækin hafi sloppið of auðveldlega, hvort stríð- inu við tóbaksrisana sé lokið eða hvort það sé rétt að byrja. Þetta samkomulag gengur í aðalatriðum út á , það að tóbaksframleiðendur greiða 26.000 milljarða íslenskra króna í skaðabætur vegna heilsutjóns og aukins kostnaðar heilbrigðis- kerfisins vegna tóbaksneyslu. Málsóknir á hendur risunum verða þá að mestu úr sögunni. Á hverju ári verður 350 milljörðum varið í skaðabætur vegna heilsutjóns og dauða af völdum tóbaksnotkunar. Um 350 milljarðar fara til að bæta kostnaðaraukningu heilbrigðis- kerfisins. Rúmlega 100 milljarðar fara til að fjármagna opinberar tóbaksvarnir, rannsóknir á fíkn og til að bæta íþróttum tekjutap vegna tóbaksauglýsingabanns. Að lokum fara 100 milljarðar árlega til að hjálpa fólki að hætta að reykja. Fyrirtækin borga því tóbaksvarnir, tóbaks- sjálfsalar verða bannaðir, tóbak fer úr hillum verslana á bak við afgreiðsluborð, allar auglýs- ingar utandyra verða bannaðar, svarthvítar auglýsingar leyfðar inni og Marlboro Man og Joe Camel eru bannaðir. Auglýsingar beinar eða óbeinar í kvikmyndum, á fatnaði, skóm og öðru ámóta, allt slíkt verður bannað. FDA, Fæðu- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, fær fullt leyfi til að takmarka öll efni í tóbaki að sínum vilja. FDA má því draga úr nikótín- magni í tóbaki og banna það árið 2009. FDA getur krafist innihaldslýsingar á hvem pakka. Varnarmerkingar fara á hvern pakka. Reyk- ingar á opinberum stofnunum, vinnustöðum og skyndibitastöðum eru bannaðar. Samkomulagið nær sérstaklega til reykinga barna og unglinga. Fyrirtækin leggja af áróður sem beint er að börnum og koma til með að sæta sektum ef vissum markmiðum er ekki náð. Það er vissulega rétt að mikið af því sem kemur hér fram hefur verið fyrir hendi í ís- lenskum lögum. En það er eitt að hafa lög og annað að fá þeim framfylgt. Barátta fyrir tó- baksvörnum hér á landi að undanförnu hefur einkennst af því að innflytjendur og þar með tóbaksrisarnir hafa beitt lögfræðingum til að koma afurðum sínum framhjá innflutningstak- mörkun ÁTVR. Þeir hinir sömu beita enn- fremur samkeppnisráði fyrir sig til að lækka verð á tóbaki til verslana. Þessu hvoru tveggja verður að linna og það strax. Fyrir liggur viður- kenning tóbaksfyrirtækja á skaðsemi og ávana- hættu af tóbaki. Frekari innflutning á nýjum tóbakstegundum ætti því að stöðva strax. Þeir framleiðendur sem voru á markaðnum áður en þessi viðurkenning lá opinberlega fyrir verða þar áfram, en þeir sem banka nú upp á, einn af stóru risunum, ættu ekki að fá leyfi til að koma með afurð, sem þeir hafa viðurkennt að sé skaðleg, inn á okkar markað. Samkeppnisráð verður að endurskoða af- stöðu sína. Nýlegur úrskurður ráðsins krefst þess að ÁTVR gefi verslunum magnkaupsaf- slátt. Tóbak er ekki venjuleg vara og á ekki að meðhöndla eins og venjulega vöru. Firring ráðsmanna kemur vel fram í því að í úrskurði sínum tala þeir sjaldnast um tóbak heldur bara vöru. Úrskurði samkeppnisráðs verður að áfrýja ef það tekur hann ekki upp að nýju. Ég vildi ætla að einstaklingar sem sitja í ráðinu fylgist með fréttum og átti sig á því að lögfræð- ingar tóbaksfyrirtækjanna hér á landi hafa plat- að þá upp úr skónum. Viðurkenning tóbaksfyrirtækjanna á því að nikótín sé fíkniefni er mikilvæg. Unnið verður að því á öllum vígstöðum að takmarka, draga úr og banna nikótín í tóbaksafurðum. Þetta mun draga úr áhuga fólks á reykingum, því það fær ekkert út úr þeim lengur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.