Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 525 HeimspekLhugan^ EÖH hugans [ Hugur og vélar | Efili sjálfsins Visvitund Hugur og likami [^ekking^áJujganum|J Eigin hugur —< i c Meövitund [ Hvaö er í huganum? || Hu ghrlf Viljaástand Tilfinningar Geðbrigöi Lyndi I____________________________I Skemmtan athafna Fynrmyndin cr i Thc Oxford Compamon lo Philosophy O Oxford Untvenny Preu 1995 Bm mcð Viljinn Heimspeki Frelsi eöa forákvöröun? sem í vœndum er. Ferli skynjun- ar, þekkingaröflunar, íhugunar, minnis, tilfinninga og skynsam- legs atferlis eru þau helztu sem einkenna hugarstarfið. Innihald hugans er breytilegt í samrœmi við reynzlu einstaklingsins. Heimspeki hugans Þar sem nú eru í fyrsta sinn í alþjóðlega flokkunarkerfinu, ICD, sett fram greiningarskil- merki fyrir geð- og atferlisrask- anir, þótti rétt að íslenzka skil- greiningar á helztu hugtökum sem koma fyrir í textanum. Áður var að því vikið að sál- fræðin hefði í byrjun verið hluti heimspekinnar og það er raunar orð að sönnu enn í dag. Á skem- anu, sem hér fylgir, má sjá hverjum augum heimspekin lít- ur sálfræðina og hver innbyrðis afstaða hugtakanna er. Hvað er í huganum? Ur myndinni hafa verið felld ýmis verkefni sem tengjast heimspeki hugans, þar á meðal frumspeki, heimspeki sál- fræðinnar, heimspeki vísind- anna, sálfræði, siðfræði, stýri- fræði, taugavísindi, upplýsinga- fræði, vitsmunafræði og þekkingarfræði. í myndtextan- um eru það einkum fjögur hug- tök, sem þarf að skilgreina, en það eru hughrif, tilfinningar, geðbrigði og lyndi. Hughrif (e. affect) eru með- vita blœr sem fylgir hugmynd eða svörun við áreiti og þar und- ir flokkast tilfinningar, geð- brigði og lyndi. Hugtakið er þannig notað til þess að vísa til ytri birtingar ásamt innri kennd- um. Tilfinningar (e. feelings) eru huglœgt reynzluhorf í vitund um eigið lyndi og tilgreinda geð- brigðasvörun. Með öðrum orð- um sagt eru þœr hœfileikinn til þess að skynja ástandið sem ánægjulegt eða hið gagnstœða. Geðbrigði (e. emotions) eru sterkar tilfinningar, örvað hug- arástand eða áköf hvöt, sem beinist að ákveðnum hlut. Pau birtast í breytingu á atferli, sál- rœnum breytingum og samfar- andi birtingu í sjálfvirkakerfi, til þess að undirbúa líkamann þann veg, að hannfái svarað ytri aðstœðum. Þetta eru flóknar svaranir allrar lífverunnar og koma oft við skyndilegar breyt- ingar á félagslegum aðstæðum og ná til víðtœkra breytinga á líkamsstarfseminni, svo sem til hjartsláttar, öndunar og inn- kirtlaseytingar. Geðbrigðin auðkennast af sterkum tilfinn- ingum, spennu, œsingi og upp- námi. Lyndi (e. mood) er gagntœk, langvarandi innri tilfinning og ef hún fer úrskeiðis getur hún haft áhrif á öll horf atferlis og störf einstaklingsins, á persónuleika hans og á skynjun hans á ytri atburðum. Lokaorð Hér er ástæða til þess að benda á það, að í ICD 10 eru hughrif og lyndi lögð að jöfnu samanber það að affective dis- order = mood disorder = lynd- isröskun. I sumum geðröskunum eru orsakirnar eða sjúklegu ferlarn- ir þekkt. Þannig hafa fundizt þættir í vefænum geðröskunum sem eru nauðsynlegir til þess að þróa og viðhalda röskunum. Hins vegar er hitt miklu algeng- ara að orsakirnar séu óþekktar. Meðan svo er verður að láta sér nægja að lýsa geðröskunum eins vel og kostur er. Er þá látið nægja að lýsa klínískum svip- kennum raskananna. Er þá greint frá sérkennandi einkenn- um, svipkennum og atferlis- teiknum, sem auðvelt er að bera kennsl á. Þar á meðal eru til dæmis vistarfirring, lyndistrufl- un eða skynhreyfiórói. Þegar talað er um geðröskun, ber alls ekki að skilja það svo, að hver röskun sé skýrt afmörk- uð eining. Þá ber og að varast að halda, að við flokkun geðrask- ana sé verið að draga fólk í dilka, því í rauninni er verið að flokka kvilla sem hrjá þetta fólk. Algengur misskilningur er einnig sá, að allir sem sagðir eru vera með sömu geðröskunina séu líkiríöllum aðalatriðum. Þó svo að fólkið, sem þannig er lýst, eigi greiningarsvipkenni röskunarinnar sameiginleg, get- ur það verið sundurleitt í öðrum atriðum og það getur haft áhrif á klínískan gang, meðferð og horfur. Örn Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.