Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 54
520 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Prófessor Ólafur Jensson 16. júní 1924 - 31. október 1996 Ég varð fyrir því láni fyrir 20 árum að kynnast Ólafi Jenssyni sem þá var forstöðumaður Blóðbankans. A þessum tíma var ég nýútskrifaður læknir og var að velta fyrir mér að leggja fyrir mig rannsóknarstörf innan læknisfræðinnar. Einn kennara minna úr læknadeild, Jónas Hallgrímsson, benti mér á að leita til Ólafs Jenssonar. Ólafur hafði þá ekki stöðu við lækna- deildina, en hafði aðstöðu til erfðarannsókna í kjallara Blóðbankans þar sem hann starfaði ásamt samstarfsmanni sínum, Alfreð Arnasyni, erfða- fræðingi. Vinna Ólafs og Al- freðs var á þessum árum besta rannsóknarvinna í læknisfræði sem fram fór á Landspítalalóð- inni. Blóðbankinn var á þessum tíma ákaflega skemmtilegur vinnustaður undir forystu Ólafs og ekki leið á löngu þar til Ólafi og Alfreð hafði tekist að smita mig af ólæknandi áhuga á mannerfðafræði. Ólafur átti auðvelt með að hvetja aðra því hann var óvenju bjartsýnn, hafði brennandi áhuga á verk- efnum sínum og beitti ríkri kímnigáfu sinni til þess að skapa spennandi andrúmsloft á vinnu- staðnum. Hann hafði sambönd út um allan heim og talaði við eða skrifaðist á við fræga vís- indamenn daglega. Þetta olli því að mér fannst eins og ég væri korninn í hringiðu hins alþjóð- lega vísindastarfs og var það áhugaverð breyting frá verunni í læknadeild háskólans sem var rekin eins og gamaldags em- bættismannaskóli án vísinda- Minning menningar eða vísindaáhuga. Við Ólafur urðum fljótt nánir vinir og hann aðstoðaði mig við að komast til náms erlendis. Hann var mér á vissan hátt eins og faðir, enda kallaði ég hann gjarnan Ólaf fóstra minn í sam- ræðum við vini mína. Eftir að ég settist að erlendis höfðum við Ólafur ávallt rnikið samband með heimsóknum og bréfaskriftum. Ég fékk reglu- lega stuttar skýrslur frá Ólafi um vísindastarfið í Blóðbank- anum og fylgdist því vel með hvað hann var að aðhafast heima á Fróni. Bréf Ólafs voru jafnan kærkomin því brennandi áhugi hans á starfinu hafði hvetjandi áhrif og oft voru þessi bréf krydduð margbreytilegri gamansemi. Náms- og starfsferill Ólafs var á margan hátt óvenjulegur. Hann fór til Bretlands í nám í blóðmeinafræði og dvaldi þar í tvö ár. Síðara árið vann hann að rannsóknarverkefni með pró- fessor John Dacie á Hammer- smith sjúkrahúsinu. Þetta ár varð honum lærdómsríkt og smitaði hann af vísindaáhugan- um sem hann hafði síðar ævi- langt. Þegar heim kom fékk hann ekki stöðu við sjúkrahúsin í Reykjavík og setti því á stofn rannsóknarstofu í blóðmeina- fræði, fyrst á Klapparstígnum og síðan í Domus Medica, sem hann rak í tvo áratugi með góð- urn árangri. Ólafur lét ekki fjár- skort á sig fá og beitti ímyndun- arafli sínu til þess að koma starf- seminni í gang. Hann bjó til hitabað úr ölkassa frá Agli Skallagrímssyni og sagði að merkasta vísindauppgötvun sín væri sú að „ölgerðin byggi til bestu rannsóknartækin". Upp úr 1960 fékk Ólafur mikinn áhuga á erfðafræði og fór aftur til Bretlands til þess að kynna sér litningarannsóknir. Þessi ferð var byrjunin á viðhalds- og símenntun Ólafs, sem átti eftir að einkenna starfsferil hans alla tíð. Hann var fyrsti íslenski læknirinn sem kynnti sér erfða- fræði til þess að greina og skilja eðli sjúkdóma. Ólafur hafði for- ystu um að greina legháls- krabbamein á byrjunarstigi og hefur sú starfsemi verið ein af mikilvægustu þáttum í starfi krabbameinsfélagsins. Hann var á þessum árum „praktíserandi læknir útí bæ“, en notaði frístundir sínar til þess að rannsaka arfgenga erfðagalla í íslendingum, mest blóðsjúk- dóma. Náði Ólafur síðar að birta fræðiritgerðir um rann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.