Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 58
524 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Iund —> geð, hugur lyndi —> geð, hugur sál: sála, önd —> andi, geð, hug- ur sefi —> hugur; sinna —» hugur sinni —> hugur, skap önd —> andardráttur —» líf —> andi, sál Soma, psyche og pneuma I fyrra bréfi sínu til Þessalón- íkumanna (Þess 5.23) talar Páll postuli um líkama, sál og anda og Passíusálmarnir hefjast á þessum orðum: Upp, upp mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með, hugur og tunga hjálpi til. Herrans pínu ég minnast vil. Spren Kierkegaard segir ang- istina tilheyra þremur sviðum, hinu holdlega, hinu sálarlega og hinu andlega eða með hans eig- in orðum .. det somatiske, det psykiske og det pneumat- iske ..Andlega samfélagið við postulann er augljóst. Tilvitnunin í Pál postula ber vitni grískum áhrifum og til Grikkja hefir hinn vestræni heimur sótt frumhugmyndir sín- ar um sálina. Þales í Míletus, sem var uppi fyrir um 2600 árum, er gjarnan talinn upphafsmaður grískrar heimspeki. Við getum borið Aristóteles fyrir því og hann segir að Þales hafi fyrstur orðið til þess að nefna frumefni al- heimsins, í lians tilviki vatnið. Ekki gekk Þales svo langt að greina milli efnis og lífs. Hins vegar var í augum Grikkja það efni, sem breyttist eða hreyfð- ist, lifandi og hafði sál (psyche), lífsmarkið, lífið sjálft. Það kem- ur ekki á óvart að Þales velur vatnið. Arfleifðin frá Babýlon og Egyptalandi sagði vatnið upphaf alls og Hómer hafði lýst því, að í hafinu væru allir hlutir skapaðir. Sálin, sem var ódauðleg, átti jafnvel að geta fært sig úr einum líkama í annan (metempsychos- is < meta: yfir- + empsychoein: gæða lífi < en: í + psyche: sál, líf), eins og fylgismenn Pýþa- górasar héldu fram. Fyrir hálfu þriðja árþúsundi varð Anaxagóras frá Klazom- ene í Litlu-Asíu fyrstur heim- spekinga til þess að setjast að í Aþenu. Hann setti fram megin- regluna um að hluti sálarinnar, hugurinn, sem hann nefndi nous, hafði vald yfir öllu því stóru og smáu sem líf býr í, enda er nous í öllum mönnum, dýrum og plöntum. Hann vann ekki að fullu úr hugtakinu og greindi ekki nægilega milli hins andlega og líkamlega, en tilgátan festi rætur og úr henni vann Arist- óteles þegar hann ritaði fyrsta kerfisbundna verkið um sálina, en það heitir einmitt því nafni, Perí psyches, og í latneskri þýð- ingu De Anima. Andi, hugur og sál Pneuma (samstofna við pneumon: lungu) merkir andi, vindur, loft og svarar því til latn- eska heitisins spiritus: andar- dráttur, andi < spirare: blása, anda. Sálin, psyche, fær hins vegar þau örlög við að færast úr grísku á latínu, að anima merkir jöfnum höndum andardrátt og sál. Animus fær merkinguna sálin sem setur skynseminnar, það er hugar, vitsmuna, minnis og vitundar. Animus rationis er hin rökvísa sál, hið andlega eða rökvísa frumatriði lífs í mannin- um. En animus getur einnig verið setur tilfinninga, það er hjartað, og nú erum við komin í samhljóminn með séra Hall- grími: ... „upp mitt hjarta og rómur með ...“ Að heilbrigð sál sé í hraustum líkama, mens sana in corpore sano, hafa menn haft fyrir satt að minnsta kosti frá dögum Rómverja og compos mentis merkti að viðkomandi væri heill á geðsmunum og non compos mentis að hann væri sturlaður. Mens er hins vegar ekki sálin öll fremur en gríska hliðstæðan nous og orðið getur einnig merkt andi, samanber mens leg- is: andi laganna. Þýðingin á „mens sana in cor- pore sano“ verður þó skiljan- legri, þegar höfð er hliðsjón af því sem Ásgeir Blöndal Magn- ússon segir í samheitaorðabók sinni, að það komi fram í ís- lenzku, nýnorsku og fleiri ger- mönskum málum að orðið hug- ur var einnig haft um sjálfstæða sál eða anda. Á ensku svarar mind til hugar og er orðið komið úr ME minde, mynde, OE (ge)mynde: minni. Lýsingarorðið er mental: hugrænn og í Orðabók Sörens Sörenssonar eru eftirfar- andi skýringar: 1 andlegur a. viðvíkjandi huganum eða hug- arstarfi b. greindar-, varðandi greind c. geðrænn 2 geðveikur 3 hugar-, sem fer einungis fram í huganum. Þar sem hugurinn er lykilhug- takið í þessari umræðu þarf að hafa upp á sæmilegum skilgrein- ingum sem falla að þessari um- ræðu. Hér koma tvær slíkar og er sú fyrri sótt í Dorland’s Illu- strated Medical Dictionary: Hugur hœfileiki eða staifheil- ans, sem veitir einstaklingunum vitund um umhverfi sitt og um það hvar þeir eru staddir í tíma og rúmi og vegna hans skynja þeir kenndir, geðbrigði og lang- anir og vegna hans eru þeirfærir um að einbeita sér, muna, álykta og ákvarða. Hin, sem er komin úr Churchill’s Medical Dictionary er á þessa leið: Hugur skipuleg heild sál- frœðilegra ferla og innihalds- þátta, sem gerir einstaklingnum fœrt að svara innra og ytra áreiti á samþœttan og virkan hátt og tengja núverandi svörun bœði því sem áður hefir gerzt og því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.