Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 44
510 LÆKNABLAÐIÐ 1997: 83 Umræða og fréttír Davíð O. Arnar, Ólafur Baldursson Sérfræðimenntun íslenskra lækna í Bandaríkjunum, hvert stefnir? Allflestir íslenskir læknar kjósa að afla sér frekari þekk- ingar í sérgreinum læknisfræð- innar að loknu kandídatsnámi. A Islandi er boðið upp á sér- fræðinám í nokkrum greinum, ýmist fullt nám eða að hluta. Algengast er að læknar fari utan til frekari þjálfunar eftir að hafa stundað sérnám á Islandi í eitt til tvö ár. Norðurlöndin, Bandaríkin, Bretland og Hol- land hafa til þessa verið algeng- ustu áfangastaðir. Þessi sókn ís- lenskra lækna í sérfræðiþjálfun til mismunandi landa hefur stuðlað að fjölbreyttri menntun og víðsýni sem talin er mikil- vægur styrkur læknisfræði á ís- landi. Margir íslenskir læknar hafa um árabil sótt framhaldsmennt- un til Bandaríkjanna og hafa átt tiltölulega greiðan aðgang að góðum háskólasjúkrahúsum. Nú kann að verða breyting þar á, nái fram að ganga tillögur samstarfsnefndar nokkurra bandarískra læknasamtaka til að stemma stigu við vaxandi framboði á læknum vestra (1). Þegar um aldamótin er áætlað að læknar í Bandaríkjunum verði 160.000 fleiri en þörf er á (1). Sex læknasamtök (Ameri- can Medical Association, Asso- ciation of American Medical Colleges, American Osteopath- ic Association, Association of Academic Health Centers, American Association of Col- leges of Osteopathic Medicine og National Medical Associ- ation) hafa nýverið myndað samstarfshóp til að kanna leiðir til lausnar á þessu vandamáli. Frá lokum seinni heimsstyrj- aldar hefur námsstöðum í sér- fræðiþjálfun (residency stöð- um) í Bandaríkjunum fjölgað jafnt og þétt og er svo komið að framboð á námsstöðum er mun meira en nemur fjölda þeirra sem útskrifast úr læknaskólum á ári hverju. Af 25.000 námsstöð- um á fyrsta ári, manna banda- rískir læknar aðeins rúmlega 16.000 (2). Reynt er aðfyllahin- ar 8000 með útlendingum eða Bandaríkjamönnum sem hafa gengið í læknaskóla annars staðar. Meginhluti þessara út- lendinga dvelur áfram í Banda- ríkjunum að sérfræðiþjálfun lokinni og keppir um sérfræð- ingsstöður við innfædda (3). Fram til þessa hefur MEDI- CARE (sem kalla má ríkis- tryggingastofnun aldraðra og öryrkja) greitt sjúkrahúsum sem svarar tæplega fimm millj- ónum íslenskra króna árlega fyrir hverja námsstöðu. Tæp- lega helmingur þessarar fjár- hæðar rennur sem styrkur til læknisins í þjálfun en meirihlut- inn fer til sjúkrahússins til að greiða almennan kostnað við að halda uppi framhaldsnámi (2). Meðallengd sérnáms er þrjú til fjögur ár, þannig að bandarískir skattgreiðendur borga 15-20 milljónir íslenskra króna fyrir sérfræðimenntun hvers læknis. MEDICARE hefur einnig greitt fyrir útlendinga sem eru í þjálfun vestan hafs og þar með Islendinga. Sérfræðiþjálfun ís- lenskra lækna í Bandaríkjunum hefur því verið kostuð af Bandaríkjamönnum þrátt fyrir að flestir snúi aftur heim til ís- lands til starfa að þjálfun lok- inni. Rétt er að taka fram að MEDICARE greiðir ekki fyrir þjálfun í undirsérgreinum (fel- lowship stöður). Nú þegar fyrir- sjáanlegt er mikið framboð lækna vestan hafs, á sama tíma og leitað er leiða til að draga úr útgjöldum til heilbrigðismála, er ekki óeðlilegt að stjórnvöld skoði þessi mál ofan í kjölinn. Nýlega hafa komið fram til- lögur (Consensus Statement on the Physician Workforce) ofan- greindrar samstarfsnefndar (1). Aform eru uppi um að kynna þær fyrir bandaríska þinginu á næstunni. Tvennt í þessum til- lögum hefur mjög mikla þýð- ingu fyrir möguleika erlendra lækna á að stunda framhalds- nám í Bandaríkjunum. í fyrsta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.