Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 70

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 70
534 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Sigurður Samúelsson Svar til Friðriks Einarssonar Hvorugur okkar Friðriks átti neinn þátt í að launa- kröfumál okkar árið 1952 var tekið til meðferðar, og aldrei voru við kvaddir til fundar meðan á því stóð. Friðrik sendir mér pistil í Læknablaðinu 10. tbl. 1996 (Læknablaðið 1996; 82: 737), sem hann kallar „Misminni í æviágripi?“ Hann segir í byrjun máls síns: „en vil aðeins leið- rétta missagnir um baráttu okk- ar Sigurðar í desember 1952 og janúar 1953“. Ekki get ég sam- sinnt að við höfum átt í nokkurri „baráttu" í þessu máli þar sem við höfðum ekki hugmynd um að þetta mál yrði tekið til af- greiðslu og vorum aldrei kvadd- ir á fund í dómsmálaráðuneyt- inu meðan á afgreiðslu þess stóð. Þá er það misminni Frið- riks eða misskrift að við höfum haft einhver afskipti af niálinu í janúar 1953. Úrskurður ráðu- neytisins féll í desember 1952 og kom til útborgunar í byrjun jan- úar1953. Misminni mitt og missagnir sem Friðrik ber mér á brýn hefir ekki með upphaf eða feril þessa máls að gera og þarfnast því ekki svara. Leiðrétta þarf rang- hermi Friðriks, er hann bendlar nafn Theodórs Skúlasonar yfir- læknis við þetta mál. Hann starfaði ekki við Landspftalann árið 1952, en var ráðinn að lyf- lækningadeildinni tveimur ár- um síðar (október 1954). I þessu skrifi sínu reynir Friðrik að halda uppi hlutdeild af afskiptum okkar í þessu launamáli sem hvor tveggja var í raun óburðugt af eðlilegum ástæðum. Hann birtir því bréf okkar til dómsmálaráðuneytis- ins þessari skoðun sinni til halds og trausts. Tilurð þessa bréfs, dagsetning þess og efnisinni- hald sýna glögglega að við Friðrik komum þar fyrst við sögu þegar málið er komið að lokaafgreiðslu í dómsmálaráðu- neytinu. Ég skýri þetta nánar í greinargerð minni. Þetta hefir mér löngum verið ljóst, og hefi því ekki fundið ástæðu til að ræða þetta mál í læknahópi eða á læknafundi, enda er þetta ekki tilefni þess að ég svara skrifi hans. Ég þykist ekki eiga neinn þátt framar Friðriki í þessu máli okkar en vefst í það meira en hann vegna þess að forvígis- maður málsins var sjúklingur á lyflækningadeildinni, þar sem hann kynntist mikilli nætur- vaktavinnu lækna þar. Hann vissi sem var að enga borgun fengum við fyrir þau næturstörf. Hann var það mikill sanngirnis- og drengskaparmaður að hann af sjálfsdáðum tekur mál þetta að sér og stjórnar því þar til málalok fást. Hann var líka maðurinn sem bæði hafði burði og getu til að taka málið að sér. Gjörð hans og framkvæmdir ber ekki síður að þakka. Hér kem ég að aðalástæðunni til þess að ég svara skrifi Frið- riks. Mér virðist ómaklegt þegar fjallað er um þetta launa- mál okkar að staðreyndir máls- ins séu sniðgengnar. Það fer fyrir brjóst mér að velgerðar- maður okkar skuli þannig liggja óbættur hjá garði fyrir vel unnin störf okkur Friðriki til handa. í ævisöguágripi mínu gat ég stutt- lega og í gamansömum tóni um upphaf málsins, nafn frum- kvöðuls þess og ráðherra hans, en ræddi ekki um framhald málsins, sem ég er þakklátur fyrir að fá tækifæri til að gjöra. Þá hefir mál þetta aðra hlið og hana merkilega. A það skal lögð áhersla að málið snýst ein- göngu um launagreiðslur fyrir næturvaktastörf okkar. Það var velgerðarmaður okkar Friðriks sem tók af okkur ómakið við að standa í nokkru stappi við fram- kvæmd þess. Þetta mun vart endurtakast og verður því að öllum líkindum einsdæmi í sögu launakröfumála læknafélag- anna, þegar hún verður skrifuð. Greinargerð mín er þessi: Á haustdögum 1952 dvelst á lyf- lækningadeild ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, sem einnig fór þá með heilbrigðis- mál Gústav A. Jónasson. Þegar hann hafði verið þar um hríð átti hann tal við mig og taldi sanngirnismál að mér yrði eitt- hvað greitt fyrir þá næturvakta- vinnu sem ég innti þar af hendi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.