Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 515 íðorðasafn lækna 91 Mænudeyfíng í síðasta pistli hófst stutt um- ræða um deyfingar, en tilefnið var bréf frá Jóni Sigurðssyni, svæfingalækni, sem vill láta endurskoða þau íslensku heiti sem notuð eru um mænudeyf- ingar. Enska fræðiheitið spinal anesthesia (L. anaesthesia spinalis) er notað um deyfingu sem byggist á því að deyfilyfi er komið í innanskúmsbilið (spat- ium subarachnoideum). Helstu samheitin, sem gefin eru í orða- bókum, eru subarachnoid an- esthesia og intraspinal anesthes- ia, en Jón nefnir að auki intra- thecal anesthesia. Strangt tekið merkja lýsing- arorðin ekki nákvæmlega það sama. Auk þess að vísa til beinnibbu, svo sem mjaðmar- beinsnibbu (spina iliaca), getur latneska orðið spinalis vísað til hryggsúlu (columna spinalis) eða mænu (medulla spinalis). Intraspinalis vísar því ýmist inn í mænugöng (canalis spinalis), án nánari staðsetningar, eða alla leið inn í mænu. Enska orð- ið subarachnoid er nákvæmara og vísar í rýmið eða bilið undir heila- eða mænuskúmi (ara- chnoidea mater) þar sem heila- og mænuvökvinn flæðir. Gríska orðið theca hefur verið notað um slíður eða hýði, til dæmis theca externa sem er úthula gul- bús í eggj astokki. Það var einnig áður notað um heila- og mænu- bast (theca cerebri, theca verte- bralis), en er nú talið úrelt í þeirri merkingu. Intra- merkir ýmist inn í eða innan við og lýs- ingarorðið intrathecalis vísar því inn í eða inn fyrir heila- eða mænubast (dura mater). Betri heiti? Beinar þýðingar á framan- greindum deyfingarheitum eru því þessar: hryggdeyfíng, mænudeyfing, mænugangna- deyfíng, innanskúmsdeyfing og innanbastsdeyfing. Jón er ekki fyllilega ánægður með neitt þeirra og telur að mænuvökva- deyfing sé betra heiti, meðal annars vegna þess að það valdi síður hræðslu hjá sjúklingum, „sem vita að mænan er við- kvœmt líffœri. “ Undirritaður er Jóni ekki sammála um það að hopa eigi frá heitinu mænudeyf- ing sem náð hefur almennri út- breiðslu og er bæði sæmilega lipurt og hæfilega nákvæmt fyrir leikmenn. Betra er að upplýsa sjúklingana skilmerkilega um hættuna, sem af deyfingunni getur stafað, en að fara í feluleik með orðin. Nákvæmari heitin má svo nota þegar sérstök þörf er á, til dæmis í fræðilegum fyrirlestrum eða greinum og við kennslu. Hitt er svo annað mál að læknar hafa verið tregir til að nota íslensku heitin á heila- og mænuhimnunum. bast (dura), skúm (arachnoidea) og reifar (pia). Meðan svo er verða sam- settu heitin alltaf framandi. Þessi heiti eru þó öll það stutt að þau fara vel í samsetningum og eiga það vel skilið að komast í almenna notkun. Undirritaður stingur þó upp á nýyrðinu reif, sem notað verði um pia mater, sem kvenkynsorð í eintölu í stað gamla fleirtöluorðsins reifar. Eru sjúklingar séðir? Tilefni spurningarinnar er eftirfarandi fullyrðing íslensks læknis um hóp sjúklinga með til- tekinn sjúkdóm: „Sjúklingarnir verða að vera séðir á þriggja mánaða fresti!“ Undirrituðum fannst ekki mikið til þess koma að sjúklingarnir væru einungis séðir á þriggja mánaða fresti og leitaði skýringa. í íslenskri orðabók Máls og menningar má finna lýsingarorðið séður: að- sjáll, út undir sig, lœvís; útsjón- arsamur, hagsýnn. Orðið er þar sagt myndað af lýsingarhætti þátíðar af sögninni að sjá. Nú er þessi ágæti læknir bæði vel að sér og vinsæll og því má vera að sjúklingar hans verði að vera talsvert aðsjálir, lævísir eða út- sjónarsamir til þess að komast í viðtal og skoðun hjá honum á þriggja mánaða fresti. Hitt er þó sennilegra að læknirinn hafi í hugsunarleysi verið að skila fræðilegum leiðbeiningum úr enskum eða amerískum texta: „ The patients must be seen every three months. “ Enska fræðimál- ið er orðið svo útbreitt og mörg- um læknum svo tamt að stund- um virðist eins og þeir hugsi um fræðin á ensku fremur en á ís- lensku. Ofangreinda leiðbein- ingu má þó orða á marga vegu: Sjúklingarnir verða að koma í skoðun —; sjúklingana verður að skoða sjúklingarnir verða að koma í eftirlit —; fylgjast verður með sjúklingunum —; eftirlit verður að fara fram — og svo framvegis. Hrá orðabókar- þýðing er alveg óþörf. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj@rsp.is)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.