Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 487 með bláæðasega og var til þess notað fjölliðun- arhvarf og skerðibútabreytileiki. Niðurstöður: Samsætutíðni FVQ506 meðal heilbrigðra var 0,0315 (n=159; 10 arftlendnir fundust). Fimmtán af 99 sjúklingum með bláæðasega reyndust arfblendnir með tilliti til FVQ506 (15,2%; samsætutíðni 0,071), og var sá fjöldi marktækt hærri en hjá heilbrigðum (p<0,01). Arfblendni fyrir stökkbreytingunni PT 20210 A fannst hjá einum heilbrigðum (0,9%; n=108) og einum sjúklingi (0,95%; n=99). Tilgáta: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að tíðni stökkbreytingarinnar FVQ506 á íslandi er há miðað við mörg Evrópulönd, en tíðni PT 20210 A er heldur lægri en meðal Hollendinga. Þær sýna einnig að FVQ506 stökkbreytingin er algeng meðvirkandi orsök bláæðasega á ís- landi. Inngangur Bláæðasegi er algengur sjúkdómur á Vestur- löndum og er nýgengið talið vera um 1 á 1000 íbúa á ári (1). Hann er oft fylgikvilli skurðað- gerða, beinbrota, illkynja sjúkdóma, með- göngu og hreyfingarleysis og hefur í för með sér verulega hættu á lungnareki og jafnvel dauða. Orsakir bláæðasega geta verið áunnar eða arfgengar en oft er um að ræða samspil þessara tveggja þátta. Storkukerfið er flókinn ferill keðjuverkunar þar sem serín prótínasar virkja hvorn annan með hjálp kófaktora (2,3). Síðasta þrepið í kerfinu er þegar prótínasinn trombín klýfur fibrínógen þannig að torleyst fíbrín myndast. Trombín getur einnig klofið storkuþætti (coagulation factors, F) V og VIII, sem verða við það virkir kófaktorar (FVa og FVIIIa) fyrir serín prótínasana FXa og FlXa. Trombín hefur þannig jákvæð afturvirk áhrif í storkukerfinu. Styrkur FVa og FVIIIa, svo og virks andtrom- bíns III hefur afgerandi áhrif fyrir virkni storkukerfisins. Prótín C andstorkukerfið er ferill, sem fer af stað við að trombín binst trombómódúlíni á yfirborði óskaddaðra æðaþelsfrumna. Hvarf- sértækni trombíns breytist við að bindast trom- bómódúlíni og í stað þess að kljúfa fíbrín, FV og FVIII, klýfur það plasma prótínið prótín C, sem verður við það virkur serín prótínasi (aPC) (4,5). aPC með kófaktornum prótín S klýfur síðan sértækt FVa og FVIIIa, sem verða við það óvirkir. Minna framboð á FVa og FVIIIa hefur í för með sér að virkni storku- kerfisins minnkar eða hættir. Trombín gegnir því merkilegu þríþættu hlutverki. í fyrsta lagi klýfur trombín fíbrínógen í storkukerfinu, í öðru lagi örvar það storknun með jákvæðum afturvirkum áhrifum og í þriðja lagi espar það andstorkukerfið og letur þannig storknun. Virkjun trombíns á andstorkukerfinu er háð tengingu þess við trombómódúlín á yfirborði heilbrigðra æðaþelsfrumna og ætti það að koma í veg fyrir segamyndun þar sem æða- veggir eru heilbrigðir og óskemmdir. Nýleg rannsókn á sjúklingum með ættlæga segahneigð (inherited thrombophilia) leiddi í ljós óeðlilega lengingu á APT-tíma þegar aPC var bætt út í plasma sjúklinganna (6,7). Fyrir- bærið var kallað aPC viðnám (aPC-R). Prótín- og erfðafræðirannsóknir á aPC-R sýndu að or- sök fyrirbærisins var að finna í stökkbreytingu í FV, þar sem amínósýran glútamín (Q) hafði komið í stað argeníns (R) í stöðu 506 (8-10). Þessi skipti á amínósýrum hafa f för með sér að það tekur aPC tífalt lengri tíma að gera FVa óvirkan (11). Afleiðingin er að andstorkukerfið er mun lengur að hemja virkni storkukerfisins og því mun meiri hætta á blóðsegamyndun. Fyrir stuttu var sýnt fram á tengsl stökk- breytingar í útröð 14 í geni prótrombíns við háan styrk prótrombíns í plasma og aukna hættu á bláæðasega (12). Stökkbreytingin er utan við þann hluta gensins sem skráir amínó- sýruröð prótínsins og veldur því ekki óeðlilegri virkni þess. Talið er að hærri prótrombínstyrk- ur í plasma einstaklinga með stökkbreytinguna stafi annað hvort af lengri helmingunartíma á mRNA eða aukinni þýðingu þess (mRNA translation). Rannsóknir hafa sýnt að stökkbreytingin FVQ506 er algeng meðal íbúa Evrópu (2,9-11%) og rannsókn á hollensku þýði sýndi allháa tíðni PT 20210 A þar í landi (2,3% heilbrigðra; sam- sætutíðni 0,012) (12,13). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni þessara tveggja stökkbreytinga meðal heilbrigðra íslendinga og sjúklinga með bláæðasega. Efniviður og aðferðir Hvarfefni: Fákirni (oligonucleotides), Taq pólýmerasi, skerðiensím og núkleótíð voru fengin frá Pharmacia Biotech (Alleröd) og Amersham (Birkeröd). Fjölliðunarhvörf (polymerase chain reaction, PCR) voru gerð í PTC-100 Programmable Thermal Controller
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.