Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
519
mati Kjartans bæði eðlilegur og
mikilvægur þáttur í starfi lækna
og telur hann að í sumum grein-
um. til dæmis hjá meltingar-
læknum, komi kringum 90%
sjúklinga til ineðferðar á stofum
eða göngudeild en leggist ekki
inn á spítala.
- Par liggur hluti skýringar-
innar á því hvers vegna svo
margir læknar fá greiddan svo
stóran hluta launa sinna eftir
þessu kerfi. Eg legg áherslu á að
þótt verk séu unnin á göngu-
deild er stundum um að ræða
áhættusamar aðgerðir og þá er
nálægð við sjúkrahúsið mikil-
væg til að hægt sé að leita til
annarra lækna. Og við verðum
að athuga að við ferliverk eru
sjúklingarnir ekki sjúklingar
sjúkrahússins heldur er þeim
vísað til ákveðinna lækna;
mönnum er ekki vísað á Land-
spítalann í aðgerð heldur til
Bjarna Þjóðleifssonar sem ber
þá alla ábyrgð á aðgerðinni.
Og Kjartan telur öll rök hníga
að því að ferliverkakerfinu sé
við haldið.
- Mér finnst mikilvægt að
leiðrétta mismun sem er í kerf-
inu og þetta verður að mínu viti
alltaf hluti af starfsaðferðum
okkar. Hvort farið verður að
greiða eftir einhvers konar fast-
launakerfi má mín vegna athuga
síðar en ég er þó miklu fremur á
því að greiða skuli öllum lækn-
um eftir vinnuframlagi þeirra,
svipað og gert var á Landakoti
og eins og gert er hjá St. Jósefs-
spítalanum í Hafnarfirði. Það
ætti að mínu viti að stíga skref-
inu lengra og nota viðvika-
greiðslur til lækna inni á sjúkra-
húsunum og láta slíkt kerfi ná til
allra þátta, svo sem meðferðar,
viðtala, aðgerða, kennslu,
rannsókna og stjórnunar, þann-
ig næst réttlátara kerfi.
- Með þessu tel ég líka vera
hægt að þurrka út ágreining um
það hvort sjúklingar eru inni-
liggjandi eða á göngudeild, því
það má ekki hafa áhrif á greiðsl-
ur til læknisins.
Alltaf mat út frá
vinnuframlagi
Kjartan minnir á að í Banda-
ríkjunum séu menn metnir eftir
vinnuframlagi og verðleikum
eða verðmæti þegar launin eru
annars vegar og það jafnvel í
fastlaunakerfi. Læknar sem séu
dugandi við rannsóknir og geti
aflað styrkja séu spítalanum
verðmætir og prófessorar hafi
hærri laun en aðstoðarprófess-
orar og svo framvegis.
- Ég tel auðvelt að koma á
hérlendis viðvikagreiðslum sem
gilt gætu um alla vinnu lækna,
það væri auðveldara en að meta
störfin eftir verðmæti þeirra.
Laun lækna verða hins vegar
alltaf eitthvað misjöfn, menn
vinna mismikið, hafa mismik-
inn áhuga á rannsóknum eða
stjórnun og mismikinn áhuga á
að vinna langan vinnudag, þess
vegna er réttlátast að greiða eft-
ir því hversu mikið menn leggja
ásig.
Þá telur Kjartan að blandað
kerfi leiði alltaf til tortryggni og
mismununar.
- Bæði sjúkrahúsin og sjúk-
lingar eiga heimtingu á því að
læknar skili þeirri vinnu sem
ætlast er til af þeirn á sjúkrahús-
unum. Séu læknar á föstum
launum en vinni jafnframt ferli-
verk eiga þeir ekki að vera á
fastakaupinu daginn sem þeir
eru í ferliverkum. Um þetta hef-
ur vissulega verið samið en
þarna er alltaf hætta á að menn
séu á tvöföldum launum í senn
eða skili ekki því sem ætlast er
til. Það er þessi mismunun sem
ég held að allir læknar séu sáttir
við að reyna að eyða.
Kjartan Örvar er þeirrar
skoðunar að óánægja með laun
sjúkrahúslækna hafi aukist eftir
að Landakot var lagt niður og
læknar þaðan fluttust á Sjúkra-
hús Reykjavíkur og fluttu með
sér meiri ferliverkavinnu þang-
að en tíðkast hafði þar á bæ.
- Þarna hafa menn séð bæði
kerfin í sambandi við göngu-
deildarvinnuna en á Landspítal-
anum hafa læknar frekar farið
og unnið á eigin stofum. Það er
ljóst að ná verður fram einhverj-
um breytingum á þessu
greiðslufyrirkomulagi en ég tel
líka ljóst að þeir sem vinna ferli-
verk í dag munu ekki sætta sig
við óbreytta vinnu og að launin
fari í sameiginlegan sjóð, þá er
sú hætta fyrir hendi að ferliverk-
in flytjist alveg burt af spítala-
deildum og á stofur þar sem
aðstaðan getur verið misjöfn.
Við megum ekki missa það ör-
yggisnet sem spítalar eru fyrir
sjúklingana og ég vil líka undir-
strika að öflug ferliverkastarf-
semi í tengslum við spítala getur
ýtt mjög undir rannsóknir og
veitt öllum starfsmönnum þar
aukna reynslu og hæfni.
En hvað með umræðu um að
rannsóknir verði útundan séu
menn eingöngu að vinna eftir
ferliverkum?
- Því má einfaldlega svara
með því að benda á að fáar und-
irgreinar hafa skilað jafnmikilli
vísindavinnu og meltingarsér-
greinin. Nægir að benda á að
fjöldi ágripa á síðustu lyflækna-
þingum hefur verið mikill úr
þeim hópi og það eru rannsókn-
ir sem eru að langmestu leyti
unnar af sérfræðingunum sjálf-
um en ekki aðstoðarlæknum.
Ég tel því rannsóknar- og vís-
indavinnu vel sinnt af þessum
hópi og það er mikil fagleg um-
ræða og vinna meðal meltingar-
lækna.
jt