Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
523
Nokkur hugtök og heiti í geð- og
atferlisröskunum
Geðröskun ... er hugsuð sem klínískt marktœkt atferlisheilkenni eða sálfrœðilegt heilkenni eða mynztur, sem kemurfram
hjá einstaklingi og er tengt núverandi bágindum (til dœmis mótdrœgu heilkenni) eða örorku (sköddun á starfshœfni á einu eða
fleiri sviðum) eða að aukin hœtta er á dauða, sársauka, örorku eða mikilvœgum frelsismissi. Par að auki má þetta heilkenni eða
mynztur ekki eingöngu vera viðeigandi og menningarlega leyfileg svörun við tilteknum atburði, til dœmis dauða ástvinar. Hver
sem upphaflega orsökin er, telst ástandið vera birting atferlis-, sálfrœðilegs eða líffrœðilegs vanstarfs í einstaklingnum.
Hvorki afbrigðileg hegðun (svo sem í stjórnmálum, trúarbrögðum eða kynlíft) né árekstrar, sem fyrst og fremst eru milli
einstaklingsins og samfélagsins, teljast geðraskanir nema afbrigðileikinn eða árekstrarnir séu einkenni um vanstarf einstak-
lingsins eins og lýst er hér að ofan.
[Greiningarhandbók bandaríska geðlœknafélagsins: Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, 4. útgáfa, I)SM IV]
Inngangur
Geðlæknisfræði er grein
læknisfræðinnar sem fjallar um
geðraskanir og hegðunarvand-
kvæði. Þörfin fyrir að flokka
geðraskanir hefir verið ljós svo
lengi sem læknisfræðin hefir
verið stunduð. Þó hefir verið lít-
ið samkomulag um það, hvaða
raskanir skuli taka með og
hvaða aðferðum skyldi beita.
Þar við bætist að enn hefir ekki
fengist lausn á því, hver eru
tengsl hugar og líkama. I geð-
lækningum er stuðst við sál-
fræðina, er þróaðist í byrjun
sem hluti heimspekinnar og
kom ekki fram sem sjálfstæð
fræðigrein fyrr en í lok 19. aldar.
Viðfangsefnin, sem um er
fjallað nú á dögum, verða
aðeins skiljanleg ef til staðar er
nokkur þekking á sögu fræð-
anna og þróun. Helztu vanda-
málin og lausnir þeirra eru að
vísu næstum jafn gömul sið-
menningunni, en það sem
breytzt hefir eru aðferðirnar
sem beitt er og viðhorf þeirra
sem um fjalla.
Þannig hefir verið tekizt á um
það, hvort sálfræðin félli undir
lífvísindi eða félagsvísindi og er
það undir því komið í hvaða átt
athugun beinist, hvað flokkað
er. Hins vegar varð það æ al-
gengara á sjöunda áratugnum,
að farið var að tala um sálfræði
sem atferlisvísindi. Þessa sjást
greinileg merki í Sálfræðibók-
inni sem út kom árið 1993. Þrátt
fyrir nafnið virðist ekki gert ráð
fyrir tilvist sálarinnar eða hug-
ans, enda atferlisfræðin þess
kyns að þau þurfa ekki á þessum
hugtökum að halda.
Andi og geð, hugur og sál
í fyrri útgáfum Alþjóðlegu
sjúkdóma- og dánarmeina-
skrárinnar var talað um geð-
sjúkdóma, geðtaugakvelli og
skapgerðartruflun (morbi
mentis, psychoneurosis et pers-
onalitas pathologica, ICD 6),
geðsjúkdóma (morbi mentales,
ICD 8) og geðtruflanir (mental
disorders, ICD 9).
í 10. útgáfu Alþjóðlegrar töl-
fræðiflokkunar sjúkdóma og
skyldra heilbrigðisvandamála
(ICD10) er talað um geðröskun
(mental disorder). Þannig hefir
íslenzka heitið á mental disor-
der breytzt úr geðtruflun í geð-
röskun. Ástæðan er sú að auk
disorder, röskunar, er talað um
disturbance og það hefir í 10.
útgáfunni verið þýtt með trufl-
un. Þessi greinarmunur er svip-
aður og þegar talað er um að
valda röskun á stöðu og högum
einhvers og hins vegar að trufla
hann við störfin.
í Samheitaorðabókinni vísar
geðsjúkdómur á geðbilun, sem
aftur tengist eftirfarandi heit-
um: bilun, brjálsemi, brjálun,
brjálæði, fár, geðsjúkdómur,
geðsturlun, geðtruflun, geð-
veiki, geðveila, geggjun, klikk-
un, rutl, sálsýki, sefasýki, sinn-
isveiki, sturlun, vitfirring, vit-
leysa, vitskerðing, æði.
Sé geð enn notað sem lykil-
orð, tekur það með sér hug, sál,
lund, lyndi, skap. Séu orðin í
þessari upptalningu rakin ásamt
þeim sem fylgja huganum, fást
eftirfarandi samstæður:
andi: hugur, sál, önd
geð: hugur, sál; geðslag, geðs-
munir, lund, lundarfar, lund-
erni, lyndi, lyndiseinkunn,
skap, skapferli, skapgerð,
skaphöfn, skaplyndi, skaps-
munir, tilbrigði —» geðríki
hugur: andi, geð, lund, lyndi,
sál, sefi, sinna, sinni