Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 16
484 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 skinurými, lungnamynd og tölvusneiðmynd af kviðar- og brjóstholi. Sjúklingar á stigi I fá venjulega í upphafi ekki aðra meðferð en eistabrottnám. Þeir koma hins vegar til eftirlits á tveggja til þriggja rnánaða fresti fyrsta árið, á þriggja til fjögurra mánaða fresti annað árið og síðan með aðeins lengra millibili, háð mati læknis. Eitlabrott- nám í aftanskinurými hefur aðeins verið gert hérlendis í undantekningatilvikum, eins og nefnt hefur verið að framan. Aukaverkanir slíkrar aðgerðar, gott eftirlit hérlendis og góð- ur árangur lyfjameðferðar við merki um endur- uppkomu sjúkdómsins hefur ráðið þar mestu um. Enduruppkoma er yfirleitt innan tveggja ára, afar sjaldan eftir fimm ár. Um það bil þriðjungur sjúklinga, sem greindir eru á stigi I fá síðar meinvörp, oftast í aftanskinurými (2,13,22,23) en læknast í langflestum tilvikum með lyfjameðferð eins og fram hefur komið. Stöðluð lyfjameðferð á stigi I, sem víða hefur verið notuð erlendis, leiðir því til ofmeðhöndl- unar á meirihluta sjúklinga. Sömu rök má nota gegn stöðluðu eitlabrottnámi hjá sjúklingum með sjúkdóm á stigi I. Sjúklingum er fylgt eftir með mælingu á æxlisvísum, tölvusneiðmynd eða ómskoðun af eitlum í aftanskinurými og lungnamynd. Komi upp merki um eitlastækk- anir í aftanskinurými, sker fínnálarstunga oft- ast úr um eðli þeirra. í illkynja tilvikum, sem getur hent allt að þriðjung sjúklinga sem í upp- hafi eru undirstigaðir á stigi I, eru gefnar fjórar lyfjameðferðir á þriggja vikna fresti, þar sem cisplatín er aðallyf ásamt etopósíði og bleó- mýcíni. Áður var vinblastín notað í stað et- opósíðs, en hafði í för með sér fleiri aukaverk- anir. Þessi meðferð nægir í flestum tilvikum. Ef áfram eru merki um fyrirferð, þá er hún fjarlægð. Þegar um augljós meinvörp er að ræða við frumgreiningu, það er ef sjúkdómur er á stigi II-IV, er beitt sömu lyfjameðferð. Eftir lyfja- meðferðina er framkvæmd skurðaðgerð til að fjarlægja æxli sem eftir standa, ef mögulegt er. Eftir fjórar lyfjameðferðir hafa æxli oftast horfið, umbreyst í örvef eða góðkynja fjöl- kímsæxli og er áframhaldandi meðferð ónauð- synleg. Sýni smásjárskoðun lífvænlegar æxlis- frumur er lyfjameðferð haldið áfram. Minnki æxli lítt við hefðbundna lyfjameðferð eru ný lyf gefin með cisplatíni, oft í hærri skömmtum og með aðstoð merghvetjandi lyfja. Taki sjúkdómur sig upp aftur eftir að ofan- greindum meðferðum hefur verið beitt, eru horfur slæmar og er talið að aðeins 30% þeirra sjúklinga svari meiri lyfjameðferð (30). Há- skammtameðferð með mergskiptum hefur verið reynd í vaxandi mæli síðustu ár en ábend- ingar eru enn óljósar (31). Lokaorð Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna óyggjandi að lífshorfur sjúklinga með frjó- frumuæxli önnur en sáðkrabbamein á íslandi eru mjög góðar í dag. Meðferðaráherslur hafa breyst með árunum og krabbameinslyfjameð- ferð er nú aðeins beitt í byrjun við sjúklinga með greinanleg meinvörp, hinum er hins vegar fylgt reglulega eftir. Með þessu móti er komið í veg fyrir fylgikvilla meðferðar hjá þeim sem hafa staðbundinn sjúkdóm. Forsenda þessa er sú að þeir sem fá síðar meinvörp svari vel lyfja- meðferð. Reynsla okkar hér á landi virðist gefa til kynna að við séum á réttri leið og gefur tilefni til bjartsýni, enda sjaldgæft að meðferð krabbameins sé jafn árangursrík. Þakkir Þakkir fyrir veitta aðstoð fá eftirtaldir: Egill Jacobsen, Sverrir Haraldsson og Ólafur Örn Arnarson yfirlæknar á þvagfæraskurðdeildum Landspítalans, Borgarspítala og Landakots- spítala. Einnig fá Þórarinn Sveinsson yfirlækn- ir á krabbameinslækningadeild Landspítalans, Shree Datye yfirlæknir á handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Helgi Sig- valdason verkfræðingur, starfsmenn Krabba- meinsskrár Krabbameinsfélags Islands og starfsfólk á Rannsóknastofu Háskóla íslands í meinafræði sérstakar þakkir. HEIMILDIR 1. Fossá SD, Aass N, Kaalhus O. Testicular cancer in young Norwegians. J Surg Onc 1988; 39: 43-6. 2. Halme A, Kellokumpu L. Lehtonen T. Trends in in- cidence and results of treatment of testicular germ cell tumors in Finland 1972-1983. Acta Oncol 1989; 28: 777- 83. 3. Einhorn LH. Treatment of testicular cancer: a new and improved model. J Clin Oncol 1990; 8: 1777-81. 4. Germa Lluch JR, Segui Palmer MA. Climent Duran MA, Blanco Guerrero R, Fernandez Sagarra A, Villavi- cencio H, et al. Intensive chemotherapy in poor-progno- sis nonseminomatous germ cell tumors of the testis. Eur Urol 1992; 21: 287-93. 5. Germa JR. Sagarra AF, Izquierdo MA, Segui MA. Se- quential trials of cisplatin, vinblastin, and bleomycin and etoposide and cisplatin in disseminated germ cell tumors of the testis with a good prognosis at a single institution. Cancer 1993; 71: 796-803.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.