Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1997, Side 16

Læknablaðið - 15.07.1997, Side 16
484 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 skinurými, lungnamynd og tölvusneiðmynd af kviðar- og brjóstholi. Sjúklingar á stigi I fá venjulega í upphafi ekki aðra meðferð en eistabrottnám. Þeir koma hins vegar til eftirlits á tveggja til þriggja rnánaða fresti fyrsta árið, á þriggja til fjögurra mánaða fresti annað árið og síðan með aðeins lengra millibili, háð mati læknis. Eitlabrott- nám í aftanskinurými hefur aðeins verið gert hérlendis í undantekningatilvikum, eins og nefnt hefur verið að framan. Aukaverkanir slíkrar aðgerðar, gott eftirlit hérlendis og góð- ur árangur lyfjameðferðar við merki um endur- uppkomu sjúkdómsins hefur ráðið þar mestu um. Enduruppkoma er yfirleitt innan tveggja ára, afar sjaldan eftir fimm ár. Um það bil þriðjungur sjúklinga, sem greindir eru á stigi I fá síðar meinvörp, oftast í aftanskinurými (2,13,22,23) en læknast í langflestum tilvikum með lyfjameðferð eins og fram hefur komið. Stöðluð lyfjameðferð á stigi I, sem víða hefur verið notuð erlendis, leiðir því til ofmeðhöndl- unar á meirihluta sjúklinga. Sömu rök má nota gegn stöðluðu eitlabrottnámi hjá sjúklingum með sjúkdóm á stigi I. Sjúklingum er fylgt eftir með mælingu á æxlisvísum, tölvusneiðmynd eða ómskoðun af eitlum í aftanskinurými og lungnamynd. Komi upp merki um eitlastækk- anir í aftanskinurými, sker fínnálarstunga oft- ast úr um eðli þeirra. í illkynja tilvikum, sem getur hent allt að þriðjung sjúklinga sem í upp- hafi eru undirstigaðir á stigi I, eru gefnar fjórar lyfjameðferðir á þriggja vikna fresti, þar sem cisplatín er aðallyf ásamt etopósíði og bleó- mýcíni. Áður var vinblastín notað í stað et- opósíðs, en hafði í för með sér fleiri aukaverk- anir. Þessi meðferð nægir í flestum tilvikum. Ef áfram eru merki um fyrirferð, þá er hún fjarlægð. Þegar um augljós meinvörp er að ræða við frumgreiningu, það er ef sjúkdómur er á stigi II-IV, er beitt sömu lyfjameðferð. Eftir lyfja- meðferðina er framkvæmd skurðaðgerð til að fjarlægja æxli sem eftir standa, ef mögulegt er. Eftir fjórar lyfjameðferðir hafa æxli oftast horfið, umbreyst í örvef eða góðkynja fjöl- kímsæxli og er áframhaldandi meðferð ónauð- synleg. Sýni smásjárskoðun lífvænlegar æxlis- frumur er lyfjameðferð haldið áfram. Minnki æxli lítt við hefðbundna lyfjameðferð eru ný lyf gefin með cisplatíni, oft í hærri skömmtum og með aðstoð merghvetjandi lyfja. Taki sjúkdómur sig upp aftur eftir að ofan- greindum meðferðum hefur verið beitt, eru horfur slæmar og er talið að aðeins 30% þeirra sjúklinga svari meiri lyfjameðferð (30). Há- skammtameðferð með mergskiptum hefur verið reynd í vaxandi mæli síðustu ár en ábend- ingar eru enn óljósar (31). Lokaorð Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna óyggjandi að lífshorfur sjúklinga með frjó- frumuæxli önnur en sáðkrabbamein á íslandi eru mjög góðar í dag. Meðferðaráherslur hafa breyst með árunum og krabbameinslyfjameð- ferð er nú aðeins beitt í byrjun við sjúklinga með greinanleg meinvörp, hinum er hins vegar fylgt reglulega eftir. Með þessu móti er komið í veg fyrir fylgikvilla meðferðar hjá þeim sem hafa staðbundinn sjúkdóm. Forsenda þessa er sú að þeir sem fá síðar meinvörp svari vel lyfja- meðferð. Reynsla okkar hér á landi virðist gefa til kynna að við séum á réttri leið og gefur tilefni til bjartsýni, enda sjaldgæft að meðferð krabbameins sé jafn árangursrík. Þakkir Þakkir fyrir veitta aðstoð fá eftirtaldir: Egill Jacobsen, Sverrir Haraldsson og Ólafur Örn Arnarson yfirlæknar á þvagfæraskurðdeildum Landspítalans, Borgarspítala og Landakots- spítala. Einnig fá Þórarinn Sveinsson yfirlækn- ir á krabbameinslækningadeild Landspítalans, Shree Datye yfirlæknir á handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Helgi Sig- valdason verkfræðingur, starfsmenn Krabba- meinsskrár Krabbameinsfélags Islands og starfsfólk á Rannsóknastofu Háskóla íslands í meinafræði sérstakar þakkir. HEIMILDIR 1. Fossá SD, Aass N, Kaalhus O. Testicular cancer in young Norwegians. J Surg Onc 1988; 39: 43-6. 2. Halme A, Kellokumpu L. Lehtonen T. Trends in in- cidence and results of treatment of testicular germ cell tumors in Finland 1972-1983. Acta Oncol 1989; 28: 777- 83. 3. Einhorn LH. Treatment of testicular cancer: a new and improved model. J Clin Oncol 1990; 8: 1777-81. 4. Germa Lluch JR, Segui Palmer MA. Climent Duran MA, Blanco Guerrero R, Fernandez Sagarra A, Villavi- cencio H, et al. Intensive chemotherapy in poor-progno- sis nonseminomatous germ cell tumors of the testis. Eur Urol 1992; 21: 287-93. 5. Germa JR. Sagarra AF, Izquierdo MA, Segui MA. Se- quential trials of cisplatin, vinblastin, and bleomycin and etoposide and cisplatin in disseminated germ cell tumors of the testis with a good prognosis at a single institution. Cancer 1993; 71: 796-803.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.