Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
531
áherslu á jafnan rétt einstak-
linga til meðferðar. Þessi við-
horf koma heim og saman við
að þar er heilbrigðisþjónustan
aðallega rekin á kostnað samfé-
lagsins. Aðrar þjóðir aðhyllast
frekar að hlutur „samfélagsins“
vegi þyngst í forgangsröðuninni
og geti haft forgang fram yfir
læknisfræðilegar þarfir veik-
burða einstaklinga. Ef slíkt við-
horf réði er hætt við því að heil-
brigðisstarfsfólk hér á landi
kæmist í siðferðilegan vanda.
777 dœmis yrði lceknaeiðurinn
rofinn að verulegu leyti og enn-
fremur núgildandi lög nr. 971
1990 um heilbrigðisþjónustu um
jafnt aðgengi fólks til heilbrigð-
isþjónustunnar. I lögum um
réttindi sjúklinga er samþykkt
voru á Alþingi 1997 stendur
skýrt í gr. 11. Ef nauðsynlegt
reynist að forgangsraða sjúk-
lingum vegna meðferðar skal
fyrst og fremst byggt á lœknis-
frœðilegum sjónarmiðum. Ef
breyta á fyrirkomulaginu verð-
ur að breyta lögum. Osveigjan-
legar reglur um forgangsröðun
eru ekki raunhæf lausn því að
læknisfræðin er í stöðugri fram-
för.
Erfitt er því að setja ósveigj-
anlegar reglur um forgangsröð-
un í heilbrigðisþjónustunni og
seint verða menn sammála um
alþjóðlegar reglur í því efni. Að
baki þeirrar óeiningar liggja
ólíkir menningarstraumar og
siðferðileg viðhorf. A Vestur-
löndum virðist jafnvel ríkja
nokkur tvöfeldni í þessu efni ef
litið er til ákalls margra stjórn-
enda og stjórnmálamanna um
markaðslausnir á vanda heil-
brigðisþjónustunnar. Harður
markaðsrekstur getur aldrei
samrýmst samfélagslegum við-
horfum um jafnt aðgengi ein-
staklinga til heilbrigðisþjónustu
og verulegur hluti fólks hefur
ekki efni á að sækja einkarekna
þjónustu.
Norræn viðhorf í þessu máli,
sem að nokkru leyti eru studd
skoðun Hollendinga, virðast
mér affarasælust. Megininntak
forgangsröðunar verður því að
forgangsraða eftir læknisfræði-
legum sjónarmiðum en þar eru
eftirfarandi sjónarmið í forsæti:
- þörf einstaklingsins fyrir
meðferð,
- virðing fyrir manngildi,
- samábyrgð.
Það álit ýmissa að kostnaður
vegna heilbrigðisþjónustu muni
aukast á næstu árum virðist ekki
á rökum reist. Að áliti Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar og
bandarískra og enskra heil-
brigðisyfirvalda er allt útlit fyrir
að svo muni ekki verða og jafn-
vel muni kostnaður lækka með-
al annars vegna minnkandi
legukostnaðar, þó að kostnaður
við sumar hátækniaðgerðir
muni aukast. Svo virðist sem
þessi þróun sé hafin á íslandi ef
miðað er við kostnaðartölur síð-
ustu ára.
Megininntak forgangsröðun-
ar í framtíðinni verður því
óbreytt að mestu en þó með
nokkrum áherslubreytingum.
Viðhalda skal:
- jöfnu aðgengi allra til heil-
brigðisþjónustu, samanber lög
um heilbrigðisþjónustu nr. 97/
1990,
- þeirri venju að læknisfræði-
leg sjónarmið ráði mestu um
meðferð sjúklinga og að alvar-
leiki sjúkdóms ráði þar mestu,
samanber lög um réttindi sjúk-
linga 1997,
- samábyrgð með þeim sem
veikastir eru,
- áherslu á heilsuvernd. sér-
staklega tóbaksvarnir,
- áherslu á heilsugæslu,
- uppbyggingu dagdeilda og
utanspítalaþjónustu þar sem til
dæmis flestar skurðaðgerðir
verða „dagsverk". Draga skal
úr byggingu legudeilda.
Áhersla skal lögð á að:
- ná samkomulagi um áhrifa-
mestu og jafnframt hagsýnustu
meðferðina hverjusinni. Skarp-
ari skil milli meðferðarleiða og
skipulags. Dýrar og árangurs-
litlar aðferðir verði ekki greidd-
ar af almannafé. Árangur með-
ferðar metinn með tilliti til
„skynsamlegs" kostnaðar,
- efla göngu- og dagdeildir
sem mest og draga úr legu-
deildabyggingum,
- byggja sjúkrahótel og
sjúkramótel,
- efla fjarlækningar og nú-
tímaleg tölvu- og sjónvarpssam-
skipti við minni sjúkrahús á
landsbyggðinni svo að unnt sé
að sinna gæðarannsóknum og
minniháttar aðgerðum þar,
- bæta hagkvæmni í lyfjagjöf-
um. Seint verður við því brugð-
ist ef svo heldur sem horfir, að
lyfjafyrirtæki séu aðal miðlarar
til lækna um ágæti lyfja!
- efla forvarnir,
- bæta aðgengi sjúklinga með
hjarta-, æða-, lið- og þvagfæra-
sjúkdóma,
- hefja rekstur geðsjúkra-
heimila í formi sambýla í þétt-
býli til þess að sinna fólki með
langvinna geðsjúkdóma sem
annars er endurinnlagt í fjöl-
mörg skipti á dýr bráðageð-
sjúkrahús vegna lélegs aðbún-
aðar og eftirlits eftir útskrift,
- setja reglur um þriggja til
sex mánaða biðtíma og bókanir
eftir aðgerðum.
Brýnt er að fresta öllum
ónauðsynlegum byggingar-
framkvæmdum og verja því sem
þar sparast til að efla þjónustu.
Nefnd ráðherra mun ljúka starfi
á næsta hausti. Skýrt skal tekið
fram að hér eru birtar skoðanir
höfundar.