Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 50
516 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Ferliverk Viðar Hjartarson Ferliverk á spítala komin til að vera Viðar Hjartarson starfar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og er yfirlæknir dagdeildar. Ljósm.: jt Meðal lækna sem unnið hafa eftir ferliverkakerfi er Viðar Hjartarson svæfingalæknir sem starfaði lengstum á Landakots- spítala en fiuttist yfir á Sjúkra- hús Reykjavíkur þegar spítal- arnir voru sameinaðir og er nú yfirlæknir dagdeildar sjúkra- hússins. Viðar er vanastur því að starfa eftir samningum um ferliverk eins og kerfið var á Landakoti en eins og aðrir lækn- ar á fyrrum Borgarspítala er Viðar nú á fastlaunakerfi en fær auk þess greitt fyrir ferliverk. Hann féllst á að ræða þessi mál vítt og breitt við Læknablaðið og er fyrst spurður hvaða kosti megi einkum sjá við ferliverk: - Kostir ferliverkakerfisins eru meðal annarra þeir að með því er komið til móts við þá sjúklinga sem kjósa að eiga sem minnsta viðdvöl inni á spítala og vilja fara heim sem fyrst að lok- inni aðgerð. A þetta ekki síst við um börnin. Yfirleitt er meiri sveigjanleiki í innköllunum á dagdeild miðað við almennar legudeildir sem auðvitað eru bundnar af því hvenær sjúkling- ar útskrifast og rúm losna en bráðaþjónustan setur þar oft strik í reikninginn. Þá má nefna minni hættu á spítalasýkingum og síðast en ekki síst er kostnað- urinn langtum minni við að- gerðirnar borið saman við inni- liggjandi sjúklinga sem gangast undir sambærilegar aðgerðir. - Með öflugri ferliverkastarf- semi á spítölum á Vesturlönd- um síðasta áratuginn hefur víða reynst kleift að fækka legurúm- um um allt að því helming. í Bandaríkjunum eru nú 50-60% aðgerða unnar sem ferliverk og svipað er að gerast í ýmsum Evrópulöndum. í apríl síðast- liðnum sótti ég alþjóðaráð- stefnu um ferliverk (One day surgery) í London þar sem voru 1.100 þátttakendur frá öllum heimshornum og þar velktust menn ekki í vafa um ágæti starf- seminnar og nauðsynjar þess að efla hana enn meir. Fyrr en seinna nær þessi þróun hingað til lands og slagorð gegn ferli- verkum á spítölum eru hrein- asta tímaskekkja enda ekki byggð á faglegum rökum heldur tímabundnum ágreiningi um greiðslufyrirkomulag. Kjaramálin tefja þróun En hvernig sér Viðar fyrir sér fyrirkomulag ferliverkastarf- semi á dagdeild spítala? - Hjá okkur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur er 18 rúma dag- deild sem sinnir skurðsjúkling- um og krabbameinssjúklingum sem koma í lyfjameðferð og blóðgjöf, auk þess sem þar eru gerðar ýmsar þvagfærarann- sóknir svo og maga- og ristil- speglanir. Því er ekki að leyna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.