Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Síða 50

Læknablaðið - 15.07.1997, Síða 50
516 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Ferliverk Viðar Hjartarson Ferliverk á spítala komin til að vera Viðar Hjartarson starfar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og er yfirlæknir dagdeildar. Ljósm.: jt Meðal lækna sem unnið hafa eftir ferliverkakerfi er Viðar Hjartarson svæfingalæknir sem starfaði lengstum á Landakots- spítala en fiuttist yfir á Sjúkra- hús Reykjavíkur þegar spítal- arnir voru sameinaðir og er nú yfirlæknir dagdeildar sjúkra- hússins. Viðar er vanastur því að starfa eftir samningum um ferliverk eins og kerfið var á Landakoti en eins og aðrir lækn- ar á fyrrum Borgarspítala er Viðar nú á fastlaunakerfi en fær auk þess greitt fyrir ferliverk. Hann féllst á að ræða þessi mál vítt og breitt við Læknablaðið og er fyrst spurður hvaða kosti megi einkum sjá við ferliverk: - Kostir ferliverkakerfisins eru meðal annarra þeir að með því er komið til móts við þá sjúklinga sem kjósa að eiga sem minnsta viðdvöl inni á spítala og vilja fara heim sem fyrst að lok- inni aðgerð. A þetta ekki síst við um börnin. Yfirleitt er meiri sveigjanleiki í innköllunum á dagdeild miðað við almennar legudeildir sem auðvitað eru bundnar af því hvenær sjúkling- ar útskrifast og rúm losna en bráðaþjónustan setur þar oft strik í reikninginn. Þá má nefna minni hættu á spítalasýkingum og síðast en ekki síst er kostnað- urinn langtum minni við að- gerðirnar borið saman við inni- liggjandi sjúklinga sem gangast undir sambærilegar aðgerðir. - Með öflugri ferliverkastarf- semi á spítölum á Vesturlönd- um síðasta áratuginn hefur víða reynst kleift að fækka legurúm- um um allt að því helming. í Bandaríkjunum eru nú 50-60% aðgerða unnar sem ferliverk og svipað er að gerast í ýmsum Evrópulöndum. í apríl síðast- liðnum sótti ég alþjóðaráð- stefnu um ferliverk (One day surgery) í London þar sem voru 1.100 þátttakendur frá öllum heimshornum og þar velktust menn ekki í vafa um ágæti starf- seminnar og nauðsynjar þess að efla hana enn meir. Fyrr en seinna nær þessi þróun hingað til lands og slagorð gegn ferli- verkum á spítölum eru hrein- asta tímaskekkja enda ekki byggð á faglegum rökum heldur tímabundnum ágreiningi um greiðslufyrirkomulag. Kjaramálin tefja þróun En hvernig sér Viðar fyrir sér fyrirkomulag ferliverkastarf- semi á dagdeild spítala? - Hjá okkur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur er 18 rúma dag- deild sem sinnir skurðsjúkling- um og krabbameinssjúklingum sem koma í lyfjameðferð og blóðgjöf, auk þess sem þar eru gerðar ýmsar þvagfærarann- sóknir svo og maga- og ristil- speglanir. Því er ekki að leyna

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.