Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 71
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
535
Hann gat þess einnig að eins
væri ástatt fyrir Friðriki vegna
næturvaktastarfa hans á skurð-
lækningadeild. Eftir tilmælum
ráðuneytisstjórans fór ég á fund
dómsmálaráðherra, Steingríms
Steinþórssonar, og komst þá að
raun um að þetta mál skyldi
strax tekið til afgreiðslu þegar
Gústav ráðuneytisstjóri kæmi til
vinnu. Eins og vera ber var ég
fljótur að greina Friðriki frá
þessu.
Þegar Gústav ráðuneytis-
stjóri kemur ti! starfa eftir
sjúkrahúsdvölina skeður það
fyrst að yfirmenn okkar, pró-
fessor Jóhann Sæmundsson og
prófessor Snorri Hallgrímsson,
eru beðnir um skýrslu um
vinnutíma okkar Friðriks, það
er fjölda dagvinnustunda og
næturvinnustunda. Báðir viss-
um við um efni beggja þessara
skýrslna og vorum þeim sam-
þykkir. Þessar upplýsingar
beggja yfirmanna okkar urðu
þau gögn sem mestu réðu um
endanlega niðurstöðu málsins.
Eftir brottför sína af lyflækn-
ingadeild mætti Gústav ráðu-
neytisstjóri töluverðan tíma til
eftirlits hjá lækni sínum þar,
prófessor Jóhanni Sæmunds-
syni. Hann var áhugasamur um
farsæla lausn á þessu launamáli
okkar Friðriks og fylgdist vel
með því. Einnig hitti ég ráðu-
neytisstjórann stöku sinnum og
fékk því fregnir af gangi máls-
ins. Afgreiðsla máls okkar stóð
um tveggja mánaða skeið og
vorum við Friðrik aldrei kvadd-
ir þar til viðræðna. Þegar liðið
er á annan mánuð (í desember)
og komið er að lokaafgreiðslu,
kemur í ljós að ekki liggur fyrir í
ráðuneytinu nein beiðni frá
okkur Friðriki um launahækk-
un. Þetta skýrir hve seint heyrist
frá okkur í þessu máli. Bréf
okkar er dagsett 10. desember
1952. Skömmu síðar kemur nið-
urstaðan sem tók gildi 1. janúar
1953.
Kemur þá að bréfi okkar
Friðriks sem hann birtir í heild
og sent var til þriggja aðila:
stjórnarnefndar ríkisspítala,
heilbrigðisráðuneytis og fjár-
málaráðuneytis. Þar greinum
við frá sama vinnustundafjölda
okkar að degi til og að næturlagi
óbreyttum eins og stendur í
skýrslum yfirmanna okkar.
Aðalinnihald þessa bréfs eru
bollaleggingar okkar um ýmsar
æskilegar breytingar á högum
okkar í starfi sem engan veginn
voru viðkomandi máli því sem
fyrir lá til afgreiðslu, það er
greiðsla til okkar fyrir nætur-
vaktastörf. Þessar tillögur
komu því ekki til umræðu í
ráðuneytinu.
Við leggjum til f þessu bréfi
að okkur séu greiddar kr. 2000.-
á mánuði fyrir næturvaktastörf
en var úthlutað kr. 1000.- sem
bílastyrk. Þetta voru einu af-
skipti eða hlutdeild okkar Frið-
riks í þessu máli við vinnuveit-
endur okkar. Gat hún ekki
minni verið og sýnir að bréfið er
nánast formsatriði og einnig hve
utangátta við vorum í málinu
alla tíð.
Fleiri eru til frásagnar en ég
urn þetta launamál okkar Frið-
riks, svo sem tveir nánir sam-
starfsmenn mínir um áratuga-
skeið. Annar þeirra starfaði við
hlið mér á lyflækningadeild
meðan þetta mál var á döfinni.
Við Friðrik höfðum til
margra ára starfað á ýmsum
sjúkrahúsum í Danmörku og
vorum því vel kunnugir launa-
kjörum danskra spítalalækna.
Því var okkur nærtækt að taka
mið af þeirri vitneskju með
óraunsæjum tillögum okkar í
þessu bréfi svo sem: „Teldum
við sanngjarnt, að tekjur okkar
væru það háar, að við gætum
lifað af þeim launum, án þess að
hafa önnur launuð störf.“ A
öðrum stað stendur: „Eðlilegt
væri, að fastráðnir læknar spít-
alans hefðu læknisbústað á lóð-
inni, en fyrst svo er ekki, ætti að
greiða húsaleigu þeirra að
fullu.“ Slíkar tillögur voru ekki
á dagskrá og komu því ekki til
afgreiðslu.
Sýnt er að við Friðrik gátum
setið rólegir meðan á afgreiðslu
máls okkar stóð. Til þess sá
stjórnandinn, sem var næstæðsti
embættismaður þjóðarinnar í
heilbrigðismálum. Þessar
ástæður valda því að við Friðrik
vorum liðléttingar í málinu. I
bréfi okkar til ráðuneytisins
gerðum við okkur grein fyrir
takmörkunum á launakröfum f
máli okkar. I skrifi sínu virðist
Friðrik ekki vera það enn ljóst,
svo að halda má að þáttur okkar
sé stærri en raun ber vitni.
Því er rétt og skylt að skýra
stuttlega frá málsatvikum og
staðreyndum:
1. Hvorug stjórn læknafélag-
anna, íslands eða Reykjavíkur,
fékk vitneskju um að launa-
kröfumál okkar Friðriks væri til
umræðu og afgreiðslu í dóms-
málaráðuneytinu.
Hvorugur okkar Friðriks veit
neitt um að þetta mál hafi verið
tekið upp til meðferðar fyrr en
dómsmálaráðherra hefir ákveð-
ið, að tilmælum ráðuneytis-
stjóra, að það skuli tekið til af-
greiðslu. Ekki vorum við Frið-
rik kvaddir til fundar í
ráðuneytið meðan um málið var
fjallað. Á lokastigi málsins
kemur á daginn að engin beiðni
liggur fyrir um launahækkun
vegna næturvaktavinnu okkar,
sem málið snerist um. Veitt var
helmingur umbeðinnar fjárupp-
hæðar kr. 1000.- á mánuði sem
bílastyrkur. Þetta voru einu af-
skipti okkar Friðriks í þessu
launakröfumáli við launagreið-
endur okkar.
2. Ráðuneytisstjórinn í dóms-
mála- og heilbrigðisráðuneyti
tekur málið upp af sjálfsdáðum,
og veitir því forystu. Hann sat
Framhald á næstu síðu