Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 62
528
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Frá tryggingayfirlækni
Nýjar reglur um greiðsluþátttöku
sjúkratrygginga í þjálfun
Taka gildi 1. september 1997
Á fundi sínum þann 13. júní
1997 samþykkti tryggingaráð
nýjar reglur varðandi greiðslu-
þátttöku sjúkratrygginga í þjálf-
un. Með nýju reglunum er
stefnt að einföldun og að draga
úr skriffinnsku, jafnframt því að
samræma greiðslureglur varð-
andi sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun
og talþjálfun. Sérstaklega er
hugsað um að börn, ellilífeyris-
þegar og öryrkjar þurfi ekki að
greiða háar fjárhæðir fyrir þjálf-
un, óháð sjúkdómsgreiningu.
Greiðsluþátttaka sjúkra-
trygginga í sjúkraþjálfun og tal-
þjálfun hefur hingað til farið eft-
ir sjúkdómsgreiningu. Reglur
um greiðsluþátttöku TR vegna
þjálfunar hafa verið breytilegar
eftir því hvort um sjúkra-, iðju-
eða talþjálfun er að ræða og í
litlu samræmi við greiðslur
sjúkratrygginga fyrir aðra sjúk-
dómsmeðferð. Sá sem hefur ill-
víga liðagigt hefur til dæmis
ekki þurft að greiða neitt fyrir
sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun, en
þurft að greiða hluta kostnaðar
við læknisþjónustu (hvort held-
ur er hjá heimilislækni eða sér-
fræðingi), blóð- og röntgen-
rannsóknir og lyfjameðferð (en
hefur þar greitt minna en ella ef
hann er öryrki eða ellilífeyris-
þegi).
Nýju reglurnar eru
sem hér segir:
Börn og unglingar yngri en 16
ára, ellilífeyrisþegar og örorku-
lífeyrisþegar greiða á stofu
þjálfara 25% þjálfunarkostnað-
arins fyrir fyrstu 15 skiptin á al-
manaksári. Ef þjálfunarskipti
eru á einu almanaksári fleiri en
15 greiðir TR þjálfunina að fullu
út almanaksárið (staðfest með
útgáfu skírteinis, sem sækja þarf
um). Hér er miðað við saman-
lagðan skiptafjölda á almanaks-
ári í sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun
og talþjálfun.
Aðrir greiða á stofu þjálfara
50% þjálfunarkostnaðarins
fyrir fyrstu 24 skiptin á alman-
aksári, en eftir það 25% kostn-
aðarins út almanaksárið.
Miðað er við samanlagðan
skiptafjölda á almanaksári í
sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og
talþjálfun.
Greiðsluþátttaka í heima-
sjúkraþjálfun: Sjúklingur greið-
ir sama gjald og vegna sjúkra-
þjálfunar á stofu, en sækja þarf
fyrirfram um heimild til heima-
þjálfunar hjá TR. Forsenda þess
að samþykkt sé greiðsla sjúkra-
þjálfunar í heimahúsi er að sjúk-
dómsástand eða fötlun umsækj-
anda sé þess eðlis að hann sé lítt
ferðafær og að aðstæður hans
séu að öðru leyti þannig að hon-
um sé ókleift að komast á stofu
til sjúkraþjálfara. Ef óskað er
eftir greiðslu TR fyrir sjúkra-
þjálfun í heimahúsi þarf því
læknir eða sjúkraþjálfari að gefa
upplýsingar um aðstæður heima
hjá umsækjanda (til dæmis á
hvaða hæð hann býr og hvort
lyfta er í húsinu) og hvað komi í
veg fyrir að hann geti ferðast á
milli heimilis og þjálfunarstaðar
(til dæmis með ferðaþjónustu
fatlaðra). Tryggingayfirlækni er
heimilt að falla frá greiðsluþátt-
töku sjúklings í heimasjúkra-
þjálfun ef um mjög alvarlegt
sjúkdómsástand (til dæmis
krabbamein eða sjúkdóm Park-
insons á lokastigi) eða mjög al-
varlega fötlun er að ræða.
Reglur um endurgreiðslu á
umtalsverðum útgjöldum
sjúkratryggðra: Fyrirhugað er
að Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið breyti reglum
um endurgreiðslu á umtalsverð-
um útgjöldum sjúkratryggðra
vegna læknishjálpar og lyfja, á
þann veg að þær nái einnig til
kostnaðar við þjálfun (sjúkra-
þjálfun, iðjuþjálfun og talþjálf-
un). Með því móti er hægt að
koma til móts við þá sem hafa
mjög lágar tekjur og þurfa mikla
þjálfun. Auk þess geta tekjulág-
ir Iífeyrisþegar sótt um uppbót á
lífeyri sinn vegna sjúkrakostn-
aðar vegna kostnaðar við þjálf-
un.
Bráðabirgðaákvæði: Par sem
nýju reglurnar gilda aðeins fjóra
mánuði á árinu 1997 verður
miðað við að börn, ellilífeyris-
þegar og örorkulífeyrisþegar
greiði 25% af kostnaði við þjálf-
un fyrir fyrstu fimm skiptin og
síðan greiði TR þjálfunina að
fullu út almanaksárið og að aðr-
ir greiði fyrstu átta skiptin 50%
þjálfunarkostnaðarins, en eftir
það 25% kostnaðarins út alm-
anaksárið.
Pjálfun vegna afleiðinga slysa
sem bótaskyld eru hjá TR verð-
ur sem fyrr greidd að fullu.)