Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
521
sóknir sínar á þessum árum í er-
lendum tímaritum. Pegarfrægir
erlendir prófessorar í erfða-
fræði komu til Islands til þess að
vinna að stofnun Erfðafræði-
nefndar Háskóla íslands með
styrk frá Bandaríkjunum, var
Olafur einn af fulltrúum Islands
til þess að koma því máli í kring.
Notaði Ólafur síðan gagnasöfn-
un erfðafræðinefndar mikið í
rannsóknum sínum.
Straumhvörf verða í starfi Ól-
afs árið 1972, þegar hann er
skipaður forstöðulæknir Blóð-
bankans. Hann hafði í næstum
15 ár rekið einkarannsóknar-
stofu og er kominn nálægt
fimmtugu þegar hann fær tæki-
færi til þess að reka þjónustu- og
rannsóknarstarfsemi á Land-
spítalalóðinni. Nýtti Ólafur það
tækifæri til hins ýtrasta. Hann
stofnaði erfðafræðideild við
Blóðbankann og þar fór megin-
hluti vísindarannsóknanna
fram. Jafnframt kom hann
rekstri Blóðbankans í nútíma-
legra form. Afkastamesta tíma-
bilið á starfsferli
Ólafs hófst nú og
birtu hann og
samstarfsmenn
hans fjöldan all-
an af vísindarit-
gerðum í góðum
erlendum tíma-
ritum og hélt
þessi starfsemi
áfram alveg þar
til Ólafur fór á
eftirlaun í lok
ársins 1994. Það
voru mörg við-
fangsefnin sem
Ólafur fékkst
við. Mestan
áhuga hafði
hann á arfgeng-
um blóðsjúk-
dómum og fjall-
aði doktorsrit-
gerð hans um
það efni. Sömu-
leiðis hafði hann
mikinn áhuga á erfðagöllum og
arfgengum breytileika í ónæm-
iskerfinu. Ólafur var nú orðinn
forstöðumaður stofnunar og
hafði stöður fyrir nokkra sam-
starfsmenn sem unnu með hon-
um. Þessi rannsóknarstarfsemi
var stór á íslenskan mælikvarða,
en rannsóknarstofan var auðvit-
að ekki stór þegar miðað er við
erlendar aðstæður. Ólafur lét
þessa takmörkun ekki á sig fá og
stofnaði til fjölmargra sam-
vinnusambanda við bestu rann-
sóknarstofur erlendis, til þess
að leysa verkþætti sem ekki var
unnt að sinna í Blóðbankanum.
Pað einkenndi þessi samvinnu-
sambönd, að Ólafur átti frum-
kvæði að rannsóknarverkefninu
og kom sínum hugmyndum á
framfæri við erlenda vísinda-
menn. Ólafur leitaði ávallt uppi
fremstu vísindamenn erlendis
tii að vinna með. Seinna, þegar
ég kynntist sumum þessara vís-
indamanna sjálfur, sögðu þeir
mér að þeir hefðu hrifist af per-
sónutöfrum Ólafs og ímyndun-
arafli hans og þess vegna fallist á
að starfa með honum.
Eitt mikilvægasta og áhuga-
verðasta verkefni sem Ólafur
fékkst við var arfgeng heila-
blæðing. Hann vann að þessu
með fjölmörgum samstarfs-
mönnum heima og erlendis og
hafði náið samstarf við prófess-
or Gunnar Guðmundsson, vin
sinn. Gunnar hafði haft forystu
um að rannsaka sjúklinpana
klínískt, en aðaláhugamál Olafs
var að einangra úr heilanum
efnið sem virtist valda sjúk-
dómnum. Fékk Ólafur að lok-
um vísindamenn í New York til
þess að einangra efnið og leiddi
það síðar til þess að unnt var að
uppgötva orsökina fyrir sjúk-
dómnum. Starfsbræður Ólafs á
Islandi og rannsóknarstofa
Anders Grubb, prófessors í
Lundi, birtu síðan margar
greinar um þetta efni og mun
þessi vinna líklega leiða til þess
að unnt verði að lækna sjúk-
dóminn í framtíðinni.
Ólafur var ekki einungis
Prófessor Ólafur Jensson lét af störfum í Blóðbankanum í árslok 1994. Við það
tækifæri færði samstarfsfólk honum málverk. Ljósm.: Ragnheiður Fossdal.