Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 10
478 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 (seminoma). Tæplega helmingur eru frjó- frumuæxli með mismunandi og oft blandaðri meingerð, en eru engu að síður flokkuð saman sem frjófrumuæxli önnur en sáðkrabbamein (non-seminoma). Erlendis hefur síðustu tvo áratugi verið sýnt fram á mjög bættar lífshorfur sjúklinga með þessi æxli. Lítil von var um lækn- ingu áður, nema sjúkdómur væri staðbundinn, en ný krabbameinslyf hafa breytt miklu um meðferð við útbreiddum sjúkdómi. Lífshorfur íslenskra karla með þennan sjúkdóm eru ekki þekktar. Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna með hvaða hætti sjúklingar með frjófrumuæxli önnur en sáðkrabbamein grein- ast hérlendis, stigun sjúkdómsins við grein- ingu, nýgengi, vefjagerð, meðferð og lífshorf- ur. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er aftur- skyggn og nær til allra íslenskra karlmanna, sem greindust með þessa gerð æxla á árunum 1971-1995. Upplýsingar um einkenni, aldur, greiningarár, stigun, meðferð og gang sjúk- dóms eru fengnar úr sjúkraskrám. Öll vefjasýni voru endurskoðuð af meinafræðingi. Stuðst var við stigunarkerfi kennt við Boden og Gibb og lifshorfur reiknaðar með Kaplan-Meier að- ferð. Niðurstöður: Alls greindust 57 sjúklingar á tímabilinu, meðalaldur var 29,1 ár og aldursbil 17-52 ár. Aldursstaðlað nýgengi á tímabilinu var 1,8 fyrir 100.000 karla á ári. Flestir leituðu til læknis vegna fyrirferðar í eista (93%), en aðrir kvörtuðu yfir verk eða þyngslatilfinningu í pung (56%). Tæplega fimmtungur hafði haft einkennin í meira en sex mánuði fyrir grein- ingu en fæstir (5%) í minna en tvær vikur. Eistabrottnám var framkvæmt í öllum tilvik- um. Meðalstærð æxlis var 4,3 cm (1-12 cm). Stigun, byggð á skoðun og rannsóknum, leiddi í ljós að rúmlega helmingur virtist með stað- bundinn sjúkdóm við greiningu en 17% með útbreiddan. Af þeim sem virtust vera með staðbundinn sjúkdóm við greiningu fengu 38% meinvörp síðar. Fimrn ára lífshorfur hópsins í heild voru 83%. Greinileg breyting verður á lífshorfum eftir að ný lyf komu til sögunnar. Þannig eru fimm ára lífshorfur þeirra, sem greindust fyrir 1978 aðeins 36%, en 98% eftir það. Sjúklingar greindir fyrir 1978 sem létust, gerðu það allir af völdum sjúkdómsins. Af sjúklingum greindum 1978 og síðar hafa tveir látist, annar af völdum sjúkdómsins. Tilgáta: Nýgengi frjófrumuæxla annarra en sáðfrumukrabbameins á íslandi er svipað og hjá öðrum vestrænum þjóðum, að undanskild- um Danmörku og Noregi þar sem sjúkdómur- inn er mun algengari. Klínísk einkenni og sjúk- dómsstigun eru einnig sambærileg. Lífshorfur sjúklinga hér á landi hafa batnað umtalsvert síðasta áratuginn og má gera ráð fyrir að lang- flestir læknist jafnvel þótt um útbreiddan sjúk- dóm sé að ræða. Inngangur Krabbamein í eistum eru í 95% tilvika upp- runnin frá frjófrumum eistans. Frjófrumuæxli skiptast í tvo flokka háð vefjagerð, sem eru álíka algeng. Annars vegar í sáðkrabbamein (seminoma) og hins vegar í frjófrumuæxli önn- ur en sáðkrabbamein (non-seminoma). Þessi skipting hefur þýðingu varðandi meðferð og horfur. Eins og nafnið gefur til kynna eru þessi æxli af fjölbreytilegum toga en aðallega eru þau þó ferns konar; fósturvísiskrabbamein (embryonal carcinoma), fjölkímsæxli (tera- toma), æðabelgskrabbamein (choriocarcin- oma) og blómabelgskrabbamein (yolk sac tu- mor). Æxlin eru oftast af blandaðri vefjagerð þar sem hlutdeild fjölkímskrabbameins (tera- tocarcinoma) er mest. Sáðfrumur mynda oft hluta æxlis en það hefur ekki áhrif á vefjaflokk- un. Erlendis hefur síðustu áratugi verið sýnt fram á umtalsvert bættar lífshorfur sjúklinga með útbreitt eistakrabbamein eða frá 10-30% fimm ára lífshorfum (1-3) í 75-87% (1,4-6). Bætt lyfjameðferð er þar talin ráða úrslitum. Aðalhvatinn að þessari rannsókn var að kanna hvort við getum borið okkur saman við ná- grannaþjóðir varðandi stigun, greiningu, ný- gengi, vefjagerð, meðferð og lífshorfur. Þessi grein fjallar um sjúklinga greinda með frjófrumuæxli í eistum, önnur en sáðkrabba- mein. Niðurstöðurnar eru hluti af stærri rann- sókn á illkynja æxlum í eistum á Islandi sem unnið hefur verið að síðustu fjögur árin á Landspítalanum (7). Efniviður og aðferðir Rannsóknin nær til allra íslenskra karla sem greindust með frjófrumuæxli önnur en sáð- krabbamein í eistum á 25 ára tímabili frá 1. janúar 1971 til 31. desember 1995. Samkvæmt Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands greindust á árunum 1971-1995 106 einstakling-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.