Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1997, Síða 10

Læknablaðið - 15.07.1997, Síða 10
478 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 (seminoma). Tæplega helmingur eru frjó- frumuæxli með mismunandi og oft blandaðri meingerð, en eru engu að síður flokkuð saman sem frjófrumuæxli önnur en sáðkrabbamein (non-seminoma). Erlendis hefur síðustu tvo áratugi verið sýnt fram á mjög bættar lífshorfur sjúklinga með þessi æxli. Lítil von var um lækn- ingu áður, nema sjúkdómur væri staðbundinn, en ný krabbameinslyf hafa breytt miklu um meðferð við útbreiddum sjúkdómi. Lífshorfur íslenskra karla með þennan sjúkdóm eru ekki þekktar. Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna með hvaða hætti sjúklingar með frjófrumuæxli önnur en sáðkrabbamein grein- ast hérlendis, stigun sjúkdómsins við grein- ingu, nýgengi, vefjagerð, meðferð og lífshorf- ur. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er aftur- skyggn og nær til allra íslenskra karlmanna, sem greindust með þessa gerð æxla á árunum 1971-1995. Upplýsingar um einkenni, aldur, greiningarár, stigun, meðferð og gang sjúk- dóms eru fengnar úr sjúkraskrám. Öll vefjasýni voru endurskoðuð af meinafræðingi. Stuðst var við stigunarkerfi kennt við Boden og Gibb og lifshorfur reiknaðar með Kaplan-Meier að- ferð. Niðurstöður: Alls greindust 57 sjúklingar á tímabilinu, meðalaldur var 29,1 ár og aldursbil 17-52 ár. Aldursstaðlað nýgengi á tímabilinu var 1,8 fyrir 100.000 karla á ári. Flestir leituðu til læknis vegna fyrirferðar í eista (93%), en aðrir kvörtuðu yfir verk eða þyngslatilfinningu í pung (56%). Tæplega fimmtungur hafði haft einkennin í meira en sex mánuði fyrir grein- ingu en fæstir (5%) í minna en tvær vikur. Eistabrottnám var framkvæmt í öllum tilvik- um. Meðalstærð æxlis var 4,3 cm (1-12 cm). Stigun, byggð á skoðun og rannsóknum, leiddi í ljós að rúmlega helmingur virtist með stað- bundinn sjúkdóm við greiningu en 17% með útbreiddan. Af þeim sem virtust vera með staðbundinn sjúkdóm við greiningu fengu 38% meinvörp síðar. Fimrn ára lífshorfur hópsins í heild voru 83%. Greinileg breyting verður á lífshorfum eftir að ný lyf komu til sögunnar. Þannig eru fimm ára lífshorfur þeirra, sem greindust fyrir 1978 aðeins 36%, en 98% eftir það. Sjúklingar greindir fyrir 1978 sem létust, gerðu það allir af völdum sjúkdómsins. Af sjúklingum greindum 1978 og síðar hafa tveir látist, annar af völdum sjúkdómsins. Tilgáta: Nýgengi frjófrumuæxla annarra en sáðfrumukrabbameins á íslandi er svipað og hjá öðrum vestrænum þjóðum, að undanskild- um Danmörku og Noregi þar sem sjúkdómur- inn er mun algengari. Klínísk einkenni og sjúk- dómsstigun eru einnig sambærileg. Lífshorfur sjúklinga hér á landi hafa batnað umtalsvert síðasta áratuginn og má gera ráð fyrir að lang- flestir læknist jafnvel þótt um útbreiddan sjúk- dóm sé að ræða. Inngangur Krabbamein í eistum eru í 95% tilvika upp- runnin frá frjófrumum eistans. Frjófrumuæxli skiptast í tvo flokka háð vefjagerð, sem eru álíka algeng. Annars vegar í sáðkrabbamein (seminoma) og hins vegar í frjófrumuæxli önn- ur en sáðkrabbamein (non-seminoma). Þessi skipting hefur þýðingu varðandi meðferð og horfur. Eins og nafnið gefur til kynna eru þessi æxli af fjölbreytilegum toga en aðallega eru þau þó ferns konar; fósturvísiskrabbamein (embryonal carcinoma), fjölkímsæxli (tera- toma), æðabelgskrabbamein (choriocarcin- oma) og blómabelgskrabbamein (yolk sac tu- mor). Æxlin eru oftast af blandaðri vefjagerð þar sem hlutdeild fjölkímskrabbameins (tera- tocarcinoma) er mest. Sáðfrumur mynda oft hluta æxlis en það hefur ekki áhrif á vefjaflokk- un. Erlendis hefur síðustu áratugi verið sýnt fram á umtalsvert bættar lífshorfur sjúklinga með útbreitt eistakrabbamein eða frá 10-30% fimm ára lífshorfum (1-3) í 75-87% (1,4-6). Bætt lyfjameðferð er þar talin ráða úrslitum. Aðalhvatinn að þessari rannsókn var að kanna hvort við getum borið okkur saman við ná- grannaþjóðir varðandi stigun, greiningu, ný- gengi, vefjagerð, meðferð og lífshorfur. Þessi grein fjallar um sjúklinga greinda með frjófrumuæxli í eistum, önnur en sáðkrabba- mein. Niðurstöðurnar eru hluti af stærri rann- sókn á illkynja æxlum í eistum á Islandi sem unnið hefur verið að síðustu fjögur árin á Landspítalanum (7). Efniviður og aðferðir Rannsóknin nær til allra íslenskra karla sem greindust með frjófrumuæxli önnur en sáð- krabbamein í eistum á 25 ára tímabili frá 1. janúar 1971 til 31. desember 1995. Samkvæmt Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands greindust á árunum 1971-1995 106 einstakling-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.