Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1997, Page 54

Læknablaðið - 15.07.1997, Page 54
520 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Prófessor Ólafur Jensson 16. júní 1924 - 31. október 1996 Ég varð fyrir því láni fyrir 20 árum að kynnast Ólafi Jenssyni sem þá var forstöðumaður Blóðbankans. A þessum tíma var ég nýútskrifaður læknir og var að velta fyrir mér að leggja fyrir mig rannsóknarstörf innan læknisfræðinnar. Einn kennara minna úr læknadeild, Jónas Hallgrímsson, benti mér á að leita til Ólafs Jenssonar. Ólafur hafði þá ekki stöðu við lækna- deildina, en hafði aðstöðu til erfðarannsókna í kjallara Blóðbankans þar sem hann starfaði ásamt samstarfsmanni sínum, Alfreð Arnasyni, erfða- fræðingi. Vinna Ólafs og Al- freðs var á þessum árum besta rannsóknarvinna í læknisfræði sem fram fór á Landspítalalóð- inni. Blóðbankinn var á þessum tíma ákaflega skemmtilegur vinnustaður undir forystu Ólafs og ekki leið á löngu þar til Ólafi og Alfreð hafði tekist að smita mig af ólæknandi áhuga á mannerfðafræði. Ólafur átti auðvelt með að hvetja aðra því hann var óvenju bjartsýnn, hafði brennandi áhuga á verk- efnum sínum og beitti ríkri kímnigáfu sinni til þess að skapa spennandi andrúmsloft á vinnu- staðnum. Hann hafði sambönd út um allan heim og talaði við eða skrifaðist á við fræga vís- indamenn daglega. Þetta olli því að mér fannst eins og ég væri korninn í hringiðu hins alþjóð- lega vísindastarfs og var það áhugaverð breyting frá verunni í læknadeild háskólans sem var rekin eins og gamaldags em- bættismannaskóli án vísinda- Minning menningar eða vísindaáhuga. Við Ólafur urðum fljótt nánir vinir og hann aðstoðaði mig við að komast til náms erlendis. Hann var mér á vissan hátt eins og faðir, enda kallaði ég hann gjarnan Ólaf fóstra minn í sam- ræðum við vini mína. Eftir að ég settist að erlendis höfðum við Ólafur ávallt rnikið samband með heimsóknum og bréfaskriftum. Ég fékk reglu- lega stuttar skýrslur frá Ólafi um vísindastarfið í Blóðbank- anum og fylgdist því vel með hvað hann var að aðhafast heima á Fróni. Bréf Ólafs voru jafnan kærkomin því brennandi áhugi hans á starfinu hafði hvetjandi áhrif og oft voru þessi bréf krydduð margbreytilegri gamansemi. Náms- og starfsferill Ólafs var á margan hátt óvenjulegur. Hann fór til Bretlands í nám í blóðmeinafræði og dvaldi þar í tvö ár. Síðara árið vann hann að rannsóknarverkefni með pró- fessor John Dacie á Hammer- smith sjúkrahúsinu. Þetta ár varð honum lærdómsríkt og smitaði hann af vísindaáhugan- um sem hann hafði síðar ævi- langt. Þegar heim kom fékk hann ekki stöðu við sjúkrahúsin í Reykjavík og setti því á stofn rannsóknarstofu í blóðmeina- fræði, fyrst á Klapparstígnum og síðan í Domus Medica, sem hann rak í tvo áratugi með góð- urn árangri. Ólafur lét ekki fjár- skort á sig fá og beitti ímyndun- arafli sínu til þess að koma starf- seminni í gang. Hann bjó til hitabað úr ölkassa frá Agli Skallagrímssyni og sagði að merkasta vísindauppgötvun sín væri sú að „ölgerðin byggi til bestu rannsóknartækin". Upp úr 1960 fékk Ólafur mikinn áhuga á erfðafræði og fór aftur til Bretlands til þess að kynna sér litningarannsóknir. Þessi ferð var byrjunin á viðhalds- og símenntun Ólafs, sem átti eftir að einkenna starfsferil hans alla tíð. Hann var fyrsti íslenski læknirinn sem kynnti sér erfða- fræði til þess að greina og skilja eðli sjúkdóma. Ólafur hafði for- ystu um að greina legháls- krabbamein á byrjunarstigi og hefur sú starfsemi verið ein af mikilvægustu þáttum í starfi krabbameinsfélagsins. Hann var á þessum árum „praktíserandi læknir útí bæ“, en notaði frístundir sínar til þess að rannsaka arfgenga erfðagalla í íslendingum, mest blóðsjúk- dóma. Náði Ólafur síðar að birta fræðiritgerðir um rann-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.