Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 6

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 6
550 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83: 550-3 Ritstjórnargrein Framhaldsnám lækna á íslandi - hvert stefnir? Meginhlutverk heilbrigðisþjónustu er að sinna sjúkum, koma í veg fyrir sjúkdóma, efla heilsufar og auka vellíðan. Hlutverk heilbrigð- iskerfisins, einkum stærri sjúkrahúsa og heilsu- gæslustöðva, er þó víðtækara og er í megin- atriðum þríþætt: þjónusta við almenning, kennsla og menntun heilbrigðisstétta og vís- inda- og þróunarstarfsemi. Eðlileg og hagkvæm þróun heilbrigðisþjón- ustunnar er mjög undir ofangreindum þáttum komin. Gæði sjúkrastofnana er alls staðar í heiminum mjög nátengd áherslu þeirra á kennslu- og vísindastörf. Þau sjúkrahús í ná- grannalöndum okkar sem bestum árangri ná leggja öll þunga áherslu á þessi atriði, enda eru þau lykillinn að því að fá áhugasamt og hæfi- leikaríkt fólk til starfa. Flestir íslenskir læknar hafa til þessa stundað framhaldsnám erlendis við góðar stofnanir, þar sem rík áhersla er lögð á tengingu þjónustu við vísindastarfsemi. Þeir hafa því getað flutt nýja, hagnýta og fræðilega þekkingu fljótt til landsins að framhaldsnámi loknu. Oft halda þeir ennfremur tengslum við hinar erlendu stofnanir eftir að þeir hefja störf hérlendis, leita þar fanga um samstarf og endurmenntun og veita yngri læknunt brautargengi þangað. Fræðilegar áherslur eru oft mismunandi á hin- um ýmsu stöðum og sumir telja að þetta víð- tæka og fjölbreytilega alþjóðlega framhalds- nám íslenskra lækna og þau tengsl sem af því hljótast séu einn helsti styrkur íslensks heil- brigðiskerfis. Mest hafa unglæknar sótt til Norðurlanda, einkum Svíþjóðar, og Bandaríkjanna, í minna mæli til Bretlands og Kanada en sókn til Hol- lands hefur færst í aukana. Undanfarin ár hef- ur þó þrengst um hag íslenskra lækna að þessu leyti og er orðið erfiðara en áður að fá námsvist erlendis. Til dæmis er mjög erfitt að fá náms- vist í Svíþjóð og nær útilokað í Kanada, þó enn sé nægilegt og jafnvel verulegt framboð á stöð- um í Noregi. í síðasta hefti Læknablaðsins skýra tveir ís- lenskir læknar í framhaldsnámi í Bandaríkjun- um, þeir Davíð O. Arnar og Ólafur Baldurs- son, frá því að nokkrar blikur séu þar á lofti varðandi námsvist erlendra lækna. Þar kemur fram að samstarfsnefnd á vegum sex lækna- samtaka í Bandaríkjunum hefur lagt til við þingið að námsstöðum á fyrsta ári verði fækk- að um 8.000 og að Medicare, opinbert trygg- ingafélag öryrkja og aldraðra, greiði sjúkra- húsum ekki lengur fyrir menntun erlendra lækna. Ef af verður er líklegt að þrengja muni að möguleikum íslenskra lækna til náms þar. Því er nokkur hætta á að mun örðugra verði um námsvist íslenskra lækna austan hafs og vestan á næstu árum en áður. Eðlilega kalla þeir Davíð og Ólafur eftir viðbrögðum okkar sem heima sitjum við þessum fregnum. Ástandið um þessar mundir Hérlendis eru nú faglegar forsendur fyrir framhaldsnámi, að minnsta kosti að hluta, í stærstu greinum læknisfræðinnar, til dæmis skurðlækningum, lyflækningum, geðlækning- um, barnalækningum, kvensjúkdómum og fæðingarhjálp, heimilislækningum og meina- fræði. Hér er starfandi í öllum greinum mjög fært fólk sem bæði fylgist með og á þátt í að búa til nýja þekkingu í fagi sínu. Fjölbreytni við- fangsefna, að minnsta kosti í stærstu greinun- um, er einnig furðumikil, sjaldgæfir sjúkdómar eru líka til á íslandi, þó eðlilega flestir mun fátíðari en annars staðar. Ein af skilgreiningum

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.