Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 579 Það var okkar klíníska mat meðan á rannsókn- inni stóð að sjúklingar í hópi A væru virkari og almennt við betri heilsu þó nákvæmar upplýs- ingar urn það skorti. ísetning geilsavirkra 198Au korna hafði ekki í för með sér aukaverkanir eða óþægindi um- fram það sem búast má við eftir berkjuspeglun. Flestir sjúklingar gátu útskrifast eftir stutta legu og fengið ytri geislameðferð utan spítala. Sjúklingar í hópi B þurftu oftar á lengri sjúkra- húsvist að halda og tveir þeirra fengu verulega geislalungnabólgu. Þetta var óvænt þar sem sjúklingar í hópi A fengu meiri geislun þegar 198Au meðferðin er tekin með. Þrír sjúklingar úr hópi A létust skyndilega af völdum blóðhósta en aðeins einn úr hópi B. Þessi fylgikvilli staðbundinnar geislameðferðar í berkjum er þekktur (20) og stafar líklega af því að berkjuveggurinn eyðist og þegar æxlið vex á ný grefur það sér leið inn í stórar æðar. ísetning geislavirkra korna er einföld aðferð við staðbundna geislameðferð í berkjum og á færi allra sem hafa þjálfun í berkjuspeglun (16- 17). Tækjabúnaður er einfaldur og meðferðin ódýr. Skammtastjórnun er hins vegar óná- kvæm og hefur það verið talinn helsti ókostur þessa meðferðarforms. Þau æxli sem best eru fallin til meðferðar með þessari tækni eru æxli sem vaxa greinilega inn í berkjur. Við meðferð æxla sem vaxa í berkjuvegg, eða þrýsta á hann að utan, hentar betur meðferð með geislagjöf- um í plastleggjum sem þræddir eru inn í berkj- ur. Slík meðferð krefst dýrari tækjabúnaðar og endurtekinna berkjuspeglana en skammta- stjórnun er nákvæmari (3,6,8,21). Staðbundin geislameðferð lungnakrabba- meina mun fyrst og fremst gegna hlutverki við að lina þjáningar og bæta líðan sjúklinga með æxlisvöxt í berkjum og fylgikvilla þeirra. Rann- sóknir hafa sýnt góðan árangur slíkrar geislun- ar við meðferð blóðhósta og ýmissa fylgikvilla berkjuþrengsla (5-7,21). Notkun leysigeisla er fljótleg aðferð til að opna berkjuþrengsli af völdum æxla en árangur er oft skammvinnur nema geislameðferð sé einnig beitt (7,8). Þá hafa loftvegafóðringar (stent) verið notaðar með nokkrum árangri til að opna berkjur sem lokast hafa vegna æxlisvaxtar (22). Sýnt hefur verið fram á samband milli geisla- skammts og staðbundins árangurs á æxlisvöxt í brjóstkassa (12) en áhrif þessa á langlífi hafa verið umdeild. Við upphaf þessarar rannsókn- ar var það von okkar að notkun tveggja geisl- unaraðferða saman mundi leiða til langlífis sumra sjúklinga með staðbundinn sjúkdóm. Margfalt stærri rannsókn þyrfti til að svara þeirri spurningu með öruggum hætti. Nýlegar rannsóknir á notkun lyfjameðferðar með cisplatíni og fleiri lyfjum ásamt ytri geisl- un hefur gefið betri raun en geislameðferð ein sér (23,24). Þá hafa fyrstu niðurstöður rann- sókna á lyfjameðferð fyrir skurðaðgerð bent til að þannig megi hækka hlutfall skurðtækra krabbameina og bæta lifun sjúklinganna (25,26). Frekari rannsóknir á samnýtingu með- ferðarúrræða munu leiða í ljós hvort ná megi betri árangri í meðferð óskurðtækra lungna- krabbameina. HEIMILDIR 1. Árnason S, Ragnarsson J. Lungnakrabbamein orðið mannskæðasta krabbameinið. Heilbrigðismál 1985; 33: 18-20. 2. Hilaris BS, Gomez J, Nori D, Anderson LL, Martini N. Combined surgery, intraoperative brachytherapy, and postoperative external radiation in stage III non-small cell lung cancer. Cancer 1985; 55: 1226-31. 3. Zajac AJ, Kohn ML, Heiser D, Peters JW. High-dose- rate intraluminal brachytherapy in the treatment of en- dobronchial malignancy. Radiology 1993; 187: 571-5. 4. Trédaniel J, Hennequin C, Zalcman G, Walter S, Ho- mason JP, Maylin C, et al. Prolonged survival after high-dose rate endobronchial radiation for malignant airway obstruction. Chest 1994; 105: 767-72. 5. Pisch J, Villamena PC, Harway JC, Rosenblatt E, Mis- hra S, Beattle EJ. High dose-rate endobronchial irradia- tion in malignant airway obstruction. Chest 1993; 104: 721-5. 6. Seagren SL, Harrell JH, Horn RA. High dose rate in- traluminal irradiation in recurrent endobronchial carci- noma. Chest 1985; 88: 810-4. 7. Lang N. Maners A, Broadwater J, Shewmake K, Chu D, Westbrook K. Management of airway problems in iung cancer patients using the neodymium-yttrium-Alu- minium-garnet (Nd-YAG) laser and endobronchial ra- diotherapy. Am J Surg 1988; 156: 463-5. 8. Eichenhorn MS, Kvale PA, Miks VM, Seydel G, Horo- witz B, Radke JR. Initial combination therapy with YAG laser photoresection and irradiation for inopera- ble non-small carcinoma of the lung. Chest 1990; 89: 782-5. 9. Miller JI, Phillips TW. Neodymium: YAG laser and brachytherapy in the management of inoperable bron- chogenic carcinoma. Ann Thorac Surg 1990; 50: 190-6. 10. Schray MF, McDougall JC, Martinez A, Cortese DA, Brutinel WM. Management of malignant airway com- promise with laser and low dose rate brachytherapy. The Mayo Clinic experience. Chest 1988; 93: 264-9. 11. Cotter GW, Herbert DE, Ellingwood KE. Inoperable endobronchial obstructing lung carcinoma treated with combined endobronchial and external beam irradiation. Southern Med J 1991; 84: 562-5. 12. Perez CA, Stanley K, Rubin P, Kramer S, Brady L, Perez-Tamayo R, et al. A prospective randomized study of various irradiation doses and fractionation schedules in the treatment of inoperable non-oat-cell carcinoma of the lung. Cancer 1980; 45: 2744-53.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.