Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 21

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 565 equinovarus, club foot), hælgengur kiðfótur (talipes calcaneovalgus). Einnig eru sinabein (sesamoides) algeng í fótum og valda oft óþæg- indurn og göngulagstruflunum. Holfótur og il- sig (pes planus, pes planovalgus) hafa verið meðal algengustu ástæðna innleggja og sér- smíðaðs fótabúnaðar barna og unglinga um langan aldur en almennt má segja að dregið hafi úr slíkum aðgerðum nú meðal annars vegna aukinnar fjölbreytni í framboði á skóm gerðum fyrir allar algengustu stöðuskekkjur á fótum. I smáliðum fótarins verða einnig slitgiktar- breytingar sem valda göngulagstruflunum og starfrænum skekkjum, klökkvi í bátsbeini hef- ur áður verið nefndur. Ymiss konar sársauka- ástand í þverboga ristar (arcus pedis transver- salis) og langboga fótar (arcus pedis longitud- inalis) er algengt, ekki síst hjá eldra fólki. Hlaupbelgir (ganglion) og iljarvörtur eru sömuleiðis algengar ástæður göngulagstrufl- ana, þær síðarnefndu oftar hjá börnum. Al- gengustu göngulagstruflandi lýti á tám eru kið- tá, stórutáarskekkja, sem er algengari hjá kon- um frá miðjum aldri, og hamartá, sem er föst beygja (flexion) í kjúkulið táar vegna ósam- ræmis milli átaks beygju- og réttisina. Slitgikt og þvagsýrugikt eru algengir kvillar í smáliðum fóta, klökkvi í ristarbeinshöfði hefur áður verið nefndur. Oft má gera sér betur grein fyrir hvers kyns fótarmein er um að ræða með því að skoða skóslit sjúklings, staðsetningu siggmeina á fóturn auk göngulagstruflana en allt þetta er oft sýnilegt áður en merki um kvillann koma fram til dæmis á röntgenmyndum. Sitthvað fleira mætti tína til en hér verður látið staðar numið með kvilla í berandi hluta stoðkerfis sem valdið geta göngutruflunum. Að lokum er vert að minnast göngulagstrufl- ana af óbeinum orsökum eða vegna sjúkdóma sem ekki eru sérstaklega tengdir slíkum trufl- unum. í því sambandi má enn nefna giktsótt. í stórri rannsókn sem gerð var í Tyrklandi (22) og tók til 228 barna sem fengu giktsótt, reynd- ust 100 hafa liðbólgur eingöngu 40 Sydenhams fettur eingöngu, en 24 höfðu bæði liðbólgu og hjartabólgu. Við nánari könnun á taugaein- kennum hjá 815 krabbameinssjúklingum (23) höfðu 45% meinvörp í taugakerfi og algeng- ustu einstöku klínísku einkennin sem fundust voru bakverkir hjá rúmlega 18%. Slík einkenni valda oft göngulagstruflunum, sér í lagi þar sem oft var um utanbasts- (epidural) meinvörp að ræða hjá áðurnefndum sjúklingum. Göngu- lagstruflanir vegna hálsmænurýrnunar (cer- vical spondylotic myelopathy, áður nefndar í kaflanum um göngutruflanir aldraðra) hjá eldra fólki eru vel þekktar, ekki síst végna tilhneigingar til dettni og beinbrota af þeim sökum (24). Ofhreyfing liða (hypermobility) er stundum ástæða göngulagsröskunar og má þar nefna ættgenga sjúkdóma svo sem Marfans heilkenni (25) og ýmsar litningaraskanir. Klínísk skoðun sjúklinga með göngutruflanir Vert er að hafa í huga að vel gerð, skipuleg almenn líkamsskoðun, ásamt almennri tauga- kerfisskoðun leiðir oft til uppgötvunar sjúk- dóms. Best er að skoða göngulagið þegar sjúk- lingur gengur inn í skoðunarherbergið. Hann veit ekki að um skoðun er að ræða og vandar sig því ekki. Einkum skal athuga eftirtalin atr- iði: a. Almenn skoðun á líkamsstöðu: Hreyfir sjúklingurinn höfuð, bol og efri líkamshluta á eðlilegan hátt? Þetta atriði getur greint á milli staðbundinnar truflunar í neðri útlimum og gangtruflana af völdum annarra sjúkdóma. Er líkamsstaðan eðlileg, sjúklingurinn uppréttur með höfuðið fram eða er hann hokinn og hall- ast fram eins og við utanstrýtusjúkdóma? Sveiflast handleggir frjálst með hliðum eða hreyfast þeir ekki eins og sést við Parkinsons sjúkdóm? Gengur og stendur sjúklingurinn breiðspora? Breiðspora gangur sést í hnykil- truflun og við stöðuskynstap, en einnig við ennisblaðatruflun og tap á jafnvægi. b. Skoðun á einkennum göngulagsins: A sjúklingurinn erfitt með að byrja hreyfinguna, dragast fætur með jörðu eða hefur hann hröð- unargöngulag, líkt og sést við Parkinsons sjúk- dóm? Eru fæturnir líkt og límdir við jörðu líkt og við ennisblaðatruflun? Hreyfast fæturnir frjálslega eða eru hreyfingarnar stífar? Er hrynjandi hreyfingarinnar eðlileg? Eru skrefin jöfn, regluleg eða óregluleg, of stutt eða eðli- leg? Lyftir sjúklingurinn fótunum óeðlilega hátt eins og sést við dálkstaugarlömun eða stöðuskynstap? Er hraði göngulagsins eðlileg- ur? Hægfara gangur er einkennandi fyrir djúp- hnoðasjúkdóma en sést einnig við slæmt sling- ur eða spastískar lamanir. Hlífir sjúklingur ganglimi við álagi vegna sársauka? c. Sérstök próf í uppréttri stöðu: Sjúklingar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.