Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 71
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 607 5.3.3. Skimpróf fyrir HIV (með samþykki sjúklings). 5.3.4. Ef condylomata er um- hverfis og/eða í þvagrásaropi er ráðlagt að framkvæma þvagrás- arspeglun. 5.3.5. Skoða endaþarms- svæði og gera endaþarmsspegl- un ef condylomata er þar að finna. 5.4. Meðferð karls Meðferð fer eftir útbreiðslu. Ef um er að ræða fá og smá con- dylomata nægir stundum pensl- un með podophyllin eða podohyllotoxin. I öðrum tilfell- um þarf að grípa til rafmagns- eða leysibrennslu. I einstaka til- fellum er ráðlögð umskurn og 5-Fu krem í þvagrás. Interferon má nota í völdum tilfellum. 6. Brjóstakrabba- meinsleit Brjóstakrabbameinsleit fer fram með brjóstaröntgen- myndatöku og sjálfskoðun brjósta. 6.1. Tilhögun hópskoðana - hlutverk læknis 6.1.1. Hópskoðun er fólgin í brjóstaröntgenmyndatöku (ein eða tvær myndir) á tveggja ára fresti (lágmark 18 mánuðir) í aldurshópnum 40-69 ára. 6.1.2. Brjóst kvenna skulu þreifuð ef kona óskar þess sér- staklega eða hefur fundið nýjan eða vaxandi hnút eða þéttingu, nýlegan inndrátt, glœra eða blóðlitaða útferð úr geirvörtu, eða sár á henni. Ef kona sem kemur í hópskoðun gefur upp slík einkenni, skal það staðfest af skoðunarlœkni sem merkir þá við „Brjóstamyndun - klín- ísk“ á eyðublaðið og skráir skoðun sína í athugasemdadálk skoðunar (sjá 6.3.). Finnist þreifanlegur hnútur eða þétt- ing, skal jafnframt beðið um brjóstaástungu. Séu einkenni hins vegar ekki til staðar að mati læknis, merkir hann við „Brjóstamyndun - hópleit“. 6.1.3. Lögð skal áhersla á að kenna konum sjálfskoðun brjósta, hvetja til reglulegrar iðkunar hennar og að leita strax lœknis, ef vart verður við ný eða vaxandi einkenni frá þeim. 6.2. Hjá konuni 30-39 ára má taka hópskoðunarmyndir, ef eftirtalin atriði eru fyrir hendi: 6.2.1. Brjóst eru erfið í þreif- ingu (stór, þétt eða þrymlótt). 6.2.2. Mikill ótti er við sjúk- dóminn (til dæmis vegna ættar- sögu). I þessum tilvikum skal skoð- unarlæknir merkja við „Brjósta- myndun - hópleit“ og skrá at- hugasemdir. Lágmarkstími milli slíkra hópskoðana er 12 mánuðir, en ekki er mælt með reglubundinni myndatöku á essum aldri. .3. Klínísk brjóstaröntgen- myndataka (tvær til þrjár mynd- ir, ásamt sérmyndum, þreifingu og ómskoðun að mati röntgen- læknis) skal gerð í stað hóp- skoðunarmynda á öllum konum 30 ára og eldri (sbr. þó 6.4.), ef eftirtalin einkenni eru fyrir hendi við skoðun brjósta: 6.3.1. Nýr eða vaxandi Imút- ur, greinileg þétting eða afmark- aður þrymill. 6.3.2. Nýlegur inndráttur geirvörtu eða í húð. 6.3.3. Blóðlituð eða glœr út- ferð úr geirvörtu (einnig skal tekið strok frá geirvörtu og beð- ið um tíma í mjólkurgangarann- sókn (glactography)), eða sár á geirvörtu (einnig tekið strok). Sama gildir, ef kona verður vör við slík einkenni milli hóp- skoðana eða þau uppgötvast á annan hátt, enda séu þau stað- fest áður við lœknisskoðun. Hafi kona þreifanlegan hnút eða þéttingu (6.3.1.) skal jafn- framt vísa henni til brjósta- ástungu. 6.4. Konur yngri en 30 ára, þungaðar konur eða með barn á brjósti eiga yfirleitt að fara fyrst í ómskoðun og ástungu, ef þær falla undir lið 6.3.1. eða 6.3.2., en síðar í klíníska brjóstarönt- genmyndatöku ef þær rann- sóknir gefa tilefni til að mati röntgenlæknis. Óski skoðunar- læknir eftir röntgenmyndatöku hjá svo ungri konu, skal hann hafa um það samráð við rönt- genlækni. Um útferð úr geir- vörtu og sár á henni gildir sama og hjá eldri konum sbr. 6.3.3. 6.5. Eftirlit eftir br jóstakrabba- meinsmeðferð Eftir aðgerð á brjósti vegna brjóstakrabbameins er mælt með árlegri brjóstaröntgen- myndatöku í 10 ár, en síðan á tveggja ára fresti. Æskilegt er að slíkt eftirlit fari fram sem venjuleg hópskoðun, nema klínísk einkenni gefi tilefni til annars. 7. Sérskoðun brjósta - brjóstamóttaka I Leitarstöð er starfrækt sér- stök móttaka, brjóstamóttaka, fyrir konur með klínísk brjósta- vandamál, og starfa þar læknar sérfróðir um brjóstasjúkdóma, í náinni samvinnu við lækna rönt- gendeildar og frumurannsókna- stofu. Konum með einkenni frá brjóstum er beint við tímapönt- un til brjóstamóttökunnar í móttöku Leitarstöðvar, úr hóp- skoðun og frá læknum utan Leitarstöðvar. Ábyrgur sér- fræðingur annast brjóstaástung- ur í þreifingu og klínískt eftirlit. 8. Eftirlit og meðferð meinsemda í brjóstum 8.1. Þreifanlegum hnútum, sem dæniast góðkvnja eftir mynda- töku (röntgen- eða ómntyndir) og ástungu, skal fylgt eftir með annað hvort: 8.1.1. Klínísku eftirliti á brjóstamóttöku Leitarstöðvar eða hjá tilvísandi lækni eftir tvo til þrjá tíðarhringi. Ef breyting hverfur ekki á þeim tíma er tek- in ákvörðun um hvort konunni sé vísað til skurðsýnistöku. 8.1.2. Tilvísun til skurðlæknis ef konan er eldri en 30-35 ára og með vel þreifanlegt góðkynja bandvefsæxli (fibroadenoma). 8.2. Ef krabbamein er staðfest eða grunur er um það eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.