Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1997, Side 71

Læknablaðið - 15.09.1997, Side 71
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 607 5.3.3. Skimpróf fyrir HIV (með samþykki sjúklings). 5.3.4. Ef condylomata er um- hverfis og/eða í þvagrásaropi er ráðlagt að framkvæma þvagrás- arspeglun. 5.3.5. Skoða endaþarms- svæði og gera endaþarmsspegl- un ef condylomata er þar að finna. 5.4. Meðferð karls Meðferð fer eftir útbreiðslu. Ef um er að ræða fá og smá con- dylomata nægir stundum pensl- un með podophyllin eða podohyllotoxin. I öðrum tilfell- um þarf að grípa til rafmagns- eða leysibrennslu. I einstaka til- fellum er ráðlögð umskurn og 5-Fu krem í þvagrás. Interferon má nota í völdum tilfellum. 6. Brjóstakrabba- meinsleit Brjóstakrabbameinsleit fer fram með brjóstaröntgen- myndatöku og sjálfskoðun brjósta. 6.1. Tilhögun hópskoðana - hlutverk læknis 6.1.1. Hópskoðun er fólgin í brjóstaröntgenmyndatöku (ein eða tvær myndir) á tveggja ára fresti (lágmark 18 mánuðir) í aldurshópnum 40-69 ára. 6.1.2. Brjóst kvenna skulu þreifuð ef kona óskar þess sér- staklega eða hefur fundið nýjan eða vaxandi hnút eða þéttingu, nýlegan inndrátt, glœra eða blóðlitaða útferð úr geirvörtu, eða sár á henni. Ef kona sem kemur í hópskoðun gefur upp slík einkenni, skal það staðfest af skoðunarlœkni sem merkir þá við „Brjóstamyndun - klín- ísk“ á eyðublaðið og skráir skoðun sína í athugasemdadálk skoðunar (sjá 6.3.). Finnist þreifanlegur hnútur eða þétt- ing, skal jafnframt beðið um brjóstaástungu. Séu einkenni hins vegar ekki til staðar að mati læknis, merkir hann við „Brjóstamyndun - hópleit“. 6.1.3. Lögð skal áhersla á að kenna konum sjálfskoðun brjósta, hvetja til reglulegrar iðkunar hennar og að leita strax lœknis, ef vart verður við ný eða vaxandi einkenni frá þeim. 6.2. Hjá konuni 30-39 ára má taka hópskoðunarmyndir, ef eftirtalin atriði eru fyrir hendi: 6.2.1. Brjóst eru erfið í þreif- ingu (stór, þétt eða þrymlótt). 6.2.2. Mikill ótti er við sjúk- dóminn (til dæmis vegna ættar- sögu). I þessum tilvikum skal skoð- unarlæknir merkja við „Brjósta- myndun - hópleit“ og skrá at- hugasemdir. Lágmarkstími milli slíkra hópskoðana er 12 mánuðir, en ekki er mælt með reglubundinni myndatöku á essum aldri. .3. Klínísk brjóstaröntgen- myndataka (tvær til þrjár mynd- ir, ásamt sérmyndum, þreifingu og ómskoðun að mati röntgen- læknis) skal gerð í stað hóp- skoðunarmynda á öllum konum 30 ára og eldri (sbr. þó 6.4.), ef eftirtalin einkenni eru fyrir hendi við skoðun brjósta: 6.3.1. Nýr eða vaxandi Imút- ur, greinileg þétting eða afmark- aður þrymill. 6.3.2. Nýlegur inndráttur geirvörtu eða í húð. 6.3.3. Blóðlituð eða glœr út- ferð úr geirvörtu (einnig skal tekið strok frá geirvörtu og beð- ið um tíma í mjólkurgangarann- sókn (glactography)), eða sár á geirvörtu (einnig tekið strok). Sama gildir, ef kona verður vör við slík einkenni milli hóp- skoðana eða þau uppgötvast á annan hátt, enda séu þau stað- fest áður við lœknisskoðun. Hafi kona þreifanlegan hnút eða þéttingu (6.3.1.) skal jafn- framt vísa henni til brjósta- ástungu. 6.4. Konur yngri en 30 ára, þungaðar konur eða með barn á brjósti eiga yfirleitt að fara fyrst í ómskoðun og ástungu, ef þær falla undir lið 6.3.1. eða 6.3.2., en síðar í klíníska brjóstarönt- genmyndatöku ef þær rann- sóknir gefa tilefni til að mati röntgenlæknis. Óski skoðunar- læknir eftir röntgenmyndatöku hjá svo ungri konu, skal hann hafa um það samráð við rönt- genlækni. Um útferð úr geir- vörtu og sár á henni gildir sama og hjá eldri konum sbr. 6.3.3. 6.5. Eftirlit eftir br jóstakrabba- meinsmeðferð Eftir aðgerð á brjósti vegna brjóstakrabbameins er mælt með árlegri brjóstaröntgen- myndatöku í 10 ár, en síðan á tveggja ára fresti. Æskilegt er að slíkt eftirlit fari fram sem venjuleg hópskoðun, nema klínísk einkenni gefi tilefni til annars. 7. Sérskoðun brjósta - brjóstamóttaka I Leitarstöð er starfrækt sér- stök móttaka, brjóstamóttaka, fyrir konur með klínísk brjósta- vandamál, og starfa þar læknar sérfróðir um brjóstasjúkdóma, í náinni samvinnu við lækna rönt- gendeildar og frumurannsókna- stofu. Konum með einkenni frá brjóstum er beint við tímapönt- un til brjóstamóttökunnar í móttöku Leitarstöðvar, úr hóp- skoðun og frá læknum utan Leitarstöðvar. Ábyrgur sér- fræðingur annast brjóstaástung- ur í þreifingu og klínískt eftirlit. 8. Eftirlit og meðferð meinsemda í brjóstum 8.1. Þreifanlegum hnútum, sem dæniast góðkvnja eftir mynda- töku (röntgen- eða ómntyndir) og ástungu, skal fylgt eftir með annað hvort: 8.1.1. Klínísku eftirliti á brjóstamóttöku Leitarstöðvar eða hjá tilvísandi lækni eftir tvo til þrjá tíðarhringi. Ef breyting hverfur ekki á þeim tíma er tek- in ákvörðun um hvort konunni sé vísað til skurðsýnistöku. 8.1.2. Tilvísun til skurðlæknis ef konan er eldri en 30-35 ára og með vel þreifanlegt góðkynja bandvefsæxli (fibroadenoma). 8.2. Ef krabbamein er staðfest eða grunur er um það eftir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.