Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 577 sömu geislavirkni, oftast um 5 millicurie (mCi). Minnsta geislavirkni á korn var4,5 mCi og mesta 6,4 mCi. Heildargeislavirkni á hverja meðferð var frá 11 mCi til 42 mCi. Hvert korn var sett á endann á nál sem var sérstaklega logsoðin á enda sýnitökutangar eins og aðrir hafa lýst (14-17), til að unnt væri að ýta korninu út í æxlið. Berkjuspeglanir voru gerðar í stað- deyfingu á venjulegan hátt og æxlið skoðað í gegnum speglunartækið og í röntgenskyggn- ingu til þess að meta afstöðu kornanna í æxl- inu. 198Au samsætan hefur helmingunartíma 2,7 daga (3888 mínútur) og orka gammageislanna sem meðferðaráhrifin byggjast á er 411 kílóel- ektrónuvolt (keV). Geislunin frá korni sem hefur 5 mCi er 19 R á mínútu í 1 mm fjarlægð (18). Geislunin minnkar með vaxandi fjarlægð frá geislagjafa í samræmi við fjarlægðina í öðru veldi og er 19/25=0,76 R á mínútu í 5 mm fjarlægð. Þannig er heildargeislaskammtur á vef í 5 mm fjarlægð frá 198Au korni með geisla- virknina 5 mCi 00 0,76 * J e - t * ln2/3888dt = 4263 rad = 42,6 Gy 0 Eftir ísetningu voru sjúklingar látnir liggja á sjúkrahúsi í að minnsta kosti fjóra daga á ein- býli. Hjúkrunarfólk var látið bera geislamæla (filmur) en engin marktæk geislun kom fram hjá starfsfólki. Flestir gátu útskrifast eftir um það bil fjóra daga og fengið geislameðferð utan spítala. Sjúklingar í báðum hópum voru á sjúkrahúsi eins lengi og á þurfti að halda með- an geislameðferð fór fram. Allir sjúklingar voru í eftirliti hjá höfundum eftir meðferð. Klínískar upplýsingar úr sögu og skoðun, röntgenbreytingar, rannsóknarniðurstöður og öndunarmælingar voru skráðar upphaflega og við eftirskoðanir þegar færi gafst. Við upphaf- lega berkjuspeglun voru myndir teknar af breytingum í berkjum og myndir teiknaðar í rannsóknarbók jafnóðum. Berkjuspeglanir til eftirlits voru ekki gerðar á föstum tíma né á öllum sjúklingum. Lífsgæðastuðull Eastern Cooperative Onco- logy Group (Zubrod performance status) var skráður í upphafi meðferðar (19). Stuðull þessi skiptist í fimm flokka (0-4) þar sem 0 táknar engin einkenni, 1 táknar einkenni en fulla fóta- vist, 2 táknar einkenni með rúmlegu innan við 50% á dag, 3 táknar einkenni og rúmlegu yfir 50% á dag og 4 táknar að sjúklingur sé rúmfast- ur. Zubrod stuðull var skráður við eftirlit en ekki með föstu millibili og voru upplýsingarnar því ekki áreiðanlegar til að bera saman lífsgæði sjúklingahópanna. Við skráðum hins vegar ná- kvæmlega dvalartíma sjúklinganna á sjúkra- húsum og fylgdumst með fylgikvillum og dán- arorsökum. Við höfum notað tíma sem hver sjúklingur dvaldist á sjúkrahúsi sem vísbend- ingu um lífsgæði þar sem gert er ráð fyrir því að sjúkrahúsdvöl tákni verri lífsgæði en að búa heima. Staðtöluleg úrvinnsla lifunar var gerð með Kaplan-Meier aðferð og annar samanburður á hópunum var unninn með Mann-Whitney prófi. Niðurstöður Á árunum 1985-86 fengu fjórir sjúklingar meðferð í samræmi við áætlun hóps A, sem forrannsókn til að meta öryggi meðferðarinn- ar. Rannsókn hófst í janúar 1987 og henni lauk í desember 1994. Þá höfðu 18 sjúklingar verið valdir með slembiúrtaki, 10 í hóp A og átta í hóp B. Upphaflega var ráðgert að rannsaka árangur meðferðar hjá 40 sjúklingum á fimm árum en aðeins tókst að fá 18 til rannsóknar. Tafla I sýnir samanburð á aldri, lífsgæða- stuðli í byrjun, vefjagerð, skammti ytri geislun- ar og lengd sjúkrahúsdvalar hópanna tveggja. Meðalaldur var hár eins og búast mátti við. Lífsgæðastuðull var lítið eitt lakari hjá hópi A, en munurinn var ekki marktækur. Meðal- skammtur ytri geislunar var aðeins hærri í hópi B en flestir sjúklingar gátu lokið ytri geisla- meðferð hvort sem þeir höfðu fengið I98Au Table I. Comparison of age; initial performance status, histology, dose of radiation and hospitalization in the two patients groups. Group Age Performance status (Zubrod index 0-4) Histology (squamous/all) Dose of radiation (Gy) Time in hospital (weeks) A (10) 70.8±2.8* 2.7±0.4 5/10 46.6±4.0 7.4±2.8 B (8) 70.9±3.7 1.8±0.3 5/8 54.8±2.8 18.5±9.0 * Values represent x ± SEM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.