Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 22

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 22
566 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 þurfa að framkvæma nokkur leiknipróf, eink- um þó hæl-tágang og Rhombergsprófið, en stundum eru þeir einnig látnir ganga afturá- bak, hlaupa eða snúa rösklega við á göngu. Sjúklingur með vægt slingur en nokkuð eðlilegt göngulag getur ekki framkvæmt hæl-tágang þótt hann geti framkvæmt hæl-hné-sköflungs- prófið eðlilega í liggjandi stöðu. Við Rhom- bergsprófið er sjúklingur látinn standa afslapp- aður með fætur saman, handleggi með hliðum og síðan látinn loka augunum. Noti hann sjón- ina til þess að leiðrétta fyrir stöðuskynstap verður hann óstöðugur. Stöðuviðbrögð eru prófuð með því að ýta honum fram og síðan aftur. Ef hann tekur nokkur skref afturábak eða áfram við þetta eru stöðuviðbrögðin ekki í lagi. Sjúklingur með áreynslubundna truflun á vöðvaspennu getur stundum hlaupið nokkuð eðlilega þótt hann eigi erfitt með að ganga og öfugt, og hann getur átt auðveldara með að ganga aftur á bak en áfram. Hnykilslingur veldur örðugleikum við að snúa við eða breyta snögglega um stefnu og sjúklingar með Parkin- sons sjúkdóm snúa við í nokkrum litlum skref- um. Við ennisblaðatruflun snúa sjúklingar stundum við með því að taka nokkur skref með öðrum fætinum á meðan hinn fóturinn er kyrr og snýst, líkt og sirkiloddur. d. Skoðun í liggjandi stöðu: Skoða þarf vel vöðvamassa og vöðvaspennu, prófa kraft hinna ýmsu vöðva og athuga sinaviðbrögð. Vöðvaspenna eykst við efri hreyfitaugar- skemmd og utanstrýtusjúkdóma. Við utan- strýtusjúkdóma getur framkallast tannhjóla- stirðleiki og sjúklingar með ennisblaðatruflun hafa oft aukna vöðvaspennu og eiga erfitt með að slaka á vöðvunum við prófun. Prófa þarf stöðuskyn í útlimum og láta sjúklinga fram- kvæma hæl-hné-sköflungsprófið. Hreyfingar ganglima í útafliggjandi stöðu geta verið eðli- legar, þótt veruleg göngutruflun sé til staðar. Við það að leggjast út af eða rísa upp úr liggj- andi stöðu kemur í ljós hvort bolvöðvar starfa eðlilega eða hvort hraði hreyfingarinnar sé eðlilegur. Óeðlilega lífleg sinaviðbrögð eru merki um spastískan sjúkdóm, en dauf eða upphafin sinaviðbrögð benda til truflunar í úttaugum. e. Skoðun á stoðkerfi: Mikilvægt er að skoða líkamsbyggingu sjúklinga sem kvarta um göngutruflanir. Erfitt getur verið að sjá göngu- lagstruflunina á sléttu undirlagi innanhúss en mikilvægt getur verið að sjúklingurinn sé látinn ganga berfættur. Talsvert er algengt að sjá mis- lengd ganglima og nauðsynlegt að tileinka sér einfalda en örugga aðferð til að mæla slíkt, en það verður að gerast milli fastra punkta á beinagrind sem eru óháðir hreyfingum í liðum eða mjaðmargrind. Athuga þarf hvort sjúk- lingurinn hafi hryggskekkju, þar getur verið gott að átta sig á mismun húðfellinga á hægri og vinstri hlið. Skoða þarf mjóbakssvæðið með tillliti til hárvaxtar, sem getur verið eina merk- ið um meðfædda hryggklauf. Athuga þarf hvort lendarfetta og herðakistill séu eðlileg og mjög er mikilvægt að láta sjúkling taka út allar hreyfingar á baki þannig að óeðlileg brot sjáist þar sem í staðinn ætti að vera jöfn, eðlileg sveigja. Margvíslegir stoðkerfiskvillar koma til greina sem ástæður göngulagstruflunar og því er góð stoðkerfisskoðun nauðsynleg. Hjá ein- staklingum sem haltra er nauðsynlegt að mæla bæði gildleika og lengd útlima. Við stoðkerfisskoðun er einnig nauðsynlegt að skoða sjúkling liggjandi, fyrst á baki og eru þá sinaviðbrögð og sársauka-snertiskyn skoð- uð. Pá eru könnuð viðbrögð við taugastrekki- prófi, látið reyna á tog spjaldvöðva (piriformis- test) og tekið á lærhnútum (á utanverðu læri). Einnig eru könnuð viðbrögð við pressu á mjaðmarspaða. Við skoðun sjúklings liggjandi á maga eru könnuð eymsli á langböndum baks- ins, eymsli við bank á hryggtinda svo og reynd hliðarhliðrun hryggtindanna. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hvort um bein-brjóskbólgur er að ræða og í því sambandi er látið reyna á fram-afturhliðrun hryggjarliða með sérstakri tækni með sjúkling í hliðarlegu. Margvísleg tækni er notuð við prófun á ber- andi liðum neðan mjaðmargrindar eftir því hvaða hluti innra eða ytra stoðkerfis þeirra liða er verið að prófa. Er það utan efnis þessarar greinar að fjalla ítarlega um þær aðferðir en vísast í því efni til kennslubóka í bæklunar- lækningum, giktarlækningum og í vissum til- vikum taugalækningum. Niðurlag Af framangreindu má vera ljóst að truflanir á göngulagi og líkamsstöðu eru margvíslegar og mikilvægt að greina þær rétt, því oft má bæta eða lækna sjúkdóminn sem liggur að baki einkennunum. Unnt er að hjálpa stórum hluta sjúklinga með aðgerðum, lyfjum, hjálpar- og stoðtækjum og líkamsæfingum þar sem við á. Kvartanir um dettni og breytingar á göngulagi

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.