Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 14
558 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 litsrannsókn gerðri í ísrael fyrir árin 1960-1990 (4) kemur fram að algengasta ástæða áunninn- ar Sydenhams fettu-brettusýki í barnæsku er giktsótt en að vísu í mjög minnkandi mæli á síðari hluta þessa tímabils. Með fækkun tilfella giktsóttar í iðnríkjum hefur tíðni Sydenhams fettu-brettusýki minnkað en þar sem giktsótt er enn algeng í þróunarríkjum, svo sem í Bras- ilíu, er sjúkdómurinn enn vel þekktur. I grein um rannsókn 187 tilfella þar í landi (5) er einnig getið annarra sjúkdómsástæðna svo sem ónæmisþátta en fundist hefur meðal annars mótefni gegn rófukjarna (taglhnoði, nucleus caudatus) og gegn undirstúku (subthalamus) auk hækkana á ónæmisglóbúlíni G-spegli í heila- og mænuvökva hjá sjúklingum með Sydenhams fettu-brettusjúkdóm. Fettur geta komið fram á meðgöngu, í kjölfar aðgerða og sem fylgikvilli lyfjatöku, einkum getnaðar- varnalyfja. Á íslandi er til frílitningsríkjandi (autosomal dominant) erfðasjúkdómur sem nefnist fettu-brettusýki (Huntington’s chorea). Sjúkdómurinn lýsir sér með hreyfiröskunum og heilabilunareinkennum sem koma fram um og eftir miðjan aldur. Göngulagið er dansandi, líkamsstaða síbreytileg vegna ósjálfráðra hreyfinga og skref og hreyfingar óreglulegar. Jafnvægi og kraftur eru í lagi og sjúklingar ná að leiðrétta stöðubreytingar en komast seint áfram því hreyfingarnar trufla eðlilega skrefa- myndun (6). C. Göngulag við hnykiltruflun: Við röskun á hnykilstarfsemi er lykilatriði staðsetning starfstruflunar í hnyklinum. Hlutverk hnykils í göngulagi er aðallega að samhæfa stöðuskyns- boð og vinna gegn þyngdarafli. Ýmsir sjúk- dómar geta valdið röskun á starfseminni, svo sem heila- og mænusigg, heilablóðföll, heila- blæðingar og heilaæxli (7). Hnykilrýrnun tengd illkynja sjúkdómum, áfengissýki eða lyfjatöku getur einnig valdið göngulagstruflun- um. Mest verður göngutruflunin þegar mið- hluti hnykilsins (antero-superior) skemmist (8). Sé skemmdin í efri hnykilstoð (superior pedunculus) kemur fram slingur sömu megin í líkamanum og skemmdin, en sé hún í heila- stúku (thalamus) eða miðheila kemur fram slingur í líkamshelmingnum hinum megin. Helftarskemmd í hnykli veldur yfirleitt ekki verulegri röskun á göngulagi. Hnykilorms- skemmd (vermis) og skemmd á framhluta hnykils raska hins vegar jafnvægi bols og trufla eðlilegt hreyfiferli fóta svo að sjúklingar ganga breiðspora og beygja sig gjarnan í mjöðmum til þess að minnka eðlilega líkamssveiflu við gang. Sjúklingar verða óstöðugir, taka óreglulega stór skref og rása gjarnan til hliðanna. Slingrið versnar séu þeir látnir ganga óstuddir. Þeir geta ekki gengið á tám eða hælum eða snúið sér hratt við. Oft eru önnur merki um hnykiltrufl- un til staðar, svo sem gjökt (titubation) á höfði, taltruflun, röskun á eðlilegum augnhreyfing- um og slingur í efri útlimum. Slangur drukk- inna manna getur að nokkru líkst því sem sést við miðhnykilsröskun, en drukknir einstak- lingar geta yfirleitt vandað ganginn og eru ekki sífellt að reyna að leiðrétta hann. D. Göngulag við stöðuskynstap: Stöðuskyns- skerðing getur orðið við skemmdir á skyn- taugabrautum allt frá úttaugum til heila. Þann- ig getur skemmdin verið í úttaugunum sjálfum, bakstrengjum mænu, í heilastofni eða í hvirfil- blöðum báðum megin (parietal lobe). Dæmi um sjúkdóma, sem valda stöðuskynstapi, eru nrænuvisnun (tabes dorsalis), meðfætt mænu- slingur (Friedreichs ataxia) og skyldir sjúk- dómar, B12 vítamínshörgull, langvinn skyn- taugabólga og heila- og mænusigg, auk þrýst- ings eða skemmdar á aftari hluta mænu af völdum áverka, æxla og annarra kvilla. Algjört tap á stöðuskyni, eins og sást hér áður fyrr við mænuvisnun, eða skemmd á bakstrengjum mænu veldur langvarandi göngutruflunum. Eftir áralanga þjálfun eiga þessir einstaklingar enn í erfiðleikum með að halda uppréttri stöðu og komast áfram. Þannig virðast stöðuskyns- boðin eiga stærstan þátt í viðhaldi uppréttrar stöðu og án þeirra fá viðkomandi ekki boð um staðsetningu ganglima, samdrátt vöðva, feril hreyfinga eða yfirborðið, sem þeir ganga á. Einkenni göngulagsins eru snöggar, hranaleg- ar hreyfingar og tramp með fótunum. Sjúkling- arnir standa og ganga breiðspora til þess að reyna að bæta fyrir óstöðugleikann, hallast fram og horfa á fótahreyfingarnar því sjónina verða þeir að nýta til gangs og stuðningur er nauðsynlegur. í hverju skrefi þeytist fóturinn fram og út og honum er oft lyft hærra upp en nauðsyn krefur. Skrefalengd er ójöfn og glym- ur í gólfinu þegar fætinum er skellt niður. Oft eru önnur einkenni samfara stöðuskynstapinu og mótast þá göngulagið jafnframt af þeim. E. Göngustol: Skemmdir í ennisblöðum (frontal lobe), dreifðar skemmdir í hvítfyllu heilans (subcortical), vatnshöfuð og ellibreyt- ingar valda göngutruflun, sem kalla má göngu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.