Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 32
576
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
innar geislameðferðar með198 Au kornum bætti
ekki marktækt árangur hefðbundinnar geisla-
meðferðar í þessari slembuðu rannsókn á sjúk-
lingum með óskurðtæk lungnakrabbamein
önnur en smáfrumukrabbamein.
Inngangur
Krabbamein í lungum veldur flestum dauðs-
föllum krabbameina á íslandi (1) og víðast hvar
á Vesturlöndum. Skurðaðgerð er árangursrík-
asta meðferðin við æxlum af öðrum vefjaflokk-
um en smáfrumukrabbameinum, en meirihluti
sjúklinga hefur óskurðtæk æxli við greiningu,
annað hvort vegna útbreiðslu æxlisvaxtar eða
annarra frábendinga frá aðgerð.
Staðbundin geislameðferð æxla í berkjum
með ýmiss konar tækni og geislavirkum efnum
hefur verið notuð í nokkra áratugi með góðum
árangri til að lina þjáningar (2-6). Leysimeð-
ferð hefur einnig verið notuð við meðferð
stórra æxla í berkjum sem valdið hafa teppu-
einkennum og fylgikvillum þeirra (7-10). Þar
sem árangur af slíkum aðgerðum hefur reynst
tímabundinn hafa ýmsir reynt að nota fleiri en
eitt meðferðarform á sama sjúkling til að bæta
árangur (7-11). Skort hefur áreiðanlegar
slembaðar rannsóknir til að meta árangur slíkr-
ar meðferðar, sérstaklega með tilliti til lifunar
og áhrifa á gang sjúkdómsins.
Til að rannsaka áhrif þess að bæta staðbund-
inni geislameðferð með 198Au geislakornum við
hefðbundna ytri geislun höfum við gert fram-
virka slembaða rannsókn þar sem slík samein-
uð meðferð er borin saman við ytri geislun
eingöngu hjá nýgreindum sjúklingum með
lungnakrabbamein önnur en smáfrumu-
krabbamein. Sýnt hefur verið fram á samband
milli geislaskammts, staðbundins árangurs af
geislameðferð og lifunar sjúklinga með lungna-
krabbamein (12,13) en slíkt samband hefur
ekki verið rannsakað á þann hátt sem hér er
gert.
Efniviður og aðferðir
Á árunum 1985-1986 fengu fjórir sjúklingar
meðferð með198Au kornum og ytri geislun en í
janúar 1987 hófst framvirk slembuð rannsókn
til að bera þessa meðferð saman við hefð-
bundna ytri geislun. Sjúklingunt var vísað til
rannsóknar af sjúkrahúsum á Reykjavíkur-
svæðinu. Nákværn sjúkrasaga, skoðun, blóð-
rannsóknir, röntgenmynd af lungum og
berkjuspeglun var gerð hjá öllum sjúklingum.
Þeir sjúklingar voru hæfir til rannsóknar sem
höfðu lungnakrabbamein af öðrum vefjagerð-
um en smáfrumukrabbameinum og voru taldir
óskurðtækir vegna útbreiðslu æxlis innan
brjóstkassa, lélegrar lungnastarfsemi, eða ann-
arra frábendinga frá aðgerð. Önnur skilmerki
fyrir þátttöku voru; 1) æxli sem þrengdi berkju
lungnablaðs eða stærri berkju um nteira en
50%, 2) engin meinvörp væru út fyrir brjóst-
kassa samkvæmt niðurstöðum tölvusneið-
myndar af höfði, beinaskanns og sónarskoðun-
ar eða skanns af lifur, 3) engin merki væru um
teppu á efri holæð, vöxt í bjósthimnu eða aðlæg
bein. Sjúklingar voru útilokaðir ef þeir höfðu
alvarlegan sjúkdóm samhliða krabbameini
sem líklegt þótti að leiddi til dauða innan
tveggja ára. Að þessum skilmerkjum uppfyllt-
um var rannsóknin skýrð út fyrir sjúklingum og
samþykki þeirra fengið fyrir þátttöku. Rann-
sóknin var samþykkt af vísindasiðanefnd
Læknafélags íslands.
Sjúklingum var skipt í tvo hópa (A eða B)
með slembiúrtaki af aðilum sem tóku ekki þátt
í rannsókninni. Hjá sjúklingum i hópi A var
geislavirkum 198Au kornum komið fyrir í æxl-
inu í berkjuspeglun við fyrsta tækifæri, venju-
lega innan viku frá greiningu. Síðan voru þrjár
vikur látnar líða þar til ytri geislun hófst með
það fyrir augum að gefa 60 Gy (6000 rad). Hjá
sjúklingum í hópi B var ytri geislameðferð haf-
in við fyrsta tækifæri og fyrirhugað að gefa 60
Gy.
Geislameðferð var gefin með 18 MV línu-
hraðli. Sjúklingum var komið fyrir í Urothane
hylki um efri hluta líkamans. Tölvusneiðmynd
var gerð af öllum sjúklingum í hylkinu til þess
að ná sem bestri meðferðarstöðu. Meðferðar-
plan var gert í tölvu (General Electric Radio-
therapy planning system). Geislameðferðin
var gefin í skömmtunum tvö Gy, fimm
skammtar á viku stöðugt í fjórar vikur á tvö
svæði framan frá sem höfðu að geyma frum-
æxlið, miðmætið og eitla ofar viðbeini sömu
megin. Eftir fjögurra vikna meðferð var endur-
plönun gerð og svæðum breytt í tvö skásvæði
hvort gegn öðru til þess að öruggt væri að
mænan fengi ekki meira en 48 Gy geisla-
skammt þegar 60 Gy heildarskammti væri náð.
ísetning 198Au geislakorna var framkvæmd á
eftirfarandi hátt. Platínuþakin 198Au korn sem
eru 2,5 mm á lengd og 0,8 mm í þvermál voru
fengin með flugi frá Englandi (Amersham Int-
ernational). Öll korn fyrir sama sjúkling höfðu