Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 46

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 46
586 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 lega fjórðungi tilfella sjúkraflutninga. Að hluta til gæti verið skýringa að leita í því að afleys- ingastarfsfólk heilsugæslustöðvarinnar beiti sjúkraflutningum frekar sem úrræði en föstu starfsmennirnir. Áfangastaður sjúkraflutninganna var í flest- um tilvikum stóru sjúkrahúsin í Reykjavík. I þremur af hverjum fjórum tilfellum var ekið með hinn sjúka eða slasaða framhjá Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi til Reykjavíkur. Á því geta verið ýmsar skýringar en í þessari rann- sókn var þeirra ekki leitað. Aldrað fólk var í meirihluta þeirra sem flutt- ir voru. Að hluta til gæti skýring þess verið hið háa hlutfall aldraðra af íbúum héraðsins, en eins og áður hefur komið fram eru tæp 20% íbúa 65 ára og eldri. Þessi niðurstaða er þó engan veginn einsdæmi. Bandarískar rann- sóknir benda til mikillar notkunar eldra fólks á bráðaþjónustu heilbrigðiskerfisins, þar með talið sjúkraflutningum. Pessar rannsóknir sýna að 30-55% eldra fólks sem kemur á bráðamót- tökur í Bandaríkjunum kemur þangað í sjúkra- bíl samanborið við minna en 10% þeirra sem eru yngri en 65 ára (8-10). Bandarískar rann- sóknir sýna einnig að hægt er að spá fyrir um þörf fyrir sjúkraflutninga meðal annars með vitneskju um fjölda aldraðra á upptökusvæð- inu, en auk þess er hægt að nota til slíkra útreikninga efnahagsástand samfélagsins og fjölda ferðamanna (14). Fróðlegt verður að fylgjast með þróun næstu ára. Veruleg fækkun varð á sjúkraflutningum síðustu tvö ár tímabilsins borið saman við árin á undan. Á árinu 1994 var tekið í notkun hjúkr- unarheimili á Kirkjubæjarklaustri. Tilkoma þess hefur að öllum líkindum haft í för með sér fækkun sjúkraflutninga, þar sem fyrir opnun þess höfðu aldraðir í héraðinu dvalið í heima- húsum oft við mjög erfið skilyrði í heilsufars- og félagslegu tilliti. Hafði því stundum lítið mátt út af bera til þess að flutningur í sjúkrabíl um langan veg á sjúkrastofnun yrði óumflýjan- legur. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að góð heilsugæsla og læknisþjónusta á hjúkrunar- heimilum geta dregið úr þörf fyrir sjúkraflutn- inga til sjúkrahúsa (15,16). Hins vegar stefnir í enn meiri vöxt ferðamennsku á svæðinu sem á móti gæti þýtt aukinn fjölda sjúkraflutninga úr þeim hópi. Fjöldi sjúkraflutninga gæti því átt eftir að aukast eitthvað aftur í kjölfar þessa, en með breyttum hlutföllum notenda þjónustunn- ar. Af rannsókn þessari má draga þær ályktanir að sjúkraflutningar og undirbúningur bráð- veikra og slasaðra fyrir flutninga sé snar þáttur í starfsemi Heilsugæslustöðvarinnar á Kirkju- bæjarklaustri. Ekkert bendir til þess að þyrlu- þjónusta muni koma í stað flutninga með sjúkrabílum í nánustu framtíð nema þá í sér- stökum tilfellum eins og hingað til. Heilsu- gæslulæknar á svæðinu þurfa að vera vel að sér í bráðalækningum ogjafnframt er mikilvægt að sjúkraflutningamenn séu vel að sér að búa um sjúklinga sem þarf að flytja, hvort sem þeir hafa orðið fyrir slysum eða bráðum veikindum. Þetta krefst reglulegrar viðhaldsmenntunar. Einnig getur verið nauðsynlegt að fjölga heil- brigðisstarfsfólki um sumartímann vegna auk- ins ferðamannastraums. Fleiri rannsókna er þörf á sjúkraflutningum á íslandi. Til dæmis þarf að rannsaka þátt ferðamanna í notkun bráðaþjónustu, þar með talið sjúkraflutningum svo unnt verði að efla frekar fyrirbyggjandi aðgerðir. Einnig sýnist nauðsynlegt að kanna nánar notkun og þörf eldra fólks fyrir bráðaþjónustu, þar með talið sjúkraflutninga. Þar kemur til bæði vaxandi hlutfall aldraðra í samfélaginu auk þeirra nið- urstaðna að aldraðir séu þegar miklir notendur þessarar þjónustu. Rannsaka þarf hvort unnt sé að mæta þjónustuþörf aldraðra í meira mæli á annan hátt en með flutningum á sjúkrastofn- anir, þeim sjálfum og hugsanlega samfélaginu öllu til bóta. Þakkir Þakkir fyrir aðstoð við samantekt þessa til Jóhanns Ágústs Sigurðssonar prófessors, Jó- hanns Þorleifssonar sjúkraflutningamanns og Fjalars Haukssonar. HEIMILDIR 1. Lög um heilbrigöisþjónustu nr. 97 1990. 2. Reglugerð um sjúkraflutninga nr. 503, 18. nóvember 1986. 3. Heilbrigðisskýrslur. Fylgirit 1982 nr. 1. Sjúkraflutningar. Reykjavík: Landlæknisembættið, 1982. 4. Heilbrigðisskýrslur. Fylgirit 1990 nr. 6. Sjúkraflutningar á íslandi 1988-1989. Reykjavík: Landlæknisembættið, 1990. 5. Jónsson ÓÞ. Sjúkraflutningar með flugvélum. Lækna- blaðið 1980; 66: 280-7. 6. Sveinsdóttir EG, Möller A, Þráinsdóttir I, Jónsson Ó. Sjúkraflutningar með þyrlu Landhelgisgæslunnar 1991. Læknablaðið 1994; 80: 73-9. 7. Strange GR, Chen EH, Sanders AB. Use of Emergency Departments by Elderly Patients: projections from a multicenter data base. Ann Emerg Med 1992; 21: 68-73.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.