Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 60
596
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
óumbreytanlegt að ákveðið
launahlutfall skuli ríkja hér-
lendis en staðreyndin er hins
vegar sú að læknar hafa dregist
mjög aftur úr og þurfa leiðrétt-
ingu og því verulega hækkun á
grunnkaupi sínu.“
Ingunn segir að auk mikillar
þreytu sem gæti meðal lækna og
óánægju með kjör sé ekki síður
óánægja meðal þeirra með
starfsaðstöðu og síaukið vinnu-
álag. „Sú þreyta og óánægja er
sýnu alvarlegri nú en verið hef-
ur þar sem alþjóðlegur vinnu-
markaður lækna er mun opnari
nú og læknar geta auðveldlega
haldið til starfa erlendis og er
raunar sóst eftir læknum héðan.
Það gildir helst um Norðurlönd-
in og ungir læknar sem eru að
ljúka sérnámi eru ekkert að
flýta sér heim þegar þeir frétta
hvaða kjör og aðstaða er í boði.
Pess vegna er núna mun meiri
hætta á að læknar hér yfirgefi
stöður sínar og fari þangað sem
betri kjör bjóðast - og ekki síst
betri vinnuaðstæður."
Þetta á til dæmis við um rönt-
genlækna Landspítalans en eins
og kunnugt er hafa þeir sagt upp
störfum sínum og hætta hver af
öðrum á næstu mánuðum. Einn
úr hópnum hefur ákveðið að
taka við starfi erlendis og annar
færir sig yfir á Sjúkrahús
Reykjavíkur þar sem betri kjör
bjóðast þar sem röntgenlæknar
hafa náð samningum um að fá
að vinna ferliverk á spítalanum
og fá ákveðna hlutdeild í tekjum
vegna þeirra. Á slíkum samn-
ingi hefur yfirstjórn Landspítal-
ans ekki ljáð máls.
Mönnum líst ekki á kjörin
Einar Jónmundsson, einn
röntgenlækna Landspítalans,
segir menn hafa misst þolin-
mæðina og séu orðnir lang-
þreyttir á miklu vinnuálagi og
samanburður við kjör á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur sé röntgen-
læknum Landspítalans verulega
óhagstæður. Erfitt hafi verið að
fá nýja lækna til starfa, meðal
annars til að gegna starfi pró-
fessors og yfirlæknis deildarinn-
ar, mönnum lítist ekki á kjörin.
Stjórn spítalans hafi gert sér
ljóst að leita verði leiða til að
bæta kjörin svo slíkur maður fá-
ist til starfa en þá verði jafn-
framt að bæta kjör annarra
lækna á deildinni. Hann segir
vinnuna á deildinni hafa þyngst
mjög á seinni árum, meðal ann-
ars með nýjungum og fjölbreytt-
ari rannsóknum sem teknar hafi
verið upp.
Ingunn Vilhjálmsdóttir segir
að uppsagnir röntgenlæknanna
séu verulegt áhyggjuefni en af-
staða þeirra sé skiljanleg, þeir
hafi hreinlega fengið sig full-
sadda af ástandinu og muni leita
annað.
„Við finnum þennan óróa í
öðrum hópum lækna líka og alls
staðar kraumar óánægjan.
Læknar eru ábyrg stétt og þeir
fara ekki í verkfall í venjulegum
skilningi og þeim er skylt að
halda uppi lágmarks neyðar-
þjónustu. Verkfall í einhverri
mynd er þó einn kosturinn í
þessu áróðursstríði sem við
stöndum í og við getum einnig
gripið til ýmissa aðgerða til að
knýja á um bætt kjör og munum
gera það,“ segir Ingunn en á
næstunni er fyrirhugaður al-
mennur fundur meðal lækna um
stöðuna í kjaramálum og hver
ættu að vera næstu skref.
Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
hefur starfað skipulagsnefnd
sem kannað hefur starfsaðstöðu
lækna> en Halldór Kolbeinsson
segir að líkt og á Landspítalan-
um hafi gætt vaxandi óánægju
meðal lækna með hana. „Dæmi
eru um að þrír til fjórir sérfræð-
ingar deili með sér skrifstofu-
herberginu og hafa allir sér-
fræðingarnir þá ekki aðgang að
tölvum og eru menn því orðnir
þreyttir á aðstöðuleysinu. Við
vonumst þó til að geta náð fram
umbótum eftir að könnun
skipulagsnefndarinnar liggur
fyrir, þá ætti að vera ljóst hversu
erfið öll starfsaðstaða lækna á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur er.“
Hópar segja upp
TR samningi
Rúmlega 50 læknar hafa sagt
sig frá samningi Trygginga-
stofnunar ríkisins og eru það til
dæmis 15 háls-, nef- og eyrna-
læknar, 17 bæklunarskurðlækn-
ar og nokkrir þvagfæraskurð-
læknar og almennir skurðlækn-
ar. Hluti hópsins, þvagfæra-
skurðlæknar, var laus undan
samningnum nú 1. september
en hinir frá 1. október. Kristján
Guðmundsson HNE-sérfræð-
ingur er einn þeirra og segir
þessar uppsagnir meðal annars
til komnar vegna óánægju með
viðskiptin við Tryggingastofnun
ríkisins.
„Læknar eru einfaldlega
orðnir þreyttir á því að hafa
ekki fengið neina hækkun á
samningi frá 1991 og það eina
sem breyst hefur er að TR krefst
afslátta og skerðinga sem við
verðum að taka á okkur. Á síð-
ustu árum hafa orðið miklar
breytingar á rekstri læknastof-
anna og ekki síst hjá þeim hóp-
um sem sagt hafa upp þar sem
framfarir krefjast nýrra tækja og
fjárfestinga. Við erum til dæmis
að taka inn tæki vegna speglana
og verðum að fjármagna þau
kaup með núverandi samningi
sem þýðir að nettólaunin lækka
að sama skapi. Tryggingastofn-
un er tilbúin að semja um þátt-
töku í þessum kostnaði en segir
að þá komi til skerðing á öðrum
liðum, það yrði aðeins tilflutn-
ingur og það dugar ekki fyrir
okkur.“
Læknarnir eru margir á því að
breyta þurfi þeirri grunnhug-
mynd að þeir sem leita þurfi
læknis einu sinni til tvisvar á ári