Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 62
598
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Pétur Pétursson
Heilsugæzla á heljarþröm
Eftir nokkurra ára hlé er nú
aftur farið að bera á erfiðleikum
við að manna stöður heilsu-
gæzlulækna í dreifbýli. Að sögn
roskins landlæknis endurlifir
hann vandræðaástand það, er
ríkti í þessum málum í upphafi
landlæknisferils hans fyrir rúm-
um aldarfjórðungi. Nú er mun
meira um skammtímaráðningar
í dreifbýli en um árabil. I sumar
manna læknastúdentar stöður
heilsugæzlulækna í 70 mánuði,
sem er 50-60% aukning frá því í
hitteðfyrra, og á Austurlandi
verða í haust aðeins níu af 14
stöðum heilsugæzlulækna
mannaðar. Alvöru þessa máls
má meðal annars marka af
flutningi sérmenntaðra heimil-
islækna af landi brott til Noregs.
Fjölmiðlar hafa gert grein fyrir
ferðum landlæknis og heilbrigð-
isráðherrans út á land til að
kynna sér þessi mál, og er áhugi
þeirra fagnaðarefni, því annar
aðilinn hefur til að bera skilning
á vandanum en hinn vald til að
leysa hann.
Treg endurnýjun
Læknaskortur í dreifbýli og
mjög skömm viðdvöl lækna í
stöðum þar veldur að sjálfsögðu
hnignun allrar heilbrigðisþjón-
ustu, sem síðan gæti haft í för
með sér búseturöskun vegna ör-
yggisleysis og ófullnægðra þarfa
svo ekki sé nú minnst á heilsu-
brest, ótímabær dauðsföll og
þjóðfélagslegt misrétti, sem er
algjörlega ósamboðið siðuðu
velferðarþjóðfélagi. Meðal ís-
lenzkra heilsugæzlulækna hefur
alltaf verið ákveðin hringrás frá
námi erlendis út í dreifbýlið og
þaðan í þéttbýlið. Reynslan
sýnir, að fæstir kjósa að sitja á
einyrkjastöðvum nema tiltölu-
lega fá ár í einu. Meirihluti
dreifbýlislækna stefnir á höfuð-
borgarsvæðið, þótt þeir ráði sig
til nokkurra ára starfs í dreif-
býli. Jafnvægi hefur hins vegar
ríkt, því nýir læknar hafa jafnan
fyllt í skörðin þar til núna. Ein-
hverjir tugir sérmenntaðra
heimilislækna eru við störf er-
lendis, en líta ekki við þeim
stöðum, sem í boði eru hér
heima, og sitja sem fastast í vel
launuðum störfum sínum ytra.
En í þessu máli er þó sú stað-
reynd langalvarlegust, að nú
hafa íslenzkir unglæknar engan
áhuga á sérnámi í heimilislækn-
ingum lengur. Innan nokkurra
ára blasir því við hrun í íslenzkri
heilsugæzlu, bæði í dreifbýli og
þéttbýli. Mér finnst því full
ástæða til að leggja orð í belg og
gera grein fyrir hugmyndum
mínum um orsakir þessa vanda,
sem að mínu viti verður æ geig-
vænlegri, sem lengur er látið hjá
líða að reyna að leysa hann.
Orsakir
Höfuðorsök þessa vanda tel
ég vera aðgerðaleysi ráðuneytis
heilbrigðis- og tryggingamála,
sem engin vandamál fæst til að
leysa nema með eftirgangsmun-
um og fyrir harðfylgi þeirra,
sem á eftir reka. Ekki er auðvelt
að benda á ýkja mörg dæmi um
áhuga ráðuneytisstjórans á
starfiheilsugæzlunnar. Urráðu-
neytinu hafa á síðustu árum
horfið mjög hæfir einstaklingar
með menntun á sviði heilbrigð-
isþjónustu og heilbrigðisfræða
(public health, þjóðheilsu-
fræði), sem á sínum tíma
byggðu upp heilsugæzluna í
landinu. Af þeim er því meiri
eftirsjá, sem sporgöngumenn-
irnir eru verr í stakk búnir að
halda uppi merki þeirra. Heil-
brigðisráðherrum og ráðu-
neytisfólki hefur ekki tekizt að
standa vörð um heilsugæzluna
eða heilbrigðiskerfið á niður-
skurðartímum, heldur rekið
ráðuneytið sem undirdeild Fjár-
málaráðuneytisins og með því
hátterni kæft bjartsýni og fram-
faraviðleitni innan alls heil-
brigðiskerfisins. I stað þess að
hlúa að heilsugæzlunni er jórtr-
að á einhverri forvarnatuggu,
og til bragðbætis skipar heil-
brigðisráðherrann kukli og
skottulækningum á bekk með
„náttúruvísindum'1 í sjónvarps-
viðtali. Pað var mikið óheilla-
skref, sem sveitarfélög þessa
lands stigu, er þau seldu heilsu-
gæzlustöðvarnar í ánauð heil-
brigðisráðuneytisins. Við,
starfsmenn Heilsugæzlustöðv-
arinnar á Akureyri, höfum frá
síðustu áramótum hreinlega séð
sólaruppkomuna á ný, eftir að
reynslusveitarfélagið Akureyri
batt enda á svartnættið og tók
yfir rekstur stöðvarinnar. Svo
gjörólík finnast okkur öll við-
brögð við hugmyndum okkar,
óskum og þörfum. Heimilis- og
heilsugæzlulæknar þykjast hvað
eftir annað hafa skynjað andúð
ráðherra og ráðuneytisstjóra á
stétt sinni og hafa dæmi á tak-
teinum um ósanngjarna af-