Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 62
598 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Pétur Pétursson Heilsugæzla á heljarþröm Eftir nokkurra ára hlé er nú aftur farið að bera á erfiðleikum við að manna stöður heilsu- gæzlulækna í dreifbýli. Að sögn roskins landlæknis endurlifir hann vandræðaástand það, er ríkti í þessum málum í upphafi landlæknisferils hans fyrir rúm- um aldarfjórðungi. Nú er mun meira um skammtímaráðningar í dreifbýli en um árabil. I sumar manna læknastúdentar stöður heilsugæzlulækna í 70 mánuði, sem er 50-60% aukning frá því í hitteðfyrra, og á Austurlandi verða í haust aðeins níu af 14 stöðum heilsugæzlulækna mannaðar. Alvöru þessa máls má meðal annars marka af flutningi sérmenntaðra heimil- islækna af landi brott til Noregs. Fjölmiðlar hafa gert grein fyrir ferðum landlæknis og heilbrigð- isráðherrans út á land til að kynna sér þessi mál, og er áhugi þeirra fagnaðarefni, því annar aðilinn hefur til að bera skilning á vandanum en hinn vald til að leysa hann. Treg endurnýjun Læknaskortur í dreifbýli og mjög skömm viðdvöl lækna í stöðum þar veldur að sjálfsögðu hnignun allrar heilbrigðisþjón- ustu, sem síðan gæti haft í för með sér búseturöskun vegna ör- yggisleysis og ófullnægðra þarfa svo ekki sé nú minnst á heilsu- brest, ótímabær dauðsföll og þjóðfélagslegt misrétti, sem er algjörlega ósamboðið siðuðu velferðarþjóðfélagi. Meðal ís- lenzkra heilsugæzlulækna hefur alltaf verið ákveðin hringrás frá námi erlendis út í dreifbýlið og þaðan í þéttbýlið. Reynslan sýnir, að fæstir kjósa að sitja á einyrkjastöðvum nema tiltölu- lega fá ár í einu. Meirihluti dreifbýlislækna stefnir á höfuð- borgarsvæðið, þótt þeir ráði sig til nokkurra ára starfs í dreif- býli. Jafnvægi hefur hins vegar ríkt, því nýir læknar hafa jafnan fyllt í skörðin þar til núna. Ein- hverjir tugir sérmenntaðra heimilislækna eru við störf er- lendis, en líta ekki við þeim stöðum, sem í boði eru hér heima, og sitja sem fastast í vel launuðum störfum sínum ytra. En í þessu máli er þó sú stað- reynd langalvarlegust, að nú hafa íslenzkir unglæknar engan áhuga á sérnámi í heimilislækn- ingum lengur. Innan nokkurra ára blasir því við hrun í íslenzkri heilsugæzlu, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Mér finnst því full ástæða til að leggja orð í belg og gera grein fyrir hugmyndum mínum um orsakir þessa vanda, sem að mínu viti verður æ geig- vænlegri, sem lengur er látið hjá líða að reyna að leysa hann. Orsakir Höfuðorsök þessa vanda tel ég vera aðgerðaleysi ráðuneytis heilbrigðis- og tryggingamála, sem engin vandamál fæst til að leysa nema með eftirgangsmun- um og fyrir harðfylgi þeirra, sem á eftir reka. Ekki er auðvelt að benda á ýkja mörg dæmi um áhuga ráðuneytisstjórans á starfiheilsugæzlunnar. Urráðu- neytinu hafa á síðustu árum horfið mjög hæfir einstaklingar með menntun á sviði heilbrigð- isþjónustu og heilbrigðisfræða (public health, þjóðheilsu- fræði), sem á sínum tíma byggðu upp heilsugæzluna í landinu. Af þeim er því meiri eftirsjá, sem sporgöngumenn- irnir eru verr í stakk búnir að halda uppi merki þeirra. Heil- brigðisráðherrum og ráðu- neytisfólki hefur ekki tekizt að standa vörð um heilsugæzluna eða heilbrigðiskerfið á niður- skurðartímum, heldur rekið ráðuneytið sem undirdeild Fjár- málaráðuneytisins og með því hátterni kæft bjartsýni og fram- faraviðleitni innan alls heil- brigðiskerfisins. I stað þess að hlúa að heilsugæzlunni er jórtr- að á einhverri forvarnatuggu, og til bragðbætis skipar heil- brigðisráðherrann kukli og skottulækningum á bekk með „náttúruvísindum'1 í sjónvarps- viðtali. Pað var mikið óheilla- skref, sem sveitarfélög þessa lands stigu, er þau seldu heilsu- gæzlustöðvarnar í ánauð heil- brigðisráðuneytisins. Við, starfsmenn Heilsugæzlustöðv- arinnar á Akureyri, höfum frá síðustu áramótum hreinlega séð sólaruppkomuna á ný, eftir að reynslusveitarfélagið Akureyri batt enda á svartnættið og tók yfir rekstur stöðvarinnar. Svo gjörólík finnast okkur öll við- brögð við hugmyndum okkar, óskum og þörfum. Heimilis- og heilsugæzlulæknar þykjast hvað eftir annað hafa skynjað andúð ráðherra og ráðuneytisstjóra á stétt sinni og hafa dæmi á tak- teinum um ósanngjarna af-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.