Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 563 framan) eða afleiðing illa gróins beinbrots á lærhnútusvæði. Önnur venjuleg ástæða helti í þessum flokki er bólga eða sýking í lærhnútu eða lærhnútubelg (bursa trochanterica). Varðandi göngulagstruflanir vegna kvilla á mjaðmarsvæði má að lokum nefna nokkur atr- iði sem stundum valda því að sjúklingar kvarta um einkenni frá mjöðmum þó svo að um til dæmis brjósklos í mjóbaki, kviðarhols- eða kviðveggjareinkenni reynist síðan um að kenna. Um æðaþrengsli getur einnig verið að ræða í vissum tilvikum. Lúmskt getur það til dæmis verið er botnlangabólga eða ígerð (abscess) eða bólga í eggjaleiðara koma ein- ungis fram hjá barni sem helti. C. Kvillar í læri eða hné: Göngulagstruflun- um vegna kvilla í læri eða hné má á sama hátt og truflunum vegna kvilla á mjaðmarsvæði skipta í einkenni sem stafa beint af áhrifum vefjarsköddunar í sjálfum liðnum og einkenni sem stafa af aðlægum breytingum. Sjúkdómar í læri eru tvenns konar, annars vegar sýkingar svo sem bráð eða langvinn beinbólga (osteo- myelitis) og æxli, góðkynja eða illkynja. Kvill- um í sjálfum hnéliðnum má einnig skipta í tvo flokka, bólgur og sýkingar í þeim fyrri og afl- fræðilegar truflanir í hinum síðari. Af helstu bólgum má nefna slitgikt og iktsýki, sjaldgæfari bólgur eru liðabólgur við dreyrasýki, taugalið- kvelli (neuropathic arthritis, neuropathic art- hropathy), en venjulegri, sérstaklega meðal yngri kvenna, er brjóskmeyra (chondromala- cia), oftast í liðfleti hnéskeljar. Aflfræðilegar truflanir í hnélið orsakast oftast af rifnum lið- þófa, disklaga liðþófa (discoid lateral men- iscus), liðmús (oftast laus flaga úr liðþófa), flysjuklökkva (osteochondritis dissecans) eða (endurteknu) liðhlaupi hnéskeljar. A síðari ár- um eru krossbandaslit orðin algengari vegna aukinnar íþróttaþátttöku og hefur handknatt- leikur því miður tekið allmikinn toll. Pað er því ekki óalgengt að finna óstöðugleika með fremri skúffuhreyfingu hjá yngra fólki. Helstu utanliðarástæður göngutruflana um hnélið eru lýti svo sem njórahné (genu varum), kiðhné (genu valgum) eða skaddanir á liðböndum og af sömu ástæðum og finna má Iangvinnar af- leiðingar krossbandaskaddana má nú oft finna hliðaróstöðugleika um hné vegna skaddana á hliðarliðböndum (ligamentum collaterale gen- us). Sköflungshrjónubólga (Osgood-Schlatt- er’s disease) hefur þegar verið nefnd og er oftast afleiðing sköddunar eða sjúklegs álags. Hér má einnig nefna bólgu í hnéskeljarbelg (prepatellar bursitis) og blöðrumyndun í hnés- bót (popliteal cyst). Algengustu aðgerðir síðari ára vegna ofan- greindra sjúkdóma og skaddana í hnéliðum eru vegna slitgiktar, slits á fremra krossbandi og vegna liðþófaraskana af ýmsu tagi. Göngu- vandkvæði vegna rangs álagsöxuls um hné hafa einnig verið talsvert algeng ástæða skurðað- gerða (lateral og medial release) en virðast nú aftur á undanhaldi vegna misjafns árangurs. Rannsóknir á göngulagi (gait research) hafa á undanförnum árum einna mest verið notaðar að því er hnén varðar og í nýlegri yfirlitsgrein (20), þóttu göngulagsrannsóknir hafa skilað hvað mestu sem klínískt tæki til kannana á árangri skurðaðgerða, nýrra tækja og tækni. D. Truflanir frá fótlegg, ökkla og fæti: Göngulagstruflunum vegna kvilla og skaddana í fótlegg, ökkla og í fæti má á sama hátt og áður skipta í nokkra flokka og ef byrjað er á fótlegg má nefna algenga sköddun sem er hásinar- bólga eða afleiðing hásinarslits að hluta eða að öllu leyti. Þrátt fyrir að regla er að gera aðgerð á hásinarsliti verður helti oft viðvarandi. Sýk- ingar eru helstar bein- og mergbólga (osteomy- elitis), bráð eða langvinn æxli í beini og mjúk- hlutum geta verið bæði góðkynja og illkynja og algengri hjá yngra fólki. Blóðþurrðarheltiköst (claudicatio intermittens) er einnig vert að hafa í huga hjá eldra fólki, sem stundum getur ekki gert sér grein fyrir því hver ástæða verkja og þar með helti er. í ökklalið getur verið um alla sams konar kvilla að ræða og finna má í öðrum liðum svo sem slitgikt, iktsýki, graftar- sýkingar, dreyrasýkibólgu og taugaliðkvelli. í ökklalið er þó þvagsýrugiktarbólga algengari en ofar í berandi liðum. í liðagikt hjá börnum verða ökkla- og fótaliðir oft aflaga. Algengustu skekkjur eru þá ilsig (pes valgoplanus), holfót- ur (pes cavus), hælfótur (pseudocavus), ham- artá stórutáar (bogintá, hallux flexus), stíftá (hallux rigidus), kiðtá (hallux valgus) og inn- skeifa (forefoot adduction) (21). Eftir liðhlaup og tognanir er liðskekking (subluxatio) einnig algengari en í öðrum berandi liðum og getur valdið vítahring varnarviðbragða með helti. Bólga í hásin og þó kannski fremur hin öllu algengari sinaslíðursbólga og Akkilesar belg- bólga við hásin eru algengar ástæður göngu- truflana hjá íþróttafólki og skokkurum. Þegar niður í fótinn er komið verða lýti (def- ormities) algengari, svo sem njórafótur (talipes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.