Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 42
582 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 gæslustöðvarinnar er sjúkraflutningar. Þeir fara að mestu fram á landi en langt er til sjúkra- húsa, 200-250 kílómetrar. Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna og gera grein fyrir þeim hluta starf- semi Heilsugæslustöðvarinnar á Kirkjubæjar- klaustri sem laut að flutningi bráðveikra og slasaðra á árabilinu 1990-1996. Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn athugun á sjúkraflutningum á vegum Heilsu- gæslustöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri á tímabilinu. Stuðst var við gögn flutningsaðila og heilsugæslustöðvarinnar en öll skráning var á fárra höndum og því tiltölulega auðvelt að rekja sig til baka í upplýsingaleit. Sjúkraflutn- ingarnir voru athugaðir með tilliti til tíðni, ald- ursdreifingar, kynjaskiptingar, upphafs- og áfangastaða, sjúkdómsgreininga, hvenær sól- arhrings útköll voru, fylgdaraðila og hvort um héraðs- eða utanhéraðsbúa var að ræða. Niðurstöður: Rannsóknin sýndi, að á tíma- bilinu var tíðni sjúkraflutninga um 50 á 1000 íbúa á ári. Á landinu öllu er þessi tala 72, í Reykjavík 90. Ferðamenn voru rúmlega fjórð- ungur fluttra. Slys voru orsök sjúkraflutning- anna í tæplega þriðjungi tilfella. Áberandi var fjöldi karla og eldra fólks, er það í samræmi við erlendar rannsóknir. Talsverð fækkun varð á sjúkraflutningum síðustu tvö ár tímabilsins sem gæti meðal annars skýrst af tilkomu hjúkr- unarheimilis á staðnum. Ályktanir: Sjúkraflutningar og undirbúning- ur bráðveikra og slasaðra einstaklinga fyrir þá er snar þáttur í starfsemi heilsugæslustöðvar- innar á svæðinu. Heilsugæslulæknar þurfa því að vera vel að sér í bráðalækningum og jafn- framt er mikilvægt að sjúkraflutningamenn séu vel að sér að búa um sjúklinga sem þarf að flytja, hvort sem þeir hafa orðið fyrir slysum eða bráðum veikindum. Þetta krefst reglulegra námskeiða til viðhaldsmenntunar. Nauðsyn- legt getur verið að fjölga starfsmönnum heilsu- gæslunnar á svæðinu um sunjartímann vegna ferðamannastraums. Ekkert bendir til að þyrluflutningar muni koma í stað flutninga með sjúkrabílum í nánustu framtíð nema þá í sérstökum tilfellum eins og hingað til hefur verið. Góð heilsugæsla auk reglulegrar læknis- þjónustu á hjúkrunarheimilum dregur úr þörf fyrir sjúkraflutninga. ítarlegri rannsókna er þörf á sjúkraflutningum á Islandi, meðal ann- ars um þátt ferðamanna og aldraðra en hlutfall þessara hópa fer vaxandi og þar með að öllum líkindum hlutdeild þeirra í bráðaþjónustu svo sem sjúkraflutningum. Inngangur Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu er eitt af verkefnum heilsugæslustöðva að sjá um sjúkraflutninga á starfssvæði sínu (1,2). í dreif- býli er þessi þáttur talsvert umfangsmikill þar sem vegalengdir sem flytja þarf sjúklinga eru oft rniklar og starfsfólk heilsugæslustöðvanna er þátttakendur í flutningunum, bæði sem skipuleggjendur og fylgdarmenn. Til sjúkra- flutninga í dreifbýli er í langflestum tilfellum gripið að yfirlögðu ráði heilbrigðisstarfsfólks, það er lækna eða hjúkrunarfræðinga. Miklu skiptir, að vel sé vandað til framkvæmdar þessa þjónustuþáttar þar sem bæði þarf að hafa í huga velferð einstaklingsins sem þjónað er svo og kostnað samfélagsins við þennan þátt heilbrigðisþjónustunnar, en hann er umtals- verður. Saga skipulagðra sjúkraflutninga á íslandi er talin hefjast með því að Reykjavíkurbær keypti hestvagn til sjúkraflutninga árið 1917. Árið 1919 var fyrsti sjúkrabíllinn tekinn í notkun í Reykjavík (3). Árið 1982 lét landlæknisem- bættið gera heildarskýrslu um sjúkraflutninga á landi á íslandi (3). í henni er farið yfir þáver- andi stöðu málaflokksins auk þess sem birtar voru tillögur til úrbóta, meðal annars um að sjúkraflutningar yrðu framvegis á ábyrgð heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa. Árið 1990 kom út ný skýrsla á vegum landlæknisembætt- isins unnin af Sjúkraflutningaráði og fjallaði hún um sjúkraflutninga á íslandi 1988-1989 (4). Að öðru leyti hafa rannsóknir á sjúkraflutning- um á íslandi aðallega beinst að flutningum með flugi (5,6). Erlendis hafa verið gerðar rannsóknir á notkun neyðarþjónustu meðal aldraðra, þar með talið sjúkraflutningum (7- 10). Tilgangur þessarar rannsóknar er að gera grein fyrir þeim þætti þjónustu Heilsugæslu- stöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri sem lýtur að flutningi bráðveikra og slasaðra einstak- linga. Efniviður og aðferðir Starfssvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri er Skaftárhreppur í Vest- ur-Skaftafellssýslu en mörk hreppsins í vestri liggja um miðjan Mýrdalssand og í austri um miðjan Skeiðarársand. íbúafjöldi hreppsins á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.