Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 52
590 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Umræða og fréttir Af samningamálum Frá Læknafélagi Reykjavíkur LR sagði samningi félagsins við TR um sérfræðiþjónustu upp í desember 1996 með þriggja mánaða uppsagnar- fresti. Uppsögn samningsins tók því gildi þann 1. apríl síðast- liðinn. I samningnum var ákvæði um það að semja skyldi fyrir áramót (1966/1997) um heildareiningafjölda, skerðing- arhlutfall og einingarverð næst- komandi árs. Það er skemmst frá því að segja að fyrir síðustu áramót hafnaði TR viðræðum um fyrrgreind atriði samnings- ins og mátti skilja að það væru einhvers konar mótmæli stofn- unarinnar vegna uppsagnar samningsins. Það var skilningur margra okkar að með uppsögn samningsins væri TR ekki fært að beita skerðingu en í ljós hef- ur komið að stofnunin telur sig í rétti til að gera það þar sem unn- ið er eftir samningnum að öðru leyti. Um lögfræðilegt álitaefni er að ræða sem er í nánari skoð- un. Fyrstu þrjá mánuði ársins kom ekki til skerðingar en mán- uðina apríl- júní var látin koma til framkvæmda um 1,5% skerð- ing á einkastofum, 7,1% á ferli- verk og 5% skerðing hjá rann- sóknastofum eftir að TR hafði aukið einingafjöldann um 1% vegna fólksfjölgunar milli ára. Þessum skerðingum mótmælti LR harðlega með rökstuðningi bæði munnlega og formlega með bréfi til formanns samn- inganefndar TR. Ljóst er að sérfræðingar, einkum innan skurðlækninga, hafa síðustu misseri flutt margs konar aðgerðir sem þeir hafa framkvæmt á stofnunum út á eigin stofur og stöðvar. Þegar ákveðið var með fjárlögum að færa það fé sem rann til ferli- verka og áður var innan samn- ings LR og TR til sjúkrahús- anna gripu margar þessara stofnana til þess að undirlagi heilbrigðisráðuneytis að segja læknum upp þeim samningum sem þeir höfðu til að fram- kvæma ferliverk. Burt séð frá því hvað mönnum finnst um greiðslur vegna ferliverka þá er ljóst að aðstöðuleysi og óvissan sem af þessu hlaust hefur ýtt mjög undir það að starfsemin hefur flust út af stofnunum og má áætla að það sé um 15% ferliverkanna. Til að forða frekari skakka- föllum á ineðan unnið er eftir samningnum tókst samninga- nefnd okkar á vormánuðum að ná fram leiðréttingu á einingar- verði til bráðabirgða, en það hækkaði úr kr. 139 í kr. 145 þann 1. apríl síðastliðinn. Nú er það nefnilega ekki lengur svo að einingarverð hækki sjálfkrafa samkvæmt vísitölu. I sumar gerðu rannsóknalæknar bráða- birgðasamkomulag fyrir rann- sóknastofur undir miklum þrýstingi um útboð og fyrirliggj- andi upplýsinga um að gjaldskrá rannsóknastofanna væri of há í samanburði við rannsóknastof- ur í nálægum löndum. Fundir með heilbrigðis- ráðherra Undirritaður hefur ásamt með formanni LÍ og fleirum átt nokkra fundi með heilbrigðis- ráðherra á þessu ári. Á þessum fundum hafa kjaramál lækna verið mjög til umfjöllunar, bæði heimilslækna og sérfræðinga. Formaður LÍ hefur á þessum fundum talað máli okkar með mjög skeleggum hætti og mál- efnalegum en svo sem kunnugt er standa nú yfir samningavið- ræður milli sjúkrahúslækna og samninganefnda ríkisins og Reykjavíkurborgar, jafnframt er beðið úrskurðar kjaranefnd- ar í málum heimilislækna. Undirritaður hefur á þessum fundum gert sérstaka grein fyrir stöðu þeirra sérfræðinga sem hafa unnið eftir samningi við TR urn sérfræðiþjónustu. Ráð- herra hefur verið gert það alveg ljóst að líklegt sé að sérfræð- ingar í mörgum sérgreinum muni segja sig af samningi verði skerðingum beitt eftir að samn- ingnum var sagt upp af félaginu. Ráðherra var vel kunnugt um það að fyrstu uppsagnir þvag- færalækna kærnu til fram- kvæmda 1. september og síðan sérfræðinga í bæklunarlækning- um. HNE-lækningum og æða- og almennum skurðlækningum þannl. októbernæstkomandi. í samningi LR og TR um sér- fræðilækningar eru ákvæði um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.