Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 599 greiðslu á ýmsum hagsmuna- málum, þar sem jafnvel undir- tyllur hafa upp á eigin spýtur fengið að krukka í starfskjör heilsugæzlulækna. Þennan trúnaðarbrest má að hluta til rekja til þess, að á síðasta ári gekk ráðuneytisfólki afar erfið- lega að lesa til enda og skilja uppsagnarbréf þau, er megin- þorri heilsugæzlulækna í land- inu sendi ráðherra. En grófasta dæmið um vilja- og getuleysi ráðuneytisins eru samt hinar af- ar síðbúnu efndir á samkomu- laginu, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gerði um sumarsólstöður á síðasta ári við heimilislækna um skipan mála í heilsugæzlunni. Hljóta nú flestir heilsugæzlulæknar að vera farnir að örvænta um, að staðið verði við fyrrgreint sam- komulag nema að mjög litlu leyti. Sem dæmi um pólitískan slag- kraft ráðherrans og starfshæfni ráðuneytis heilbrigðis- og trygg- ingamála má nefna, að á undan- förnum mánuðum hafa ýmsar nefndir, er starfað hafa á vegum ráðuneytisins, skilað af sér vönduðum nefndarálitum, sem stuðningi er lýst við en síðan ekkert gert með. Þegar þetta ráðuneyti er annars vegar, virð- ist málum því aðeins verða þok- að, að ráðherrann sé beittur þrýstingi af grófasta tagi. Af sjálfu leiðir, að slík stjórnsýsla hlýtur að enda með ósköpum. Aðra höfuðorsök minnkandi áhuga lækna á heilsugæzlu í dreifbýli tel ég vera brest í grunnmenntun lækna, sem í dag geta orðið sér úti um íslenzkt lækningaleyfi án þess að hafa nokkurn tíma starfað utan landnáms Ingólfs Arnarsonar eða við heilsugæzlu yfirleitt. Vil ég fullyrða, að slíkir læknar hafa farið nokkurs á mis á menntun- ar- og þroskaferli sínum því óvíða fær læknir það greinilegar á tilfinninguna, að hann sé að gera gagn, en utan fyrrgreinds landnáms. Er það og fullkom- lega skiljanlegt, að unglæknar með svo einhæfa starfsreynslu fái áhuga á einhverju öðru en sérnámi í heimilislækningum. Þriðja atriðið sem mjög hefur hleypt illu blóði í heimilislækna í dreifbýli sem þéttbýli er sú vanvirðing, sem ýmsir aðilar sýna fræðigrein okkar, heimilis- lækningum. Sú vanvirðing er látin í ljósi af kollegum mínum úr öðrum sérgreinum dag hvern.hátt ogíhljóði. Gildirþá einu hvort áheyrendur eru læknanemar, kandídatar, sjúk- lingar eða aðstandendur. Hún var látin í ljósi af heilbrigðisyfir- völdum með afnámi héraðs- skyldunnar. Hún er látin í ljósi af landlækni, sem lætur það líð- ast að stöður heilsugæzlulækna á einyrkjastöðvum séu mannað- ar af læknastúdentum eða lækn- um, sem spítalarnir telja sig ekki geta haft gagn af, ýmist vegna aldurs eða skorts á hæfni. Hvað eftir annað hefur lækn- um, sem eru að reyna að sigrast á persónulegum vandamálum sínum, verið hleypt stuðnings- lausum út í fámennið til að axla ábyrgð, sem þeim er um megn. Með þessu móti hafa mönnun- arvandamál verið dulin sjónum almennings. Loks má nefna hið fullkomna virðingarleysi kol- lega úr öðrum sérgreinum gagn- vart verkahring heimilislækna, sem þeir ryðjast inná, þegar um þá þrengist á öðrum miðum. Þetta bitnar að sjálfsögðu frem- ur á heimilislæknum í þéttbýli, en athafnaleysi heilbrigðisyfir- valda undirstrikar afstöðu þeirra til fræðigreinarinnar og heimilislæknastéttarinnar og hlýtur af þeim sökum að fæla unglækna frá því að velja þessa sérgrein. En til að stétt njóti virðingar verða einstaklingarnir innan hennar að sýna, að þeir séu hennar verðir. Því miður er auðvelt að benda á einstaka heimilislækna, sem ekki sýna nægilegan faglegan metnað í daglegum störfum sínum og sinna símenntun sinni með hangandi hendi. Það er afar slæmt, að sumum læknum skuli hafa liðist það að kjósa heimilis- lækningar sem starfsettvang til að geta átt hæga daga. A þessa einstaklinga benda sérfræð- ingar úr öðrum greinum, þegar færa þarf rök gegn því að taka upp tilvísanakerfi eða þegar gera þarf lítið úr heimilislækna- stéttinni í heild. Þáttur Læknafélags íslands í þessum málum er kapítuli út af fyrir sig. Fyrir tveimur til þrem- ur áratugum studdi LÍ vel við bakið á þeim, sem börðust fyrir læknamiðstöðvum og heilsu- gæzlustöðvum. En á seinni ár- um hefur LÍ fyrst og fremst sinnt hagsmunagæzlu fyrir sér- fræðinga með stofurekstur og þegar bera tók á offjölgun í þeim hópi, varð lítið úr stuðn- ingnum við heilsugæzluna eða dreifbýlið. Innan félagsins eru nú komnir til starfa ungir og glaðbeittir einstefnumenn, sem öðluðust starfsreynslu sína eftir afnám héraðsskyldunnar og hafa því aldrei af eigin raun kynnst heimilislækningum eða aðstöðu eða vanda dreifbýlis- fólks, en eru þeim mun betur áttaðir innan spítalaveggja milljónaborga. Hefur þessu liði gengið afar vel samvinnan við hina eldri stofugreifa úr sér- fræðingastétt með það fyrir aug- um að leggja í rúst kerfi heilsu- gæzlustöðvanna í Reykjavík og þá um leið í landinu öllu. Hefur stjórn LI leynt og ljóst gengið erinda þessara afla á síðustu ár- um. Innan slíkra samtaka eiga þeir ekki heima, sem tryggja vilja vöxt og viðgang heimilis- lækninga í þessu landi, enda hefur afnám samningsréttarins dregið mjög úr þörf okkar heim- ilislækna fyrir aðild að félaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.