Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 11

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 555 Truflanir á líkamsstöðu og göngulagi Yfirlitsgrein Sigurlaug Sveinbjörndóttir, Gísli Einarsson Sveinbjörnsdóttir S, Einarsson G Disorders of stance and gait: a review Læknablaðið 1997; 83: 555-67 This article reviews disturbances in posture and gait in patients with neurological, orthopaedic and rheu- matological disorders. The clinical symptoms of gait disturbances associated with upper and lower motor neuron dysfunction, extrapyramidal disorders, sen- sory, cerebellar and other neurological conditions as well as diseases of the skeleton are described. Key words: gait, stance, disorders, neurological, rheumat- ological, orthopaedic, skeletal disorders. Ágrip í þessari yfirlitsgrein er fjallað um truflanir á líkamsstöðu og göngulagi af völdum tauga- og stoðkerfissjúkdóma. Drepið er á helstu kvart- anir sjúklinga, klínísk einkenni göngulagstrufl- ana og fjallað um helstu sjúkdóma í tauga- og stoðkerfi sem þeim valda, svo sem efri og neðri hreyfitaugartruflun, skynkerfis- og hnykiltrufl- anir og utanstrýtusjúkdóma, auk göngulags- truflana af völdum ýmissa stoðkerfiskvilla. Skoðun á tauga- og stoðkerfi sjúklinga með slík einkenni er einnig rædd. Frá endurhæfingar- og hæfingardeild Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, endur- hæfingar- og hæfingardeild Landspítalans, v/Eiríksgötu, 150 Reykjavík. Sími: 560 1430, bréfsími: 560 1433. Lykilorð: göngulagstruflanir, líkamsstaða, taugasjúkdóm- ar, iktsjúkdómar, stoðkerfissjúkdómar. Inngangur Eitt af sérkennum mannsins er að standa og ganga uppréttur. Upprétt staða og eðlilegt göngulag, sem öllum finnst sjálfsagt, krefst hins vegar flókinnar heila- og taugastarfsemi sem er langt frá því að vera fullskilin, þótt ýmis atriði hennar hafi verið skilgreind. Göngulag sérhvers manns mótast af ýmsum þáttum og getur verið sérkenni hans í þeim mæli, að unnt sé að greina hann á göngulaginu einu. Aldur, kyn, persónuleiki, sjón, jafnvægi og stöðu- skynjun eru nokkrir þættir sem móta göngulag- ið, og ákveðnar væntingar eru gerðar til göngu- lags manna með þetta í huga. Til eðlilegs göngulags þarf flókna samhæf- ingu ýmissa stjórnþátta. f fyrsta lagi þarf stuðn- ingsviðbrögð gegn falli. Sífelld leiðrétting á sér stað til viðhalds á uppréttri stöðu, einkum með samdrætti vöðva sem rétta úr hryggsúlunni, mjöðmum og hnjám. Þessi stöðuviðbrögð eru háð samspili á milli mænu og heilastofns. í öðru lagi þarf göngulag, það er ákveðið hreyfi- ferli. Þetta er frumstætt ferli sem er til staðar við fæðingu og er unnt að framkalla í tilrauna- dýrum sem heilahvelin hafa verið fjarlægð úr, með því að þrýsta undir þófana. í þriðja lagi þarf jafnvægið að vera í lagi. Boð frá togvið- tækjum vöðva þurfa að skynjast eðlilega og einnig hnykils- og andarkjarnaboð (cerebello- vestibular), svo að hárfínt samspil hnykils, innra eyrans og annarra stjórnþátta jafnvægis megi njóta sín. í fjórða lagi þarf ákveðinn kraft eða spyrnu til þess að komast áfram (1,2). Kvartanir sjúklinga með göngutruflanir Þótt göngutruflanir tengist fjölmörgum sjúk- dómum eru kvartanir sjúklinga yfirleitt fá- breyttar. Dettni er algeng kvörtun og er oft

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.