Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1997, Side 70

Læknablaðið - 15.09.1997, Side 70
606 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 hálsspeglun eða í einstaka til- fellum nýtt frumustrok eftir bólgumeðferð. 2.2.6. Krabbamein og grunur um það (kódar 40, 41, 45): Leg- hálsspeglun. 2.3. Frumubreytingar á með- göngu 2.3.1. Krabbamein, CIN III og AIS: Leghálsspeglun. 2.3.2. Óljós vœg frumubreyt- ing og CIN /-//: Nýtt frumu- strok átta vikum eftir fæðingu. 2.4. Eftirlit eftir afbrigðilegt frumustrok án fyrra vcfjasýnis 2.4.1. Óljós væg frumubreyt- ing og CIN1-11: Eftirlitsfrumu- strok í fjögur ár: Tvisvar á sex mánaða fresti; ef bæði strok eru eðlileg, þá eitt strok eftir ár og síðan annað eftir tvö ár. Ef öll þessi fjögur frumustrok eru eðlileg flyst konan af eftirlits- skrá yfir í hefðbundna hópskoð- un á tveggja eða þriggja ára fresti, allt eftir aldri og fjölda fyrri eðlilegra stroka. Efendur- tekin breyting er í frumustroki (óháð gráðu) skal konu vísað til leghálsspeglunar. 2.4.2. Allar konur með end- urinnköllun á eftirlitsskrá Leit- arstöðvar fá boðun þremur vik- um fyrir eftirlitsdagsetningu. 3. Meðferð og eftirlit vegna forstigsbreytinga eftir vefjasýni 3.1. Vefjasýni með CIN II—III, AIS og grunur um byrjandi krabbamein Keiluskurður. í þungun skal meðferð frestað þar til sex til átta vikum eftir fæðingu nema grunur sé um krabbamein. 3.2. Vefjasýni með CIN I, atypi, koilocytosis Eftirlitsfrumustrok í þrjú ár: Tvisvar á sex mánaða fresti; ef bæði strok eru eðlileg, þá aftur tvisvar á árs fresti. Ef ö 11 þessi frumustrok eru eðlileg, verður konan áfram á eftirlitsskrá með tveggja ára eftirliti eða flyst samkvæmt nánari ákvörðun yfirlæknis frumurannsókna- stofu yfir í hefðbundna hóp- skoðun. Ef endurtekin sams konar breyting er í frumustroki skal strok endurtekið eftir sex mánuði, áður en konunni er vís- að dl endurtekinnar legháls- speglunar. 3.3. Endurteknar sterkar for- stigsbreytingar (CIN III eða AIS) í frumustrokum þrátt fyrir eðlileg vefjasýni Keiluskurður til endanlegrar greiningar. 4. Eftirlit eftir keiluskurð 4.1. Fullkomin (radical) keila (frí skurðbrún. það er breyting- arnar eru 2 mm eða meira frá endocervical (efri) skurðbrún og ná ekki að (5= 1 mm) exocer- vical (neðri) skurðbrún) Eitt frumustrok eftir hálft ár, síðan þrjú frumustrok með árs millibili (alls fjögur strok á þremur og hálfu ári). Eftirlit eft- ir það á 24 mánaða fresti. í viss- um tilfellum (fer eftir útliti og dreifingu vefjabreytinga) er mælt með leghálsspeglun og út- skafi frá leghálsi innan sex mán- aða. 4.2. Ófullkomin keila (breyting- arnar eru innan við 2 mm frá endocervical skurðbrún og ná að (<1 mm) exocervical skurð- brún) Tekið frumustrok og gerð leghálsspeglun með útskafi á leghálsi innan sex mánaða, síð- an ný frumustrok á sex mánaða fresti í tvö ár eftir aðgerð og síðan árlega í tvö ár (alls sex strok á fjórum árum). Eftirlit eftir það á 24 mánaða fresti. 5. Eftirlit vegna condylomata Vegna tengsla condylomata og forstigsbreytinga þykir rétt að benda á eftirfarandi atriði. E/frumustrok frá leghálsi, tek- ið við greiningu, er án forstigs- breytinga skal eftir læknismeð- ferð mælt með reglulegu eftirliti með frumustrokum á tveggja ára fresti. Athuga ber að þessar konur verða ekki (sérstakri end- urinnköllun á Leitarstöð nema að jafnframt greinist hjá þeim forstigsbreyting. Þeim lœknum er hafa konur í meðferð vegna condylomata ber því að upplýsa þœr um liugsanleg tengsl HPV- veiru og forstigsbreytinga. Rannsókn og meðferð skal beint að báðum kynjum. Notk- un smokks er ráðlögð fyrstu fjóra til sex mánuðina. 5.1. Rannsókn konu 5.1.1. Taka frumustrok til að kanna mögulega forstigsbreyt- ingu. 5.1.2. Taka PCR þvagpróf fyrir chlamydia. Konan verður að hafa haft þvag í blöðrunni minnst tvo tíma. Fyrsta þvag er notað en ekki miðbuna. 5.1.3. Skimpróf fyrir HIV (með samþykki konu). 5.1.4. Ef um útbreiddar eða endurkomnar condylomata- vörtur er að ræða skal spegla legháls, leggöng og burðar- barma eftir þvott með 3-5% ediksýru til að kanna mögulega útbreiðslu flatra condylomata og micropapilla. Kanna út- breiðslu fostigsbreytinga og condylomata með vefjasýnum frá grunsamlegum svæðum. 5.1.5. Ef condylomata finnast umhverfis og/eða í endaþarms- opi er ráðlögð endaþarmsspegl- un. 5.2. Meðferð konu Meðferð fer eftir útbreiðslu. Ef um er að ræða fá og smá con- dylomata nægir oftast penslun með podophyllin eða podophyl- lotoxin. í öðrum tilfellum þarf að grípa til rafmagnsbrennslu (diatermi). I mjög útbreiddum condylomata, allt upp í legháls, er oftast þörf á innlögn til leysi- brennslu. Interferon eða 5-Fu má nota í völdum tilfellum. Mikilvægt er að hafa eftirlit með sjúklingi, í tvo til fjóra mánuði eftir að meðferð á sýnilegum vörtum lýkur. 5.3. Rannsókn karls 5.3.1. Skoða og spegla getn- aðarlim eftir penslun með 3-5% ediksýru. 5.3.2. Taka PCR þvagpróf fyrir chlamydia.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.